Fara í efni

Tillögum skilað að endurskoðaðri ferðamálaáætlun

Skógarfoss
Skógarfoss

Eins og áður hefur komið fram skipaði þáverandi samgönguráðherra í febrúar síðastliðnum stýrihóp til að endurskoða ferðamálaáætlun 2006-2015. Stýrihópurinn skilaði tillögum sínum til samgönguráðherra síðastliðinn föstudag.

Í stýrihópnum voru sömu aðilar og í þeim hópi sem stýrði vinnu við gerð áætlunarinnar upphaflega; Magnús Oddson formaður, Erna Hauksdóttir og Helga Haraldsdóttir. Hópurinn réði síðan Sunnu Þórðardóttur sem verkefnisstjóra. Í skipunarbréfi hópsins sagði að þar sem gengið hefði betur en áætlað var aða vinn að markmiðum áætlunarinnar væri eðlilegt að flýta endurskoðun hennar. Stýrihópnum var gefinn frestur til loka ágúst til að ljúka verkinu. Á heimasíðum Ferðamálastofu, samgönguráðuneytis og SAF gafst tækifæri til að koma á framfæri ábendingum og gera athugasemdir eftir því sem verkefnið þróaðist.

Til marks um grósku innan greinarinnar
?Við skiluðum frá okkur tillögum að breyttri ferðamálaáætlun fyrir árin 2008-2015 og það kom í ljós að þótt gildandi ferðamálaáætlun hafi aðeins verið í gildi í 20 mánuði þá voru fjölmörg atriði sem hafa breyst, bæði innan greinarinnar og í umhverfi hennar, sem kalla að okkar mati á breytingar í áætluninni?, segir Magnús Oddsson ferðamálstjóri og formaður stýrihóps. ?Það sýnir bara enn og aftur það líf sem er í þessari atvinnugrein og hve allar breytingar eru þar örar. Því er nauðsynlegt að bregðast fljótt við síbreytilegu umhverfi og tryggja samkennishæfni til næstu ára,? bætir Magnús við.