Fara í efni

Framvindu- og lokaskýrslur

Samkvæmt reglugerð nr. 782/2017 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða greiðist styrkur út þegar verkefni er lokið og lokaskýrsla hefur verið samþykkt. Styrkþega er heimilt að skila inn framvinduskýrslu sem lýsir a.m.k. hálfnuðu verki og greiðist þá 40% af styrkfjárhæðinni við samþykkt hennar.

Lokaskýrslu ásamt fylgigögnum skal skila þegar verkefni er að fullu lokið samkvæmt verklýsingu sem finna má í 4.gr. í samningi styrkþega.

Nauðsynleg fylgigögn:

Með lokaskýrslu, og eftir atvikum framvinduskýrslu, skal skila eftirfarandi gögnum:

  • Myndum af framkvæmdastað sem lýsa aðstæðum við upphaf verkefnis og að því loknu. Myndir verða að vera í því formi að þær sýni gang verkefnis ef skilað er framvinduskýrslu.

  • Afrit af öllum reikningum. Nauðsynlegt er að láta excel skjal með yfirliti af öllum reikningum fylgja með í samræmi við kostnaðaráætlun eftirfarandi skýrslu.

  • Kostnaðaryfirlit um eigið framlag/mótframlag. Mótframlag styrkhafa miðast að jafnaði við 20% af styrkfjárhæð og getur verið í formi útgjalda eða vinnuframlags. Gera þarf grein fyrir mótframlaginu í formi vinnuskýrslu sem er þá undirrituð af t.d. sveitarstjóra, bæjarstjóra eða yfirmanni verkefnisins, reikningum, akstursskýrslu o.þ.h. 

Leiðbeiningar við útfyllingu:

Eyðublað fyrir framvindu- og lokaskýrslur sem senda þarf inn vegna styrkja frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, í samræmi við þau ákvæði sem kveðið er á um í styrkveitingunni. Sama eyðublaðið er notað fyrir báðar skýrslur.

Hér má nálgast eyðublaðið

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir gudrun@ferdamalastofa.is