Fréttir

Ferðaverðlaun BMI publications afhent

Á World Travel Market á dögunum fékk Ferðamálastofa afhent ferðaverðlaun BMI publications útgáfufyrirtækisins. Eins og fram hefur komið er það sölufólk á ferðaskrifstofum og sjálfstæðir söluaðilar sem sendir inn tilnefningarnar og var Ferðamálastofa valin best í flokknum “Tourist Office offering best assistance to agents for Scandinavia & and the Baltics 2007.” Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu fyrir Bretland, veitti verðlaununum viðtöku og á meðfylgjandi mynd er hún með verðlaunagripinn, ásamt Martin Steady framkvæmdastjóra BMI. Undir hatti BMI publications eru ýmsir miðlar tengdir ferðaþjónustu þar sem verðlaunin verða rækilega kynnt og er því auglýsingagildið umtalsvert. Jafnframt má Ferðamálastofa nota merki (logo) verðlaunanna. Vert er að minna á í þessu sambandi að í byrjun ársins fékk Ferðamálastofa Finnsku gæðaverðlaunin í ferðaþjónustu sem afhent voru á MATKA ferðakaupstefnunni í Helsinki. Loks má benda á að myndir frá íslenska sýningarsvæðinu á World Travel Market eru nú komnar hér inn á vefinn.
Lesa meira

Málstofur um ferðamál á ráðstefnu í HÍ

Árlega stendur Háskóli Íslands fyrir ráðstefnu um félagsvísindi sem nefnd er Þjóðarspegill. Að þessu sinni verður ráðstefnan haldin á nýju Háskólatorgi föstudaginn 7. desember næstkomandi og verða tvær málstofur sérstaklega um ferðamál og ferðamálafræði. Báðar verða málstofurnar í stofu 105 á fyrstu hæð nýs Háskólatorgs og hefst sú fyrri kl. 11.00 og stendur til 13.00, sú síðari hefst þá og líkur 15.00. Þeir sem kynna eru taldir hér að neðan og munu kynna í þessari röð. Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræðum við HÍNýting náttúruperlu - Viðhorf hagsmunaaðila á Lakasvæðinu  Anna Karlsdóttir, lektor í ferðamálafræðum við HÍAð hafa heiminn í hendi sér!  Skemmtiferðaskip í hnattvæðingarsamhengi  Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs ÍslandsNýsköpun í íslenskri ferðaþjónustu ? hlutverk einstaklinga og hið opinbera Katrín Anna Lund, lektr í ferðamálafræðum við HÍÞýðing og gildi gönguferða fyrir náttúru, landslag, sál og líkama Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamálabrautar HólaskólaForsíða Íslands: athugun á landkynningarbæklingum Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við ferðamáladeild HólaskólaFræðsla og þjálfun í ferðaþjónustu Margrét Víkingsdóttir, verkefnisstjóri við Ferðamálasetur ÍslandsSvæðisbundin hagþróun og hlutverk ferðaþjónustu Rannveig Ólafsdóttir, dósent í ferðamálafræðum við HÍ og starfsmaður Ferðamálaseturs Íslands Íslensk víðerni: hrein ímynd eða ímyndun? - Kortlagning og mat ósnortinna víðerna með GIS ?
Lesa meira

BA hættir áætlunarflugi til Íslands

British Airways mun hætta áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Lundúna 28. mars 2008 þegar vetraráætlun félagsins lýkur á flugleiðinni. Verða þá liðin tvö ár frá því að flug félagsins hófst á þessari leið. Í frétt mbl.is kemur fram að haft verði samband við viðskiptavini sem bókað hafa flug með British Airways til og frá Keflavík eftir 28. mars 2008. Verður þeim boðin breyting á bókun eða full endurgreiðsla farseðilsins.
Lesa meira

