Fara í efni

Breyting á forsvarsmanni eða öðrum upplýsingum um leyfishafa

Samkvæmt 8. gr. laga nr. 96/2018 um Ferðamálastofu þarf forsvarsmaður lögaðila sem er með útgefið leyfi frá Ferðamálastofu að hafa búsetu innan aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum. Hann þarf að vera lögráða, hafa forræði á búi sínu og hafa ekki á síðustu fjórum árum í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verkað samkvæmt lögum um Ferðamálastofu, almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrotaskipti o.fl. eða staðgreiðslu opinberra gjalda.

Verði breyting á forsvarsmanni leyfishafa ber að tilkynna þá breytingu til Ferðamálastofu. Beiðni þar um skal skila á viðeigandi eyðublaði sem nálgast má hér að neðan, innskráning fer fram með rafrænum skilríkjum.

 Fylgigögn með beiðni um breytingu á forsvarsmanni:

Flestra nauðsynlegra vottorða sem staðfesta að skilyrðum laga sé fullnægt varðandi forsvarsmann lögaðila er aflað sjálfkrafa eftir að umsækjandi staðfestir að hann heimili öflun þeirra og meðferð slíkra upplýsinga. Fylgigögn sem umsækjandi þarf sjálfur að afla og hengja við umsókn eru:

-       Staðfest vottorð úr Fyrirtækjaskrá

Nýr forsvarsmaður verður að vera skráður sem prókúruhafi hjá Skattinum. Forsvarsmaðurinn skráir sig inn með rafrænum skilríkjum og velur viðeigandi fyrirtæki.

Opna beiðni um breytingu á forsvarsmanni 

Minnt er á að aðrar breytingar á högum leyfishafa s.s. heimilisfangi, netföngum, símanúmerum eða öðrum tengiliðaupplýsingum ber að tilkynna Ferðamálastofu. Nægilegt er að senda tölvupóst á netfangið leyfisveitingar@ferdamalastofa.is