Fréttir

Nýr formaður Iceland Naturally í N.-Ameríku

Samgönguráðherra hefur skipað Skúla Helgason, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, formann Iceland Naturally í Norður-Ameríku. Hann tekur við af Ingimundi Sigurpálssyni, forstjóra Íslandspósts. Ákveðið hefur verið að samgönguráðherra, forsætisráðherra og utanríkisráðherra fækki fulltrúum sínum í stjórninni úr tveimur í einn hver og verða Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Guðmundur Steingrímsson, tónlistarmaður og pistlahöfundur, fulltrúar forsætisráðuneytis og utanríkisráðuneytis, samkvæmt vef stjórnarráðsins. Fyrirtækin sem aðild eiga að samkomulaginu eru Icelandair, Icelandic USA, Glitnir, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Egill Skallagrímsson, 66° Norður, Bláa lónið og Reyka Vodka auk Bændasamtaka Íslands. Fleiri fyrirtæki eru að kanna aðild, samkvæmt vef stjórnarráðsins. 52 milljónir úr ríkissjóði á áriRíkissjóður leggur árlega fram 700.000 bandaríkjadali eða 52 milljónir króna í ár af fjárlagalið samgönguráðuneytis. Verkefninu er stýrt frá skrifstofu Ferðamálastofu í New York í samstarfi við viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í sömu borg.
Lesa meira

Ferðamálaráðstefnunni frestað

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta Ferðamálaráðstefnunni sem ákveðið var snemma í vor að halda 15. nóvember n.k. Eins og kunnugt er munu málefni ferðaþjónustunnar færast á milli ráðuneyta um áramót.Eðlilegra er því að ferðamálaráðstefnan verði færð um nokkrar vikur og haldin sem næst þeim tíma þegar yfirfærsla málaflokksins á sér formlega stað, frekar en í því ferli miðju. Ný dagsetning verður tilkynnt fljótlega en ráðstefnan verður í Reykjavík. Mynd: Frá ferðamálaráðstefnunni 2006.
Lesa meira

Nýr formaður NATA

Sérstakur samningur stjórnvalda í Færeyjum, Grænlandi og Íslandi um samstarf á sviði ferðamála hefur nú verið í gildi frá síðustu áramótum. Samstarfið ber heitið NATA og tók við að áralöngu samstarfi landanna undir heitinu Vestnorden. Formennska í NATA er í höndum Grænlendinga og nú um mánaðarmótin tekur við nýr formaður af þeirra hálfu, þar sem þeir hafa tilnefnt Bjarne Ecklund sem formann. Af hálfu Íslands sitja í stjórninni Áslaug Alfreðsdóttir, Gunnar Sigurðsson og Magnús Oddsson. ?Ég þekki vel til Bjarne og við höfum unnið saman áður að ferðamálum,? segir Magnús. ?Bjarne var ferðamálastjóri Danmerkur og þar áttum við mikið og gott samstarf í Nordisk Turistraad og einnig síðar þegar hann varð formaður Ferðamálaráðs Danmerkur um skeið. Nú hafa Grænlendingar tilnefnt hann sem formann í NATA og hlakka ég til samstarfs við Bjarne enn á ný á nýjum vettvangi,? segir Magnús.
Lesa meira

Mystery Shopping á Íslandi

Þann 7. september næstkomandi verður í fyrsta skipti hérlendis haldin kynning á aðferðafræði Mystery Shopping. Markmið Mystery Shopping  er að hjálpa fyrirtækjum að bæta sölu og þjónustu við viðskiptavini sína. Að viðburðinum stendur fyrirtækið Better Business. Daksráin hefst kl. 14 á Nordica Hotel og áætlað að henni ljúki um kl. 17:15. ?Mörg fyrirtæki leggja mikinn pening í markaðssetningu í þeim tilgangi að fá viðskiptavininn til sín í búðina, veitingastaðinn, hótelið, bankann o.s.frv. Þegar því markmiði hefur verið náð er mikilvægt að vel takist til við að sinna viðskiptavininum þegar hann mætir á staðinn,? segir m.a. í frétt frá Better Business. Nánari upplýsingar
Lesa meira

Starfsnám í ferðaþjónustu

Innritun stendur nú yfir í starfsnám í ferðaþjónustu sem kennt er í Menntaskólanum í Kópavogi, þ.e. í Ferðamálaskólann og Leiðsöguskólann. Meðal nýjunga í vetur er nám í leiðsögn með Íslendinga. Þær námleiðir sem boðið er uppá eru fimm: Hótelstjórnun ? nám á háskóalstigi sem kennt í í samstarfi við César Ritz Colleges í Sviss. Flugþjónustunám - Undirbúningsnám fyrir verðandi flugfreyjur og flugþjóna. Hagnýtt ferðafræðinám, fjarnám - Sérsniðið fyrir þá sem starfa við ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Starfstengt ferðafræðinám - Hagnýtt nám fyrir þá sem vilja starfa í ferðaþjónustufyrirtækjum. Leiðsögunám - Eins árs kvöldnám. Leiðsögunám tekur eitt skólaár og er kennt á kvöldin, þrjú kvöld í viku. Að loknu námi í kjarna stendur nemendum skólans til boða fjögur ólík kjörsvið: Afþreyingarleiðsögn, Almenn leiðsögn, Gönguleiðsögn og Leiðsögn með Íslendinga. Er hið síðasttalda nýjung í starfseminni. Sjá nánar
Lesa meira