Japönsk útgáfa af Evrópuvefnum

Evrópuvefurinn visiteurope.com heldur áfram að sækja í sig veðrið. Vefurinn er eins og fram hefur komið einkum hugsaður fyrir fjærmarkaði og nýjasta viðbótin er japönsk útgáfa sem opnuð var nú í vikunni. Vefurinn inniheldur annars vegar síður þar sem fjallað er um Evrópu almennt og hins vegar er um að ræða síður einstakra landa. Hvert og eitt land ber ábyrgð á að koma upplýsingum inn á sinn hluta vefsins og sér Ferðamálastofa um það sem að Íslandi snýr. Umsjón og rekstri vefsins er á hendi Ferðamálaráðs Evrópu, ETC. Ísland hefur verið aðili að ETC í um 40 ár og ber ekki sérstakan kostnað af vefnum umfram það vinnuframlag sem flest í vinnslu og innsetningu efnis sem viðkemur Íslandi, auk þýðingavinnu. Við njótum hins vegar til jafns við aðra góðs af því markaðs- og kynningarstarfi sem Ferðamálaráð Evrópu sinnir vegna verkefnisins. Í myndinni er japanska útgáfan af forsíðu Íslands á Evrópuvefnum.
Lesa meira

Ferðamönnum fjölgar um 15% fyrstu tíu mánuði ársins - Ferðamannatímabilið lengist

Erlendum ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um 6,5% í október síðastliðnum miðað við október í fyrra, samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þegar tveir mánuðir eru eftir af árinu hafa 413 þúsund erlendir ferðamenn komið til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll, fleiri en nokkru sinni fyrr og 15,6% fleiri en á sama tíma í fyrra. Í október munar mest um fjölgun á meðal Norðurlandabúa og Frakka á meðan fækkun er frá flestum öðrum mörkuðum miðað við sama tímabil í fyrra. Frá áramótum nemur fjölgun erlendra ferðamanna um Leifsstöð 15,6% eins og fyrr segir. Frá áramótum er góð fjölgun frá öllum helstu mörkuðum nema Bandaríkjunum og Japan. Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu er ánægjulegast að sjá að vormánuðir og haustmánuðir halda áfram að vaxa, sem er frumskilyrði fyrir aukinni arðsemi í ferðaþjónustu. ?Mikil fjárfesting hefur átt sér stað í nýjum áfangastöðum flugfélaganna, hótelum og öðrum þáttum afþreyingar, þá hefur á undanförnum misserum verið unnið markvisst í markaðssetingu á öllum mörkuðum í samvinu við atvinnugreinina. Það má ekki slaka á í markaðssetningunni, stöðugt fleiri nýir áfangastaðir verða áhugaverðir í augum ferðamanna og við þurfum að huga að samkeppnisstöðu okkar. Verðlag virðist hækka meira hér en í mörgum samkeppnislöndum og það vinnur gegn samkeppnishæfni okkar. En það er bjart framundan, og nú þarf að hleypa nýju blóði í þróun á nýjungum í Íslenskri ferðaþjónustu sem einkum koma landsbyggðinni til góða. Þá á ég einkum við tækifæri í menningartengdri ferðaþjónustu? segir Ársæll að lokum. Frá áramótum   2006 2007 Mism. % Bandaríkin                     51.391 48.004 -3.387 -6,6% Bretland                       58.445 64.754 6.309 10,8% Danmörk                        34.456 37.733 3.277 9,5% Finnland                       8.051 9.132 1.081 13,4% Frakkland                      19.973 21.412 1.439 7,2% Holland                        10.629 13.549 2.920 27,5% Ítalía                         8.427 10.111 1.684 20,0% Japan                          5.675 5.106 -569 -10,0% Kanada                         3.804 5.711 1.907 50,1% Kína                         0 8.597     Noregur                        25.176 31.296 6.120 24,3% Pólland                        0 12.953     Rússland                        0 632     Spánn                          7.623 9.135 1.512 19,8% Sviss                          5.741 6.712 971 16,9% Svíþjóð                        24.368 30.187 5.819 23,9% Þýskaland                      36.570 38.511 1.941 5,3% Önnur þjóðerni                 56.967 59.568 2.601 4,6% Samtals: 357.296 413.103 55.807 15,6%
Lesa meira

