Fara í efni

Niðurfelld leyfi - ferðaskrifstofur

Niðurfelling ferðaskrifstofuleyfis getur verið af tvennum toga:

• Niðurfelling leyfis að beiðni leyfishafa
• Niðurfelling leyfis að frumkvæði Ferðamálastofu

Viðskiptavinir sem telja sig eiga kröfu á ferðaskrifstofu vegna kaupa á pakkaferð eða samtengdri ferðatilhögun sem ekki er framkvæmd vegna niðurfellingar leyfis geta gert kröfu í Ferðatryggingasjóð.

Niðurfelling að beiðni leyfishafa

Óski leyfishafi niðurfellingar ferðaskrifstofuleyfis verður hann að senda Ferðamálastofu formlega beiðni um niðurfellingu.

Beiðnina skal senda á netfangið mail@ferdamalastofa.is, ásamt greinargerð með þeim upplýsingum sem um er beðið hér að neðan:

  • Hvort útistandandi séu kröfur vegna sölu á pakkaferðum.
  • Upplýsingar um hvort farþegar séu í pakkaferð á vegum ferðaskrifstofunnar og/eða hvort einhverjir farþegar hafi keypt pakkaferð sem enn er ófarin.
  • Staðfestingu á að engin starfsemi ferðaskrifstofu sé fyrir hendi.

Uppfæra þarf vef/vefi fyrirtækisins þannig að ekki sé boðið upp á leyfisskylda starfsemi þar eða loka vefnum ef rekstri er endanlega hætt.

Ef kröfur eru útistandandi vegna pakkaferða skal senda Ferðamálastofu ítarlegar upplýsingar um áætlaðar kröfur. Um er að ræða upplýsingar um:

  • pakkaferðirnar, 
  • nafn/nöfn þeirra sem keyptu pakkaferð og tengiliðaupplýsingar, 
  • hversu mikið hefur verið greitt inn á ferðir, 
  • hvort búið sé að greiða birgjum fyrir einhverja þjónustu sem var innifalin í pakkaferðum og/eða eru pakkaferðir að fullu greiddar til birgja. 

Telji Ferðamálastofa að frekari gagna sé þörf verður kallað eftir þeim sérstaklega.

 

Niðurfelling leyfis að frumkvæði Ferðamálastofu

Uppfylli leyfishafi ekki lagaskilyrði er Ferðamálastofu ýmist skylt eða heimilt að fella niður leyfi.

Ferðamálastofu er skylt að fella niður leyfi:

  • Komi til ógjaldfærni eða gjaldþrots leyfishafa eða forsvarsmanns leyfishafa
  • Forsvarsmaður leyfishafa er sviptur fjárræði.
  • Ef trygging vegna sölu pakkaferða eða samtengdrar ferðatilhögunar fellur úr gildi eða fullnægir ekki lagaskilyrðum.

Ferðamálastofu er heimilt að fella niður leyfi:

  • Ef leyfishafi eða forsvarsmaður leyfishafa uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir útgáfu leyfis
  • Ef öryggisáætlun er ófullnægjandi
  • Ef brotið er á annan hátt gegn ákvæðum laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018.
  • Ef ferðaskrifstofa uppfyllir ekki skilyrði laga um skil ársreikninga og annarra gagna vegna mats á fjárhæð tryggingar vegna sölu pakkaferða og/eða samtengdrar ferðatilhögunar
  • Ef ferðaskrifstofa sinnir ekki ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingarfjárhæðar 

Ferðaskrifstofuleyfi er fellt niður ef leyfishafi hefur ekki sinnt fyrirmælum eða ákvörðunum Ferðamálastofu að undangengnum ítrekunum.

Þegar leyfi er fellt niður er trygging ferðaskrifstofu innkölluð frá útgefanda ef um ábyrgðaryfirlýsingu er að ræða.

Ferðamálastofa birtir niðurfellinguna í Lögbirtingablaðinu og öðrum fjölmiðlum eftir því sem þörf er á skv. 2. mgr. 26. gr. a. laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018. Niðurfellingin er einnig birt á vef Ferðamálastofu.

Leyfishafi greiðir kostnaðinn við birtingu innköllunar krafna.

Við birtingu niðurfellingar kallar Ferðamálastofa eftir kröfum frá ferðamönnum sem telja sig eiga kröfu á hendur Ferðatryggingasjóði vegna ferða sem ekki eru farnar að hluta eða fullu.

Ferðamenn skulu lýsa kröfum sínum skriflega og skulu þær berast innan tveggja mánaða frá birtingu áskorunar um kröfulýsingar.

