Fréttir

Stjörnurnar mæra Ísland

Stórleikkonan Jodie Foster var meðal þeirra þúsunda Bandaríkjamanna sem ákváðu að verja fríinu sínu á Íslandi í sumar með fjölskyldu sinni. Hún var gestur spjallþáttakonungsins David Letterman ekki alls fyrir löngu og fór þá mörgum fögrum orðum um Íslandsheimsókn sína. En Jodie Foster er ekki sú eina úr hópi stjarnanna vestan hafs sem gefið hafa Íslandi ókeypis kynningu upp á síðkastið. Will Forte úr Saturday Night Live´s var t.d. nýverið að monta sig af heimsókn sinni til landsins er hann var í heimsókn í spjallþætti Conan O´Brien Show. Á vef Ferðamálastofu í Bandaríkjunum má horfa á spjall Letterman við Jodie Foster.
Lesa meira

Diplomanám í viðburðastjórnun

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum mun í vetur bjóða upp á diplomanám í viðburðastjórnun. Námið er boðið í fjarnámi, það er 60 einingar og tekur eitt ár. ?Hátíðum og viðburðum fjölgar um allt land og allan ársins hring. Jafnframt eru gerðar vaxandi kröfur til skipuleggjenda hátíða bæði með aukinni samkeppni og kröfum um öryggi og góða þjónustu við gestina. Ferðamáladeild Háskólans á Hólum svarar þörfinni fyrir fólk með menntun til að skipuleggja og halda hvers kyns viðburði með eins árs námi (60 einingar), sem lýkur með diploma í viðburðastjórnun,? segir í kynningu á náminu. Sjá nánari lýsingu á http://www.holar.is/fr458.htm eða hafið samband við Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur deildarstjóra Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, netfang: ggunn@holar.is. Umsóknarfrestur er til 3. október nk. Námið hefst með fjögurra daga staðarlotu á Hólum 15.-18. október.
Lesa meira

Ráðstefna um strandmenningu

Strandmenning Íslands, staða hennar og framtíð, er viðfangsefni ráðstefnu sem haldin verður á Radisson SAS hótel Sögu þann 5. október næstkomandi. Þar eru á dagskrá fjöldi áhugaverðra fyrirlesra sem tengjast strandmenningu með einum og öðrum hætti. Að ráðstefnunni standa Íslenska vitafélagið, Ferðamálastofa, Ferðamálasamtök Íslands, Siglingastofnun, Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd, Fornleifavernd ríkisins og Samtök Íslenskra Sjóminjasafna. Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins, setur ráðstefnuna en síðan flytur Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggðamála og verðandi ferðamálaráðherra, ávarp. Einar Kristinn Guðfinnsson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar, flytur einnig ávarp síðar á ráðstefnunni. Efni ráðstefnunnar skiptist í 4 meginþætti og innan hvers um sig eru fluttir nokkrir fyrirlestrar. Auður og atvinna við haf og strönd Hvað geta Íslendingar lært af nágrönnum sínum? Að virða sinn menningararf Tækifæri bragðlaukanna Ráðstefnugjald:er 6000 krónur og innifalið eru ráðstefnugögn, hádegisverðarhlaðborð og kaffi. Skráning á ráðstefnuna er hér fyrir neðan Nánari upplýsingar: 466 1266 eða 695 1266 Skráning á ráðstefnuna Strandmenning Íslands, staða hennar og framtíð Dagskrá ? prentvæn útgáfa (PDF) Dagskrá:09:00 Innritun og afhending gagna09:30  Setning ráðstefnu: Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins09:40 Ávarp: Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggðamála og verðandi ferðamálaráðherra Auður og atvinna við haf og ströndUmræðustjóri: Ragnhildur Sigurðardóttir, Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri 09:50 Fornminjar við strendur landsins - staða og tækifæriAgnes Stefánsdóttir, Fornleifavernd ríkisins 10:05 Vitar sem hluti íslenskrar strandmenningar Magnús Skúlason, Húsafriðunarnefnd ríkisins 10:20 Strandmenningarbærinn Húsavík. Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri Norður-Siglingar, Húsavík 10:35 Pallborðsumræður um stöðuna. Fyrirlesarar, ásamt Ragnari Edwardssyni, minjaverði Vestfjarða og Elíasi Bj. Gíslasyni, Ferðamálastofu 11:00 Kaffihlé Hvað geta Íslendingar lært af nágrönnum sínum? Umræðustjóri: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Háskólanum á Hólum 11:20 Staða og stefna strandmenningar í NoregiGeir Tvedt, ráðgjafi hjá Riksantikvaren 11:45 Världsarvet Höga Kusten Ernst Thurdin, Kramfors kommun í Svíþjóð 12:15 Pallborðsumræður: Hvað geta Íslendingar lært af nágrönnum sínum?Fyrirlesarar, ásamt Pétri Rafnssyni, Ferðamálasamtökum Íslands, Valdimar Harðarsyni, landlagsarkitekt og Öldu Davíðsdóttur, Patreksfirði 12:35 Hádegishlé 13:20  Ávarp: Einar Kristinn Guðfinnsson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar. Að virða sinn menningararfUmræðustjóri: Arnheiður Hjörleifsdóttir, Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi 13:30 Sjóminjasöfn ? Vettvangur íhaldssemi og nýsköpunarÖrlygur Kristfinnsson, Síldarminjasafninu á Siglufirði 13:45  Þjóðtrú sjómannaHlíf Gylfadóttir, mannfræðingur 14:00  Kveðið við haf og ströndGunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður   14:15  Pallborðsumræður: Hvernig er best að koma arfleiðinni til skila?Fyrirlesarar, ásamt Þorvaldi Friðrikssyni, fréttamanni og Guðmundi Páli Ólafssyni, rithöfundi14:45  Kaffihlé Tækifæri bragðlaukannaUmræðustjóri Laufey Haraldsdóttir, Háskólanum á Hólum 15:15 Súrt og kæstGuðmundur Guðmundsson, matvælafræðingur 15:30  Úr faðmi hafsinsGunnar Karl Gíslason, matreiðslumeistari Vox restaurant 15:45  Pallborðsumræður: Tækifæri bragðlaukannaFyrirlesarar, ásamt Guðrúnu Hallgrímsdóttur frá Matur, saga, menning og  Pétri Ágústssyni, útgerðarstjóra Sæferða i Stykkishólmi 16:15 Samantekt: Guðrún Helgadóttir, Háskólanum á Hólum16:30 Ráðstefnuslit
Lesa meira

