Fréttir

Icelandair kynnir nýtt fargjaldakerfi

Icelandair hefur kynnt nýtt fyrirkomulag á fargjöldum félagsins. Samkvæmt fyrstu fréttum felur felur það meðal annars í sér að mögulegt verður að kaupa farmiða aðra leið. Ennfremur er gert ráð fyrir meiri sveigjanleika í fargjöldum félagsins á viðskiptafarrými.  
Lesa meira

Nýtt hótel við Lækjargötu í Reykjavík

Nýtt hótel mun eftir tvö ár bætast við í hóp Icelandair-hótelanna. Það verður til húsa við Lækjargötu 12, þar sem lengst af voru höfuðstöðvar gamla Iðnaðarbankans og hýsir nú eitt af útibúum Glitnis. Gengið hefur verið frá samningum þessa efnis í gær á milli Icelandair Hotels Group og Rivulus ehf., sem er í eigu Glitnis. Um fjögurra stjörnu hótel verður að ræða með 133 herbergjum, líkamsræktaraðstöðu og veitingasal á efstu hæð hússins. Byggt verður talsvert við það á óbyggðum lóðum sín hvorum megin við húsið. Nýja hótelið á að hefja rekstur í maí árið 2009.
Lesa meira

Annar áfangi Selaseturs Íslands opnaður

Annar áfangi Selaseturs Íslands var opnaður fyrr í mánuðinum. Um er að ræða sýningu í nýuppgerðu rými á jarðhæð setursins. Á sýningunni er leitast við að virkja sem flest skilningarvit sýningargesta, bæði með hljóði og mynd, segir í frétt frá Selasetrinu. Þar má m.a. finna neðansjávarherbergi, uppstillingar úr sellátri og fuglabjargi auk sýningar á grænlenskum selskinnsklæðnaði frá Narsaq safninu á Suður Grænlandi. Aðstandendur setursins vonast til að heildar gestafjöldi  á þessu ári verði á bilinu 4000 - 5000 manns. Selaetur Íslands rekur einnig upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Setrið er opið frá 9 - 18 alla daga yfir sumarmánuðina.  
Lesa meira

Veruleg fjölgun ferðamanna fyrstu 5 mánuði ársins

Erlendum ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um tæp 17% fyrstu fimm mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þeir voru rúmlega 122 þúsund í ár en rúmlega 104 þúsund í fyrra. Sé litið á tölur síðustu tveggja mánaða  þá fjölgaði ferðamönnum um rúm 9% í apríl og rúm 10% í maí. Í apríl, líkt og fyrri mánuði ársins, var fjölgunin mest meðal Breta. Í maí eru hins vegar íbúar á meginlandi Evrópu (Þýskalandi, Frakklandi Hollandi og Spáni) að koma sterkt inn, ásamt Norðmönnum. Nefna má að í maí í ár voru erlendir ferðamenn sem fóru um Leifsstöð 34.256 talsins, sem er álíka fjöldi og í júní fyrir fjórum árum síðan. Yfir 40% fjölgun á fjórum árumFrá áramótum hefur verið góður vöxtur frá flestum mörkuðum að N.-Ameríku undanskyldri. Þar var búist við fækkun vegna breyttar vetraráætlunar í flugi. Sé litið fjögur ár aftur í tímann, til ársins 2003, þá kemur í ljós að erlendum ferðamönnum á þessu tímabili hefur fjölgað um rúmlega 43%. Árið 2003 fóru 85 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð en voru rúmlega 122 í ár, sem fyrr segir.  Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálsstofu er afar ánægjulegt að sjá slíka aukningu yfir veturinn. "Aukin áhersla hefur verið lögð á markaðssetningu á vetrarferðir undanfarið og verður svo áfram. Það munar auðvitað mest um aukningu á framboði flugsæta til landsins sem hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Því hefur fylgt mikil fjárfesting í gistirými og afþreyingu," segir Ársæll. Í töflunni hér að neðan má sjá földa ferðamanna fyrstu 5 mánuði ársins 2006 og 2007. Heildarniðurstöður talninganan eru aðgengilegar hér  á vefnum undir liðnum "Talnaefni/Fjöldi Ferðamanna". Frá áramótum   2006 2007 Mism. % Bandaríkin                     17.505 13.958 -3.547 -20,3% Bretland                       21.819 27.661 5.842 26,8% Danmörk                        11.139 12.421 1.282 11,5% Finnland                       2.275 2.534 259 11,4% Frakkland                      4.463 4.870 407 9,1% Holland                        3.043 3.525 482 15,8% Ítalía                         1.183 1.563 380 32,1% Japan                          2.206 2.340 134 6,1% Kanada                         994 1.222 228 22,9% Kína 0 742     Noregur                        9.231 11.418 2.187 23,7% Pólland 0 3.440     Rússland 0 143     Spánn                          806 1.225 419 52,0% Sviss                          680 863 183 26,9% Svíþjóð                        7.865 9.270 1.405 17,9% Þýskaland                      6.491 7.013 522 8,0% Önnur þjóðerni                 14.841 17.896 3.055 20,6% Samtals: 104.541 122.104 17.563 16,8%
Lesa meira