Ferðamálastofa tekur afstöðu til krafna sem berast og greiðir þær út fyrir hönd Ferðatryggingasjóðs.

Ferðamálastofa aflar upplýsinga um hvort farþegar séu í pakkaferðum á vegum ferðaskrifstofunnar og/eða hvort einhverjir farþegar hafi keypt pakkaferðir sem enn eru ófarnar. Þegar kröfur eru útistandandi vegna sölu pakkaferða er aflað upplýsinga um

  • pakkaferðir,
  • nafn/nöfn þeirra sem keyptu pakkaferð og tengiliðaupplýsingar,
  • hversu mikið hefur verið greitt inn á ferðir,
  • hvort búið sé að greiða birgjum fyrir einhverja þjónustu sem var innifalin í pakkaferðum og/eða er pakkaferðir að fullu greiddar til birgja.

Ferðamálastofa leitar samvinnu við flugfélög og/eða ferðaskrifstofur og tekur ákvörðun um heimflutning farþega ef við á. Farþegum er tilkynnt um stöðu og ákvörðun Ferðamálastofu.

Ef engar kröfur berast að kröfulýsingarfresti loknum og birtingarkostnaður hefur verið greiddur, þá sendir Ferðamálastofa staðfestingu um niðurfellingu til útgefenda ábyrgðaryfirlýsingar eða greiðir út af tryggingareikningi leyfishafa eftir því hvort á við.

Hvað þurfa farþegar að gera til að fá endurgreitt

Öllum handhöfum ferðaskrifstofuleyfis þ.e. seljendum pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar er skylt að vera aðilar að Ferðatryggingasjóði, leggja fram tryggingu og greiða iðgjald og stofngjald til sjóðsins.

Ferðatryggingasjóði er ætlað að endurgreiða það fé sem farþegar hafa greitt vegna kaupa á pakkaferð eða vegna samtengdri ferðatilhögun, sem ekki er framkvæmd að hluta eða fullu, vegna gjaldþrots eða ógjaldfærni ferðaskrifstofu eða niðurfellingar leyfis að frumkvæði Ferðamálastofu. Ferðatryggingasjóður skal einnig standa straum af kostnaði vegna heimflutnings farþega þegar flutningur ferðamanna er hluti af pakkaferðasamningi. Við niðurfellingu ferðaskrifstofuleyfis getur komið til endurgreiðslna úr Ferðatryggingasjóði ef útistandandi eru kröfur vegna kaupa á pakkaferða eða samtengdri ferðatilhögun, sem hvort sem hún er hafin eða ófarin.

Þeir sem telja sig eiga kröfu í Ferðatryggingasjóð þurfa að beina henni til Ferðamálastofu, sjá nánari leiðbeiningar og upplýsingar til farþega hér:

Leiðbeiningar til ferðamanna um kröfur í Ferðatryggingasjóð

Hagnýtar upplýsingar fyrir farþega

Ferðamálastofa aflar upplýsinga um ferðir, stöðu þeirra og farþega, leitar samvinnu við flugfélög og tekur ákvörðun um heimflutning farþega ef við á. Farþegum er tilkynnt um stöðu og ákvörðun Ferðamálastofu.

Þegar flug er hluti pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar leitar Ferðamálastofa hagkvæmustu leiðar um heimflutning farþega erlendis frá og leitar samvinnu við flugfélög. Um tvær leiðir er að ræða, annars vegar koma farþegar sér heim og leggja sjálfir út fyrir heimferðinni og hins vegar útvegar Ferðamálastofa heimflutning.

Farþegar staddir erlendis

Farþegar leggja út fyrir heimferðinni og geta gert kröfu í Ferðatryggingasjóð fyrir kostnaði vegna hennar. Farþegum ber að hafa samband við Ferðamálastofu sem mun leiðbeina með heimferð. Farþegar skulu leitast við að gæta hagkvæmni hvað fargjöld varðar. Ferðamálastofa leitar samstarfs við flugfélög til að leitast við að auðvelda farþegum heimferð m.t.t. forgangs til sæta, hagstæðs verðs, flugleiðar o.s.frv.

Farþegar staddir innanlands

Farþegar koma sér sjálfir heim og leggja sjálfir út fyrir heimferðinni. Þeir geta svo gert kröfu í Ferðatryggingasjóð fyrir kostnaði vegna heimferðar. Ekki er um frekari milligöngu að ræða af hálfu Ferðamálastofu.