Sérverkefni Ferðamálaseturs Íslands

Ferðamálasetur Íslands hefur verið ráðið til tveggja verkefna gegnum verkfræðistofuna VGK Hönnun. Bæði snúa verkefnin að mati á áhrifum tiltekina framkvæmda á ferðaþjónustu og útivist á því svæði sem um ræðir. Í fyrra tilfellinu er skýrsla í vinnslu fyrir Landsvirkjun, Landsnet og Þeistareyki ehf. Hún fjallar um mat á áhrifum á ferðaþjónustu og útivist af fyrirhugaðri virkjun á Þeistareykjum og háspennulína frá Kröflu að fyrirhugaðri álverslóð að Bakka við Húsavík. Forstöðumaður FMSÍ Edward H. Huijbens vinnur að þeirri skýrslu sem byggir á viðtölum við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Skýrslu verður skilað í janúar 2008. Hægt er að hafa samband við Edward gegnum: edward@unak.is Í seinna tilfellinu er um að ræða mat á áhrifum uppbyggingar Hagavatnsvirkjunar sunnan Langjökuls á ferðaþjónustu á svæðinu. Þá skýrslu vinnur Kristín Rut Kristjánsdóttir, með aðstoð Rannveigar Ólafsdóttur, sérfræðings FMSÍ. Áætlað er að skýrsla komi út í desember 2007. Hægt er að hafa samband við Kristínu gegnum: krk1@hi.is
Lesa meira

Vilja fresta flutningi málefna ferðamála til iðnaðarráðuneytis

Á aðalfundi Ferðamálasamtaka Íslands var samþykkt ályktun um að beina þeim tilmælum til Alþingis að fresta flutningi málefna ferðamála frá samgönguráðuneyti til iðnaðarráðuneytis. ?Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands haldin á Flúðum 15. nóvember 2007 vekur sérstaka athygli á fyrirætlunum Ríkisstjórnar Íslands um uppstokkun ráðuneyta og þá sérstaklega á flutningi málefna ferðamála frá samgönguráðuneyti til iðnaðarráðuneytis. Undanfarna áratugi hafa átt sér stað stórstígar framfarir á öllum sviðum málefna ferðaþjónustu og treystir aðalfundurinn á að þau verðmæti, sú reynsla og þekking, sem orðið hafa til, fái að þróast áfram til eflingar ferðaþjónustunni. Aðalfundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til Alþingis Íslendinga að fresta fyrirhuguðum breytingum t.d. um eins árs skeið og nýta þann tíma til þess að samræma og undirbúa nauðsynlega þætti þessa mikilvæga máls betur. Einnig er mikilvægt að trygga aukið fjármagn til framkvæmdarinnar og atvinnugreinarinnar," samkvæmt ályktun aðalfundar.  
Lesa meira

Iceland Express kynnir sumaráætlun til Evrópu

Iceland Express mun fjölga sumaráfangastöðum sínum um tvo og fljúga til 15 áfangastaða í Evrópu næsta sumar. Varsjá er nýr áfangastaður Iceland Express auk þess sem Barcelona bætist í hóp sumaráfangastaða en flugfélagið hóf að fljúga til Barcelona nú í haust. Sala hófst í dag á farmiðum til Evrópu næsta sumar. Auk Varsjár og Barcelona mun Iceland Express fljúga til allra áfangastaðanna sem flogið var til nú í sumar, en þeir eru Alicante, London, París, Eindhoven, Frankfurt Hahn, Basel, Friedrichshafen, Berlín, Billund, Kaupmannahöfn, Gautaborg, Stokkhólmur og Ósló. Þar að auki mun áframhald verða á flugi frá Akureyri og Egilsstöðum til Kaupmannahafnar. Þetta verður því þriðja sumarið sem Iceland Express flýgur millilandaflug frá Akureyri og annað sumarið sem beint flug verður milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar. ?Það er afar ánægjulegt að bæta við áfangastöðum í Evrópu enn eitt árið. Stefna Iceland Express er að auka stöðugt samkeppni á flugmarkaði og gera almenningi sífellt auðveldara að komast til útlanda. Viðtökurnar hafa sýnt að við erum á réttri leið, Iceland Express hefur aldrei flutt jafn marga farþega og í ár og sumaráætlun okkar 2008 ber þess merki að við ætlum að gera enn betur á næsta ári,? segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express í frétt frá félaginu.
Lesa meira