Of stór fyrir Pollinn

Queen Elizabeth II, eitt stærsta skemmtiferðaskip heims, kom til Akureyrar í morgun en áður hafði skipið haft viðkomu í Reykjavík og á Ísafirði. Raunar er skipið of stórt fyrir Pollinn á Akureyri og stoppaði því utan við Oddeyrina þaðan sem farþegar voru ferjaðir á land. Von er á a.m.k. 60.000 ferðamönnum til landsins í sumar með skemmtiferðaskipum. Í Reykjavíkurhöfn hafa skemmtiferðaskip viðkomu 75 sinnum í sumar, flest koma einnig til Akureyrar og mörg hafa viðkomu á fleiri höfnum um landið. Hafa aldrei fleiri skip komið hingað á einu sumri og þá færist í vöxt að skipin stoppi á mörgum stöðum. Queen Elizabeth II var sannarlega tignarleg þar sem hún lá á Eyjafirði í morgun og var haft á orði að hún nánast fyllti upp í fjörðinn.
Lesa meira

Viðurkenning til Höfuðborgarstofu

Höfuðborgarstofa hlaut sérstaka viðurkenningu á ársþingi samtakanna European City Marketing í Aþenu í vikunni fyrir gott markaðsstarf og kynningu á Reykjavík. Verðlaunin voru nú afhent í fyrsta sinn en samtökin samanstanda af 130 borgum í Evrópu. Dómnefndin lýsti því yfir að Höfuðborgarstofa hefði að þeirra mati náð einstökum árangri. Markaðssetning væri frumleg og fersk, stefnan skýr og árangurinn langt umfram það sem búast má við af svo lítilli markaðssskrifstofu. Tvenns konar verðlaun voru veitt, annarsvegar fyrir borg sem áfangastað og hlaut York á Englandi  þau verðlaun og hins vegar fyrir ferðamálastofu Evrópuborgar. Reykjavík var tilnefnd sem ein af fimm ferðamálastofum borga og hlaut Gautaborg verðlaunin. "Við erum mjög stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu frá stærstu fagsamtökum í ferðaþjónustu í Evrópu. Þetta er sannarlega hvatning til þess að halda áfram á sömu braut og kynna Reykjavík enn betur sem áhugaverðan og einstakan áfangastað," segir Svanhildur Konráðsdóttir, sviðstjóri menningar-og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar
Lesa meira

