Fara í efni

Leyfi og löggjöf

Meðal hlutverka Ferðamálastofu er útgáfa leyfa vegna sölu og skipulagningar ferða, eftirlit með leyfisskyldri starfsemi og utanumhald um skráningarskylda starfsemi svo sem upplýsingamiðstöðvar og ADS skráningar vegna móttöku ferðahópa frá Kína. Ferðamálastofa gefur út Ferðaskrifstofuleyfi fyrir sölu og skipulagningu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar og leyfi ferðasala dagsferða vegna ferða sem vara skemur en 24 klst. þar sem gisting er ekki innifalin.

Ferðamálastofa kemur einnig að mótun lagaumhverfis fyrir ferðaþjónustu m.a. í gegnum undirbúning laga og reglugerða og samstarfi við stjórnvöld á breiðum grunni.

fi