World Travel Market fer vel af stað

Í gær hófst hin árlega ferðasýning World Travel Market í London. Sem fyrr sá Ferðamálastofa um undirbúning og skipulagningu fyrir Íslands hönd en 16 íslensk fyrirtæki auk Ferðamálastofu eru meðal þátttakenda. Það eru Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi fyrir Bretlandsmarkað, og Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs, sem standa vaktina í bás Ferðamálastofu. Að sögn Ársæls hefur sýningin farið mjög vel af stað og mikið verið að gera. "Sýningarbásinn er sérlega glæsilegur og frábærlega vel staðsettur. Við verðum vör við mikinn áhuga á Íslandi og þegar hafa 2 sjónvarpsstöðvar komið til að taka viðtöl," segir Ársæll. Líkt og fyrri ár er sýningarsvæðið sett upp í samstarfi við frændur okkar á Norðurlöndunum. Mikil að vöxtumWorld Travel Market er mikil að vöxtum en hún er haldin í glæsilegri sýningahöll, ExCel í Docklands, austast í London. Sýningarbásarnir eru um 700 talsins og þarna koma saman um 4.900 sýnendur frá öllum heimshornum. Sýningin stendur yfir fí fjóra daga. Fyrstu sýningardagana, mánudag og þriðjudag, er eingöngu ?trade? sem kallað er, þ.e. að einungis fagaðilum í viðskiptaerindum er veittur aðgangur. Á miðvikudaginn er síðan almenningur og fagaðilar í bland en síðasti dagurinn, fimmtudagur, er eingöngu hugsaður fyrir almenning. Mynd: Sigrún og Ársæll í bás Ferðamálastofu.      
Lesa meira

Hótel Borg í Conde Nast Traveller

Hótel Borg fær lofsamlega umfjöllun í hinu þekkta ferðatímariti Conde Nast Traveller. Eins og flestir vita er það eitt virtasta ferðatímarit í heimi og oft nefnt drottning ferðatímaritanna. Í opnugrein í blaðinu er merkri sögu Hótel Borgar gerð skil en fyrirsögnin er ?Art Deco chills out ? Rodney Bolt checks out the Icelandic capital?s most classiest Hotel...? Eins og hún ber með sér er talsvert lagt út af innréttingum og útliti hótelsins og virðist blaðamaðurinn hafa verið einkar sáttur við dvöl sína. Jafnframt fær veitingastaðurinn Silfur jákvæða umsögn. Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela sem reka Hótel Borg, segir ánægjulegt að fá slíka umfjöllun í tímariti á borð við Conde Nast Traveller og í því felist sannarlega verðmæti. ?Staðsetning og saga Hótels Borgar markar því vissulega ákveðna sérstöðu sem bera þarf virðingu fyrir. Á síðustu misserum hefur allt hótelið verið endurnýjað, jafnt innan dyra sem utan, enda viljum við standa undir þeim kröfum um gæði sem viðskiptavinir okkar búast við,? segir Páll. Þess má geta að blaðamaðurinn, Rodney Bolt, kom hingað til lands á vegum Ferðamálastofu og Icelandair og gisti einnig á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Munu greinar hans um Ísland birtast í fleiri tímaritum á næstunni.
Lesa meira