Vetrarferðir á landsbyggðinni í sókn

Mikil gróska hefur verið í ferðaþjónustu um land allt síðustu misserin og tekist að auka ferðaþjónustu utan hins hefðbundna háannatíma, þ.e. í júní, júlí og ágúst. Fleiri ferðamenn koma nú yfir veturinn en yfir sumarið. Ferðamálastofa vinnur nú í samvinnu við ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni og söluaðila á erlendum mörkuðum að þróa enn frekar ferðamöguleika á landsbyggðinni yfir veturinn. Vetrarríki í Mývatnssveit.Seinnihluta maímánaðar stóð skrifstofa Ferðamálastofu í Evrópu að fundum með erlendum ferðaheildsölum á heilsársmörkuðum Íslandsferða á svæðinu, þ.e. Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi. Á fundina mættu ennfremur fulltrúar ferðamálasamtaka landsbyggðarinnar, sem fengu þar tækifæri til að hitta helstu aðila í sölu Íslandsferða á þessum mörkuðum, greina frá möguleikum sem hvert svæði hafa upp á að bjóða utan háannatíma og taka þátt í fjörugum umræðum við heimamenn að kynningunum loknum. Tilgangurinn var að þessir aðilar sem að öllu jöfnu hafa ekki mikinn samgang myndu í raun kynna hvor öðrum ?vöruna? og ?markaðinn?.  Einnig tók Icelandair þátt í verkefninu. Tækifærin eru til staðar út á landiÍ framhaldi af þessu var svo boðað til vinnufundar 12. júní í Reykjavík þar sem fulltrúar svæðanna reifuðu það markverðasta af fundunum þremur með íslenskum þjónustu- og söluaðilum og fóru yfir hvernig halda má áfram að þróa vænlegar söluvörur landsbyggðarinnar fyrir Evrópumarkaði. Það var mál manna að fundirnir hefðu heppnast mjög vel. Ársæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu segir aðspurður um tilgang þessara funda: ?Það eru frábær tækifæri úti á landi til að auka vetrarsölu til erlendra ferðamanna. Landsvæði þurfa að taka höndum saman og þróa vöru- og þjónustuframboð til ákveðinna markhópa á völdum erlendum mörkuðum. Við þurfum að kortleggja þessa möguleika og koma þeim áfram á framfæri? Nú er lagSem fyrr segir var það skrifstofa Feðamálastofu í Evrópu sem stóð fyrir fundunum ytra og Davíð Jóhannsson forstöðumaður kvaðst mjög sáttur með árangurinn. ?Við stöndum í rauninni frammi fyrir tveimur áskorunum utan háannatíma. Annars vegar að koma landsbyggðinni betur inn á kortið og hinsvegar að auka strauminn frá þessum þremur mörkuðum um þennan tíma en þeir hafa ekki vaxið jafn hratt um þennan tíma og t.d. Bretland eða Norðurlöndin. Nú er lag. Ferðagleði fólks á þessum mörkuðum er að aukast, með breyttu mynstri þar sem fleiri og styttri ferðir eru farnar, flugtíðnin til Íslands er jafnt og þétt að aukast héðan og margt sem að landsbyggðin hefur upp á að bjóða á vekur athygli. Þar þurfa menn hins vegar að fókusera vel og vera tilbúnir að leggja út í ákveðin fórnarkostnað, því þetta er langur og grýttur vegur. Með þessum fundum hefur eitt þegar unnist: Gangan er hafin,? segir Davíð. Mjög markvisstYngvi Ragnar Kristjánsson hefur unnið ötullega að þróun vetrarferða á Mývatnssvæðinu og er með 15 manns í vinnu allt árið við þjónustu ferðamanna. Að sögn hans eru mörg tækifæri í vetrarferðamennsku og lýsti hann yfir ánægju með þetta framtak Ferðamálastofu og fyrirkomulag fundanna. ?Fundirnir og skipulag þeirra var mjög markvisst og sérlega ánægjulegt að fá þennan vettvang þar sem kastljósinu er beint að vetrinum. Þarna hittum við þá aðila sem eru að selja landið, gátum kynnt fyrir þeim hvað Ísland hefur að bjóða á veturna og fengum síðan líflegar umræður í lokin, sem var gulls í gildi,? segir Yngvi Ragnar. Bæði glaður og hryggurÍ raun sagðist hann vera bæði glaður og hryggur í kjölfar þessara funda. ?Ég er glaður vegna þess að söluaðilarnir voru sammála um að markaðurinn fyrir vetrarferðamennsku á Íslandi væri til staðar en hryggur vegna þess að einhverra hluta vegna hafa þau skilaboð ekki komist til skila til þeirra fram til þess. Maður spyr sig því hvað hefur brugðist, hvernig á því stendur að söluaðilarnir vissu ekki af þessum möguleikum. En bara það eitt að komast að þessu er mikilvægt fyrir okkur. Mér sýnist því ljóst að við þurfum að vera duglegri við að sýna veturinn því hann er það tímabil sem okkur vantar hvað mest út á landi. Við spurðum líka söluaðilana hverja þeir teldu vera söluvöruna. Hvort það væri t.d. norðurljósin eða afþreyingin. Samdóma álit þeirra var hins vegar að söluvaran væri íslensk náttúra í vetrarbúningi. Hún er einsök í sinni röð, rétt eins og íslensk náttúra á sumrin á enga sinn líka. Hins vegar eru auðvitað norðurljósin, þjónusta og afþreying á staðnum líka nauðsynleg til að njóta vetrarins til hins ýtrasta. En hér eigum við verk að vinna og sóknarfæri sem við þurfum að nýta,? segir Yngvi Ragnar.
Lesa meira

