Fara í efni

ADS-samningur við Kína

Á árinu 2004 skrifuðu Ísland og Kína undir samkomulag um ferðamál (svonefndan ADS-samning "Approved Destination Status") sem m.a. gerir Kínverjum kleift að ferðast til Íslands í skipulögðum hópum. Samkomulagið opnar möguleika fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki til að sækja fram á þessum markaði.  

Sótt um á island.is

Íslenskir aðilar sem óska eftir því að taka upp samstarf við kínverskar ferðaskrifstofur um ferðir samkvæmt ADS samningnum þurfa að skrá sig. Umsóknir fara í gegnum island.is þar sem skrá þarf sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.  

Einstaklingur  - umsóknareyðublað:
Einstaklingar skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á hlekknum hér að neðan.

Lögaðili - umsóknareyðublað:
Til þess að hægt sé að sækja um fyrir lögaðila þarf forsvarsmaður fyrirtækis (prókúruhafi) að byrja á að fara á www.island.is, skrá sig inn á „Mínar síður“ með íslykli lögaðila og fylla út eyðublað fyrir umboð. Sjá nánari leiðbeiningar fyrir umboð

Þegar umboð liggur fyrir skráir forsvarsmaður sig inn með sínum perónulegu rafrænu skilríkjum á hlekknum hér að neðan.

Ætlast er til þess að þeir ferðaþjónustuaðilar sem annast móttöku ADS gesta hafi þekkingu á ADS samkomulaginu og hafi þess vegna burði til þess að vinna samkvæmt því.

Listi yfir íslenskar ferðaskrifstofur með ADS-skráningu

Kínverskar ferðaskrifstofur

Með samkomulaginu eru sett ströng og ítarleg skilyrði fyrir því hvaða aðilar í ferðaþjónustu í Kína geta haft umsjón með og fengið vegabréfsáritanir fyrir hópa kínverskra ferðamanna til Íslands og þar með inn á Schengen-svæðið, en auk þess kveðið á um hvernig að slíku skuli staðið og hvaða gögn þurfi að vera fyrir hendi.

Kínversk stjórnvöld tilnefna þær ferðaskrifstofur á sérstakan lista sem geta fengið leyfi í þessu skyni. Fylgir leyfinu ábyrgð og verði ferðaskrifstofa uppvís að misferli verður hún svipt því. Kínversk ferðaskrifstofa þarf ennfremur að vera í samstarfi við íslenska ferðaskrifstofu til þess að fá heimild til að koma með hópa til Íslands, en öll ábyrgð er á hendi kínversku ferðaskrifstofunnar.

Hér fyrir neðan er listi yfir kínverskar ferðaskrifstofur sem hafa leyfi til að skipuleggja ferðir til annarra landa, þar með talið Íslands.