Fara í efni

Ferðasali dagsferða

Leyfi ferðasala dagsferða tekur til aðila sem selja ferðir sem ekki falla undir lögin um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Leyfi ferðasala dagsferða er einungis fyrir þá sem bjóða aðeins stakar ferðir sem eru styttri en 24 klst. og fela ekki í sér gistingu.

Hverskyns samsetning og samtenging við aðra þjónustu getur kallað á stærra leyfi. Þannig að t.d. um leið og gisting bætist við þarf ferðaskrifstofuleyfi, eins og nánar er lýst undir liðnum Ferðaskrifstofur hér á vefnum.