Skráning og auglýsingar í Íslandsbækling 2008

Nú er hægt að fara að panta skráningu og auglýsingar í Íslandsbækling Ferðamálastofu fyrir árið 2008. Hér er um að ræða myndskreyttan landkynningarbækling sem kemur út árlega í um 450 þúsund eintökum og er dreift víðsvegar um heim. Íslandsbæklingurinn kemur út á tímabilinu í október/ nóvember ár hvert. Hann er á 12 tungumálum; ensku, dönsku, sænsku, norsku, finnsku, hollensku, ítölsku, spænsku og frönsku auk sérútgáfu fyrir þýskumælandi lönd, og Norður-Ameríku,Japan og Kína. Upplagið er sem fyrr segir 450 þúsund eintök. Skrifstofur Ferðamálastofu erlendis, sem og ferðaheildsalar í viðkomandi löndum, annast dreifingu bæklingsins, auk þess sem hann er kynntur á ferðasýningum víðsvegar um heim og sendur til íslenskra sendiráða og ræðismanna. Íslandsbæklingurinn er einnig settur inn á landkynningarvefi stofnunarinnar í PDF-útgáfu. Leitað er eftir þátttöku aðila í ferðaþjónustu í kostnaði við gerð bæklingsins.  Í miðju hans er að finna gulu síðurnar. Þær skiptast í 5 aðalflokka: Travel Facts Transportation Tours Activities Accommodation Undir hverjum aðalflokki eru síðan undirflokkar. Þar gefst kostur á að fá birt nafn fyrirtækisins, síma- og faxnúmer auk netfangs/heimasíðu, alls 4 línur.Vinsamlegast takið fram undir hvaða aðalflokki/flokkum þið viljið fá skráningu. Skráningargjald grunnskráningar er 68.000.- 50% afsláttur er veittur af hverri skráningu eftir þá fyrstu Ef keypt er stærri auglýsing í bæklingnum fæst 1 grunnskráning frí með auglýsingunni. Upplýsingarnar skulu sendar á skrifstofu Ferðamálastofu, Akureyri fyrir 1. júlí næstkomandi. Faxnúmerið er: 464-9991 og eins er hægt að nálgast upplýsingar í gegnum netfangið: upplysingar@icetourist.is  Pöntunarblað fyrir auglýsingu og skráningu í Íslandsbækling 2008  (PDF)
Lesa meira

