Fara í efni

Leiðbeiningar til ferðamanna um kröfur í Ferðatryggingasjóð

Seljendum pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar er skylt að vera aðilar að Ferðatryggingasjóði, leggja fram tryggingu og greiða iðgjald og stofngjald til sjóðsins.

Ferðatryggingasjóði er ætlað að endurgreiða það fé sem farþegar hafa greitt vegna kaupa á pakkaferð eða vegna samtengdri ferðatilhögun, sem ekki er framkvæmd að hluta eða fullu, vegna gjaldþrots eða ógjaldfærni ferðaskrifstfou eða niðurfellingar leyfis að frumkvæði Ferðamálastofu. Ferðatryggingasjóður skal einnig standa straum af kostnaði vegna heimflutnigs farþega þegar flutningur ferðamanna er hluti af pakkaferðasamningi.

Þeir sem telja sig eiga kröfu á Ferðatryggingasjoð vegna kaupa á pakkaferð eða samtengdri ferðatilhögun, sem ekki er framkvæmd í samræmi við samning, þurfa að beina kröfu sinni til Ferðatryggingasjóðs. Ferðamálastofa sér um uppgjör á kröfum fyrir hönd Ferðatryggingasjóðs.

Gildir ekki um staka ferðatengda þjónustu

Ferðatryggingasjóður tryggir aðeins endurgreiðslu sé um pakkaferð eða samtengda ferðatilhögun að ræða en ekki þegar keypt er stök ferðatengd þjónusta svo sem stakur flugmiði eða stök hótelgisting. Í slíkum tilfellum verður kröfuhafi að gera kröfu í þrotabú viðkomandi eða beina kröfum að fyrirtækinu.

Að senda inn kröfu

Krafa í Ferðatryggingasjóð er send rafrænt, innskráning er með rafrænum skilríkjum, fyllt er út umsóknarform ásamt því að skila inn fylgigögnum til sönnunar um kröfuna, svo sem:

  • Ferðalýsingu
  • Kvittunum fyrir greiðslu eða millifærslu

Ferðamálastofa ákveður hvaða gögn teljast fullnægjandi til sönnunar um kröfu.

Telji Ferðamálastofa að frekari gagna sé þörf verður haft samband við kröfuhafa.

Einstaklingur  - form vegna kröfugerðar:
Einstaklingar skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á hlekknum hér að neðan.

Lögaðili - form vegna kröfugerðar:
Forsvarsmaður fyrirtækis (prókúruhafi) fylgir hlekknum hér að neðan, skráir sig inn með sínum rafrænu skilríkjum og velur fyrirtækið sem á í hlut. Ef veita á þriðja aðila umboð má sjá nánari leiðbeiningar hér veiting rafrænna umboða á island.is

Skilafrestur, uppgjör o.fl.

Ferðamenn skulu lýsa kröfum sínum skriflega og skulu þær berast innan tveggja mánaða frá birgingu áskrounar í Lögbirtingarblaðinu. Kröfur sem berast eftir þann tíma eru ekki teknar til greina.

Ferðamálastofa sér um uppgjör krafna og greiðir út samþykktar kröfur fyrir hönd Ferðatryggingasjóðs. Við uppgjör krafna eru ekki greiddir vextir eða annar kostnaður vegna kröfugerðar.

Kröfuhöfum er tilkynnt skriflega um ákvörðun Ferðamálastofu. Úrvinnsla tekur mislangan tíma eftir umfangi og fjölda krafna.

Niðurstöður Ferðamálastofu eru kæranlegar til menningar- og viðskiptaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík. Kærufrestur er 4 vikur frá dagsetningu ákvörðunarinnar.

Kröfuhafar eru einnig hvattir til að kanna rétt sinn til endurgreiðslu hjá sínu kortafyrirtæki eða tryggingarfélagi.

Nánari upplýsingar

Fyrirspurnir er hægt að senda á netspjall Ferðamálastofu og á netfangið krofur@ferdamalastofa.is.