Fara í efni

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll

Fjöldi brottfararfarþega eftir þjóðerni er metinn út frá úrtaksmælingu á meðal farþega á Keflavíkurflugvelli allt árið um kring. Mælingin gefur góða vísbendingu um þjóðernaskiptingu þeirra ferðamanna sem koma til Íslands. Ítarlega lýsingu á aðferð við mælinguna má finna í lýsigögnum hér neðar á síðunni.

Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll 2002-2024

Excel-skjalið hér að neðan hefur að geyma sex síður. Á fyrstu síðunni er gerð grein fyrir framkvæmd verkefnisins og síðan fylgja 5 síður með mismunandi samanburði.

 1. Brottfarir eftir mánuðum og þjóðernum 2002-2024:
  Tafla fyrir hvert ár sem sýnir fjölda brottfararfarþega eftir helstu þjóðernum sem eru talin í hverjum mánuði. Uppfært mánaðarlega.
 2. Samantekt eftir þjóðernum 2003-2023:
  Niðurstöður sundurliðaðar eftir þjóðernum og árum. Uppfærðar í byrjun hvers árs.
 3. Samantekt - mánuðir 2003-2024:
  Niðurstaða hvers árs um sig brotið niður á mánuði. Breyting milli ára og dreifing innan ársins. Uppfært mánaðarlega.
 4. Brottfarir eftir árstíðum 2003-2023:
  Niðurstaða hvers árs, brotið niður eftir árstíðum. Uppfært í byrjun hvers árs.
 5. Brottfarir eftir mánuðum og þjóðernum 2017-2024:
  Tafla fyrir hvert ár sem sýnir fjölda brottfararfarþega eftir öllum þjóðernum sem eru talin í hverjum mánuði. Uppfært mánaðarlega.

Lýsigögn fyrir brottfarartalningar farþega

Hér að neðan má nálgast lýsigögn fyrir brottfarartalningar farþega frá Íslandi. Með þeim er leitast við að varpa skýrara ljósi á hvernig mælingar fara fram og hvernig niðurstöður eru birtar.

Opna lýsigögn

Athugið að lýsigögnin eiga einnig við um Íslendinga sem fara erlendis. Sjá undir liðnum: Utanferðir Íslendinga