Fundur um Vest Norden Travel Mart 2008

Nú er Vest Norden í Færeyjum er lokið og við stöndum frammi fyrir skipulagningu á Vest Norden Travel Mart á Íslandi næsta ár. Á fundi sem Ferðamálastofa stóð að 7 ágúst síðastliðinn um kaupstefnuna var ennfremur ákveðið að halda annan fund í október til skrafs og ráðagerða um þetta verkefni. Boðað er til fundar um fyrirkomulag og skipulag VNTM næsta ár og verður hann haldinn þriðjudaginn 9. október kl 15:30 á Nordica Hótel (Hilton).
Lesa meira

Erlendir ferðamenn skila meiru en nokkru sinni

Seðlabankinn hefur nýlega birt tölur um gjaldeyristekjur af ferðamönnum fyrir annan ársfjórðung þessa árs og er þar um verulega aukningu að ræða frá fyrra ári. Sérstaklega hafa tölur vegna neyslu innanlands hækkað milli ára eða úr tæpum 11 í 14,4 milljarða eða um 31%. Fargjaldatekjur hafa hækkað minna eða úr 6,4 í rúma 6,6 milljarða eða sem nemur 4,2%, en inn í þessum tölum séu einungis flutningstölur frá flugfélögum sem skráð séu hér á landi. Þess má geta að á þessum sama tíma, eða frá 1. janúar og til 1. júlí, fjölgaði erlendum ferðamönnum sem fara um Leifsstöð um rúm 19%.  5,6% hækkun á hvern gestMagnús Oddsson ferðamálastjóri segir að þessar niðurstöður séu afar jákvæðar enda sjái menn það þegar rýnt sé betur í þær að neysla á hvern ferðamann hækki úr 76.599 í 80.925 krónur eða um 5,6%. Þá er búið að núvirða tölurnar frá árinu áður. Þegar farið sé enn aftar, eða til ársins 2000, þá komi í ljós að neysla hvers gests hafi hækkað um 20,1% að núvirði eða úr 67.359 í 80.925 krónur.  Magnús heldur áfram og segir að þessi hækkun sé í raun enn hærri því ef menn beri saman gengi dollars, sem sé viðmiðunar gjaldmiðill Seðlabankans, þá hafi dollarinn verið skráður 13,5% lægri að meðaltali fyrstu sexmánuði þessa árs en fyrir ári og 15,6% lægri en árið 2000. Þannig að þeir gestir sem sótt hafa okkur heim á fyrri helmingi þessa árs eru þeir verðmætustu sem við höfum séð lengi og það þótt virðisaukaskattur hafið lækkað ýmissi vöru og þjónustu í mars síðastliðinn.
Lesa meira

Safn um íslenska refinn í bígerð

Fyrirhugað er að stofna félag um söfnun muna og sýningu á munum er tengjast íslenska refnum. Refurinn, eða melrakkinn, var eina landspendýrið sem hér var þegar landnám hófst. Safnið verður til húsa í Eyrardalsbænum í Súðavík. Stofnfundurinn verður haldinn í Samkomuhúsi Súðavíkur þann 15. september næstkomandi kl. 14:00 Tilgangur félagsins er söfnun muna, utanumhald og sýning á munum er tengjast melrakka (tófu). Í því felst rekstur á sýningaraðstöðu í Súðavík og önnur skyld starfsemi. ?Melrakkasetri er ætlað að vera fræðasetur um íslenska melrakkann þar sem safnað verður á einn stað þeirri þekkingu sem honum viðkemur í fortíð og nútíð. Á setrinu verður m.a. sett upp sýning fyrir ferðamenn. Þar mun verða á boðstólum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar," segir í tilkynningu.
Lesa meira