Endurskoðun ferðamálaáætlunar

Eins og fram hefur komið stendur nú yfir endurskoðun á ferðamálaáætlun 2006-2015. Stýrihópurinn sem vinnur að endurskoðuninni hefur farið yfir þrjá málaflokka áætlunarinnar, sem eru umhverfismál, gæða- og öryggismál og grunngerð. Hér að neðan má sjá markmið og leiðir auk aðgerða- og framkvæmdaáætlanir málaflokkana en þannig líta þeir út á þessu stigi. Óskað hefur verið eftir ábendingum og athugasemdum og verður tekið við þeim til sunnudagsins 17. júní 2007. Ábendingar sendist til: sunna@icetourist.is Umhverfismál: Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: Ríkisstjórnin einsetur sér að Ísland verði í fararbroddi þjóða heims í umhverfismálum. Ríkisstjórnin stefnir að því að ná víðtækri sátt um verndun verðmætra náttúrusvæða landsins. Sérstök áhersla verði lögð á að meta verndargildi háhitasvæða landsins og flokka þau með tilliti til verndar og orkunýtingar. Markmið.-  Náttúra Íslands verði varðveitt, enda einn mikilvægasti þátturinn í ímynd landsins. - Ásýnd landsins verði varin. -  Ferðamenn dreifist um landið til að jafna álag. -  Vitund ferðamanna, fyrirtækja og stofnana um þýðingu umhverfisverndar aukist. - Tryggt verði gjaldfrjálst aðgengi að landinu en gjaldtaka verði heimiluð fyrir veitta þjónustu og/ eða sérstaka aðstöðu. - Skipulag ferðamannastaða taki mið af góðu samspili nýtingar og verndar. Leiðir.- Gerð verði sem fyrst landnýtingaráætlun þar sem litið er til þarfa og áherslna ferðaþjónustunnar. - Uppbygging nýrra áfangastaða verði auðvelduð með góðu aðgengi, auknu samstarfi og aðgengi að fjármagni. - Fulltrúar ferðaþjónustunnar verði í stjórn þjóðgarða. - Raflínur verði lagðar í jörð.   Umhverfismál - Aðgerða- og framkvæmdaáætlun ? Gert verði ráð fyrir 100 milljónum kr. árlega frá og með árinu 2008 til úrbóta og viðhalds ferðamannastaða. ? Stofnaður verði samstarfsvettvangur vegna uppbyggingar nýrra áfangastaða með aðkomu opinberra aðila og annarra hagsmunaaðila. ? Skilgreint verði í nánu samráði við ferðaþjónustuna fyrir árslok 2008 hvaða aðstaða og/eða þjónusta skuli vera til staðar í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum (friðlöndum). Á árinu 2009 verði gefnar út leiðbeiningar í samræmi við niðurstöður. Gæða- og öryggismál: Markmið.-  Þjónusta á Íslandi uppfylli eða sé umfram væntingar ferðamanna um gæði og öryggi.-  Nauðsynlegt aðhald með flokkun og vottun sé til staðar og skilvirkni sé gætt.-  Neytendur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um forsendur flokkunarkerfa.-  Nauðsynlegar upplýsingar fyrir ferðamenn, m.a. um veður og ástand vega, séu aðgengilegar, auðskildar og í samræmi við árstíð.-  Tryggður verði gagnagrunnur upplýsinga um ferðaþjónustu fyrir neytendur.-  Ferðamönnum sem ferðast um Ísland sé ljóst að þeir beri fulla ábyrgð á eigin gjörðum á ferð um landið.-  Til sé áætlun um hvernig skuli koma upplýsingum til ferðamanna í neyðartilfellum, svo sem við náttúruhamfarir. Leiðir. ? Rekstrarleyfi í ferðaþjónustu verði aðgengileg viðskiptavinum.  ? Áfram verði unnið að eflingu flokkunarkerfa í gæða og umhverfismálum og þau  kynnt fyrir rekstraraðilum og neytendum. ? Ferðamönnum sem ferðast um Ísland verði gert ljóst að þeir beri fulla ábyrgð áeigin gjörðum og þeim beri að fylgja leiðbeiningum sem þeir fá eða eru settar fram á viðkomustöðum þeirra.   Gæða- og öryggismál - Aðgerða- og framkvæmdaáætlun ? Allir leyfisveitendur hafi nákvæmar upplýsingar um starfsleyfi fyrirtækja á heimasíðum sínum.? Áfram verði haldið með gæðakannanir meðal innlendra og erlendra ferðamanna. Hvor um sig verði gerð annað hvert ár.  ? Áfram verði eflt samstarf við almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra um hvernig skuli koma upplýsingum til ferðamanna í neyðartilfellum s.s. við náttúruhamfarir. Flýtt verði vinnu við alþjóðlegar merkingar í samgöngukerfinu. ? Ábendingum verði komið á framfæri í opinberum upplýsingum, um ábyrgð ferðamanna á eigin gjörðum á meðan ferð þeirra um landið stendur.? Í upplýsingum opinberra aðila verði leitast við að vekja sérstaka athygli á þeim sem eru gæða- og umhverfisvottaðir. Grunngerð: Markmið.-  Traust grunngerð samfélagsins styðji við ferðaþjónustu.-  Ferðamenn greini yfirburðarþjónustu, öryggi og alþjóðlegan brag í grunngerð samfélagsins.-  Fyrirkomulag upplýsingagjafar til ferðamanna sé skilvirkt og aðgengi að upplýsingum gott.-  Uppbygging samskipta- og fjarskiptakerfis landsins taki m.a. mið af þörfum ferðaþjónustunnar. -  Áhersla verði lögð á að almenningssamgöngur um landið myndi heildstætt net og séu aðgengilegar allt árið.- Vegir að helstu ferðamannastöðum verði opnir allt árið.- Áfangastaðir og ferðaþjónustufyrirtæki tileinki sér hugmyndafræðina ?Aðgengi fyrir alla?.- Tryggð verði virkni ákvæðisins um almannarétt í náttúruverndarlögum (nr 44. 1999. þriðji kafli, Almannaréttur, umgengni og útivist).- (Skemmtiferðaskip og hafnir). Leiðir.-  Opinberar upplýsingar um löggæslu, heilsugæslu, almenningssamgöngur og almannavarnir verði aðgengilegar á erlendum tungumálum auk íslensku.-  Við gerð almannavarnaáætlana sé tryggt að upplýsingar um hættuástand og viðbrögð nái til fólks á ferð um landið.-  Upplýsingamiðstöðvar sem lúta opinberu eftirliti verði auðkenndar sérstaklega. Grunngerð - Aðgerða- og framkvæmdaáætlun ? Unnin verði sérstök áætlun til 2014 um rekstur og uppbyggingu samgangna fyrir ferðamenn, þ.e. flugvelli, vegi og hafnaraðstöðu fyrir skemmtiferðaskip og farþegabáta. Flokka þarf hvar eigi að vera frumstæð aðstaða og hvar eigi að byggja upp og forgangsraða (sbr. Samgönguáætlun 2003-2014 bls. 43). (Unnið verði að skilgreiningu á þörfum ferðaþjónustunnar fyrir flugvelli í samráði við Ferðamálastofu og Samtök ferðaþjónustunnar/( Samgönguáætlun 2007-2018 bls. 37)). ? Tryggð verði aðkoma hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar að framkvæmd samgönguáætlunarinnar. ? Skilgreindar verði þarfir ferðaþjónustunnar varðandi merkingar í samgöngukerfinu og upplýsingar um almannaþjónustu 2008. ? Áfram verði unnið að því að GSM samband verði komið á við allan hringveginn og á fjölsóttustu ferðamannastöðum. ? Áfram verði starfandi samráðshópur um verkefnið ?Aðgengi fyrir alla?. ? Stjórnvöld myndi í byrjun árs 2008 samráðshóp stjórnvalda og ferðaþjónustunnar um hvernig tryggja megi almannarétt. ? Um aðrar aðgerðir varðandi grunngerð vísast til samgönguáætlunar ríkistjórnarinnar.
Lesa meira

