Fara í efni

Ferðatryggingasjóður

Höfn - mynd: Markaðsstpfa Suðurlands - www.south.isHöfn í Hornafirði. Mynd. Markaðsstofa Suðurlands, www.south.is

Um sjóðinn

Ferðatryggingasjóður er sjálfseignarstofnun sem starfar samkvæmt lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018 með síðari breytingum og reglugerð nr. 812/2021.

Hlutverk sjóðsins er að tryggja hagsmuni ferðamanna sem keypt hafa pakkaferð eða samtengda ferðatilhögun sem ekki er framkvæmd í samræmi við samning vegna ógjaldfærni eða gjaldþrots seljanda.

Ráðherra menningar-, viðskipta- og ferðamála skipar þriggja manna stjórn Ferðatryggingasjóðs til tveggja ára í senn. Stjórn skipa; Andri Björgvin Arnþórsson, skipaður af ráðherra, Jóhann Tómas Sigurðsson, tilnefndur af Neytendasamtökunum og Rannveig Grétarsdóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF). Stjórn sjóðsins skal sjá til þess að sjóðurinn sé ávallt bær til að valda hlutverki sínu. Stjórnin tekur ákvarðanir um fjárhæð iðgjalds og lántöku.