Icelandair Group hlýtur samgönguverðlaun

Icelandair Group hlaut samgönguverðlaun samgönguráðherra sem veitt voru í fyrsta sinn í gær. Verðlaunin fær fyrirtækið og fyrirrennarar þess á sviði flugmála fyrir brautryðjendastarf og áratuga uppbyggingu á flugsamgöngum um Ísland og milli landa.      Lesa frétt á vef Samgönguráðuneytisins.    
Lesa meira

Iceland Express flýgur beint til Barcelona

Iceland Express hefur flug til Barcelona í vetur og hefst sala á hádegi þann 16. ágúst. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu verður Barcelona fimmtándi áfangastaðurinn sem flugfélagið flýgur til. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, á tímabilinu frá 9. nóvember til loka maí að undanskildu hléi frá miðjum desember fram til 1. febrúar. Flogið verður frá Keflavík kl. 16:25 föstudaga og mánudaga, en lagt af stað frá Barcelona til Keflavíkur kl. 23:10 að staðartíma föstudaga og mánudaga. Flugtíminn milli Keflavíkur og Barcelona er um 4 klukkutímar og 20 mínútur. Barcelona hefur verið einn af vinsælustu áfangastöðum Íslendinga síðustu ár og þótt ein af áhugaverðustu borgum Evrópu, með einstaka byggingarlist, fjölbreytt söfn og spennandi næturlíf.  
Lesa meira

Fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll það sem af er árinu

Í júlímánuði síðastliðnum fóru 309 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll og fjölgar þeim um 9,78% á milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá flugvellinum. Veruleg fjölgun farþega hefur átt sér stað á þessu ári og nemur 9% frá áramótum. Farþegar fyrstu sjö mánuði þessa árs voru rúmlega 1,4 milljónir samanborið við tæplega 1,2 milljónir frá janúar til júlí. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.   Júlí 07. YTD Júlí 06. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 125.494 531.600 118.057 489.985 6,30% 8,49% Hingað: 135.489 547.038 123.982 498.173 9,28% 9,81% Áfram: 6.711 22.925 1.645 9.441 307,96% 142,82% Skipti. 41.310 150.641 37.779 152.949 9,35% -1,51%   309.004 1.252.204 281.463 1.150.548 9,78% 8,84%
Lesa meira

Mikil fjölgun ferðamanna fyrri hluta ársins - Stefnir í 500.000 ferðamenn í ár

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um rúm 19% fyrstu 6 mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð. Mikil aukning var í júní síðastliðnum en þá fjölgaði ferðamönnum um fjórðung á milli ára. Í júní er aukning frá öllum markaðsvæðum. Frá áramótum til júníloka voru erlendir ferðamenn sem fóru um Leifsstöð 177.831 talsins, samborið við 149.132 í fyrra. Lítilháttar fækkun er frá Bandaríkjunum en fjölgun frá öllum öðrum mörkuðum. Á fyrstu sex mánuðunum eru Bretar fjölmennastir en Bandaríkjamenn og Danir í öðru og þriðja sæti eins og í fyrra. Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu kemur vöxturinn ekki á óvart en því hefur verið spáð að í lok árs hafi hingað komið yfir 500.000 erlendir ferðamenn í fyrsta sinn. ?Jafnt og þétt hefur orðið mikil aukning á sætaframboði í flugi, einkum til og frá Evrópu, Norðurlöndum og Bretlandi.  Aukið gistirými hefur fylgt með og stöðug markaðssetning hefur farið fram á öllum mörkuðum? segir Ársæll. Frekari upplýsingar: arsaell@icetourist.is Frá áramótum   2006 2007 Mism. % Bandaríkin                     25.083 22.746 -2.337 -9,3% Bretland                       28.432 34.255 5.823 20,5% Danmörk                        14.448 17.053 2.605 18,0% Finnland                       3.407 4.032 625 18,3% Frakkland                      6.883 7.059 176 2,6% Holland                        4.254 5.252 998 23,5% Ítalía                         2.099 2.674 575 27,4% Japan                          2.713 2.803 90 3,3% Kanada                         1.436 2.215 779 54,2% Kína 0 2.521     Noregur                        12.111 15.796 3.685 30,4% Pólland 0 5.520     Rússland 0 220     Spánn                          1.363 1.909 546 40,1% Sviss                          1.411 1.704 293 20,8% Svíþjóð                        10.958 13.326 2.368 21,6% Þýskaland                      11.521 12.360 839 7,3% Önnur þjóðerni                 23.013 26.386 3.373 14,7% Samtals: 149.132 177.831 28.699 19,2% Frá áramótum - markaðssvæði   2006 2007 Mism. % N.-Ameríka 26.519 24.961 -1.558 -5,9% Bretland 28.432 34.255 5.823 20,5% Skandinavía 40.924 50.207 9.283 22,7% Evrópa 27.531 36.478 8.947 32,5% Annað 25.726 31.930 6.204 24,1% Samals: 149.132 177.831 28.699 19,2%
Lesa meira

Fundur með íslenskum þátttakendum á Vestnorden

Ferðamálastofu hefur borist ósk um að haldinn verði fundur um þátttöku íslenskra fyrirtækja á Vestnorden  í Færeyjum í september. Í  ljósi þessarar beiðni er  boðað til fundar með  íslenskum þátttakendum og verður fundurinn  þriðjudaginn  7 ágúst  kl 15:00  á Grand Hótel.
Lesa meira