Íslandskynningar í Svíþjóð

Meðal þeirra kynninga á Íslandi sem Ferðamálastofa hefur komið að nýverið eru vel heppnaðir viðburðir í Stokkhólmi. Ísland hefur því verið áberandi þar í landi upp á síðkastið með ýmsum hætti. Síðustu helgina í maí var haldin árleg ferðakynning í Kungsträdgården í Svíþjóð. Hún er úti undir beru lofti og dró að sér mikið fjölmenni. Ferðamálastofa tók þátt í samvinnu við Hekla Travel, Islandia og Atlantöar/Islandsresor. ?Mér fannst áberandi hvað fólk var áhugasamt um Ísland og það sem við höfðum að sýna, segir Ulrika Petersson, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu á Norðurlöndunum. Í fyrradag var síðan haldin kynning í miðborg Stokkhólms í samvinnu við íslenska sendiráðið, Icelandair og fleiri íslensk fyrirtæki. Meðal annars var haldin keppni kraftajötna þar sem Ísland og Svíþjóð mættust. Meira jafnræði var þar á ferðinni en á knattspyrnuvellinum og enduðu leikar jafnir. Um kvöldið var boðið upp á tónlistardagskrá þar sem Stuðmenn, Björgvin Halldórsson og KK komu fram. Myndin hér að ofan er tekin á ferðakynningunni í Kungsträdgården en hér fyrir neðan eru síðan nokkrar myndir frá kraftakeppninni.
Lesa meira