Ferðamenn upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri

Dagana 15. og 16. september verður mikið fjör í Austur Húnavatnssýslu, stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Heimamenn bjóða gestum og gangandi að slást í för og upplifa ósvikna gangna- og réttarstemmningu. Hátíð heimamanna og ferðafólks?Stóðréttarhelgi Skrapatunguréttar er hátíð heimamanna og ferðafólks þar sem er spilað sungið og skemmt sér að sið Íslendinga. Við bjóðum gestum að slást í för með gangnamönnum á eyðidalnum Laxárdal og upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri. Þátttakendur geta hvort heldur sem er leigt hesta hjá heimamönnum eða mætt með sína eigin hesta,? segir Haukur Suska-Garðarsson, ferða- og atvinnumálafulltrúi, sem tekur við bókunum í stóðsmölunina. Að hans sögn dregur þessi viðburður að sér sívaxandi fjölda ferðafólks sem sé afar ánægjulegt á jaðartíma í ferðaþjónustu. Stóðhrossin verða rekin til byggða á laugardeginum 15. september. Lagt er af stað frá Strjúgsstöðum í Langadal kl. 10. og síðan riðið sem leið liggur um Strjúgsskarð og norður Laxárdal. Á laugardagskvöldið skemmtir fólk sér saman á Blönduósi og daginn eftir er síðan réttað í Skrapatungurétt. Nánari upplýsingar (word-skjal) Mynd:Ferðamenn fjölmenna á Skrapatungurétt.
Lesa meira

Vestnorden hefst í kvöld

Vestnorden ferðakaupstefnan verður sett í Þórshöfn Færeyjum í kvöld og hefur þá verið haldin 22 sinnum. Að kaupstefnunni standa ferðamálayfirvöld í Færeyjum á Grænlandi og Íslandi og að þessu sinni er framkvæmdin á hendi Færeyinga. Um 130 fyrirtæki frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi eru nú skráð og 227 starfsmenn þeirra munu kynna vöru og þjónustu fyrir kaupendum. Íslensk fyrirtæki eru flest eins og jafnan áður eða um 70 talsins að þessu sinni. Á morgun hefst hin eiginlega kaupstefna með fundum kaupenda og seljanda, eða ferðaheildsala. Þeir eru um 80 talsins og koma frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og boðsgestir. Vestnorden lýkur á miðvikudag.
Lesa meira

Aukin umferð um Evrópuvefinn

Umferð heldur áfram að aukast um Evrópuvefinn visiteurope.com. Vefurinn inniheldur annars vegar síður þar sem fjallað er um Evrópu almennt og hins vegar er um að ræða síður einstakra landa. Hvert og eitt land ber ábyrgð á að koma upplýsingum inn á sinn hluta vefsins og sér Ferðamálastofa um það sem að Íslandi snýr. Heimsóknatölur sýna að Ísland má bærilega una við sinn hluta í umferðinni. Erum við að um miðjan hóp þeirra 38 Evrópuríkja sem standa að vefnum. Vart þarf að koma á óvart að risar á sviði ferðaþjónustu eins og Spánn, Ítalía, Austurríki og Þýskaland fá mesta umferð. Evrópuvefurinn er eins og fram hefur komið einkum hugsaður fyrir fjærmarkaði og nú er meðal annars í vinnslu útgáfa fyrir Japansmarkað. Þá var í sumar tekið í notkun gagnvirkt kort af álfunni sem skilað hefur mikilli umferð (sjá mynd). Skoða Evrópuvefinn  
Lesa meira

Breytingar á lögum um skipan ferðamála ?hægt að senda inn umsagnir

Að undanförnu hafa verið í vinnslu drög að breytingum á lögum um skipan ferðamála nr. 73/2005. Frumvarpsdrögin hafa nú verið birt á vef samgönguráðuneytisins og gefst þar einnig kostur á að koma á framfæri umsögnum. Breytingarnar eru unnar í samráði við Ferðamálastofu og eru einkum lagfæringar á nokkrum atriðum sem komið hefur í ljós við framkvæmd laganna að betur megi fara. Auðbjörg Gústafsdóttir, lögfræðingur Ferðamáalstofu, segir breytingarnar einkum snúa að því að afmarka betur starfsemi sem fellur undir ferðaskipuleggjanda, kveða á um skyldu til notkunar á auðkenni Ferðamálastofu og úrræði sem hægt er að grípa til þegar leyfisskyld starfsemi er stunduð án leyfis. Þeir sem óska eftir að koma á framfæri umsögnum geta send erindi sín á tölvupóstfang samgönguráðuneytisins, postur@sam.stjr.is, fyrir 14. september næstkomandi.Frumvarpsdrögin er að finna á vef Samgönguráðuneytisins
Lesa meira