Heimflutningur farþega

Ef Ferðamálastofa f.h. Ferðatryggingasjóðs, útvegar heimflutning er ekki um frekari kröfugerð að ræða af hálfu farþega. Ef farþegar ákveða að nýta sér heimflutninginn og stytta þar með ferð sína geta þeir gert kröfu í tryggingarféð vegna þess sem út af stendur dvalar skv. pakkaferðarsamningi. Ef þeir hins vegar kjósa að nýta sér ekki heimflutninginn og ljúka ferð verða þeir að koma sér sjálfir heim og leggja út fyrir heimferðinni og öðrum kostnaði sem af hlýst. Geta þeir átt kröfu í tryggingarféð vegna farmiðakaupanna.

 

Niðurfelld leyfi

Heiti Hjáheiti Kennitala Ástæða niðurfellingar Dagsetning niðurfellingar Leyfisnúmer
Discovery Tours á Íslandi ehf.    640502-4280 Rekstri hætt  30.08.2024 2019-031
Eskimóar Holding ehf.  Eskimos / Eskimos Iceland / Stag Iceland  640200-3080 Rekstur færður yfir á Eskimóar ehf.  28.08.2024 2006-029
Agent Anna ehf.  Women Safe Trave  490222-0300 Rekstri hætt  30.07.2024 2022-017
PB box ehf.  VisitBudapest / Tannviðgerðir / OrionBudapest  651120-2090 Rekstri hætt 30.07.2024 2023-038
Safe ehf.    640518-1700 Rekstri hætt  16.05.2024 2020-015
Atelier Tours slf.   581116-0980 Rekstur færður á Atelier ehf.  26.04.2024 2022-008
Tunglið Selfoss ehf.  Tunglið Selfoss / Scandinavia busniess travel  600622-0560 Rekstur færður á Flow Travel 29.04.2024 2023-035
Reykjavík tourist information ehf.    670407-0390 Útgefið leyfi ferðasala dagsferða 22.04.2022 2021-008
Legendary Travel ehf.    591022-1050 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 15.04.2024 2023-021
Into the glacier ehf.  Ice Cave Iceland  430913-0930 Rekstri hætt  11.04.2024 2015-019
Northound ehf.    481215-0720 Rekstri hætt  10.04.2024 2023-032
Ferðaþjónusta Reykjaness ehf.    580707-1810 Rekstri hætt  08.04.2024 2023-042
Reykjavík Cultura Trave ehf.    650118-0730 Rekstri hætt  14.03.2024 2018-010
Adventure Patrol sf.   410310-0900 Rekstri hætt 07.03.2024 2015-011
Sigurður Jóhannsson Hestaferðir Stóra Kálfalæk 2 310752-2909 Rekstri hætt 27.02.2024 2017-011
Út og vestur ehf. Go West 610909-1320 Rekstri hætt 21.02.2024 2009-012
Guðmundur Jón Viðarsson Skálakot ferðaþjónusta 151264-3609 Útgefið leyfi ferðasala dagsferða 05.02.2024 2013-003
Heimbjarg ehf. World Tours 470492-2289 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 02.02.2024 2006-030
Lifestyle Films ehf. Lifestyle Films 7 Exclusive Travel 501115-0100 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 09.01.2024 2018-043
Pálsson ehf. Vera Expeditions 641201-2190 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu. 28.12.2023 2020-022
Ladventures ehf. Local Adventures 431218-0540 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 11.12.2023 2019-023
Iceemp Travel ehf.   461016-0810 Rekstri hætt 04.12.2023 2017-018
Þorsteinn R. Hörgdal Reykjavík Tour Company 260852-3459 Rekstri hætt 04.12.2023 2015-030
Wanderlust - Hálendisferðir ehf. Wanderlust 680813-1080 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 08.11.2023 2014-008
Guided Private Tours ehf.   560616-2520 Rekstri hætt 1.11.2023 2018-051
Concept Events ehf.   710714-0370 Fært yfir á leyfi Sena ehf. 31.10.2023 2018-008
Bílastjarnan ehf. Safari luxury lodge 621194-2329 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 05.10.2023 2022-030
Litlabyli ehf. Litlabyli Adventures 500615-1090 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 05.10.2023 2019-010
Árni Jakob Stefánsson   230359-2299 Rekstri hætt 04.10.2023 2014-023
Styrkur ehf. Vertu úti 660184-0669 Fært yfir á leyfi Útihreyfingin ehf. 24.07.2023 2018-029
Travel Connect hf. Nordic Visitor 690405-0590 Fært yfir á Nordic Visitor ehf. leyfi 22.09.2023 2008-006
Herðubreið útivist og heilsa ehf. Fjallaskíði / Fjallaskíðun / Fjallaskíðaferðir / Fjallaskíðanámskeið 561216-1770 Rekstri hætt 31.08.2023 2022-039
Safaris   470901-3060 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 16.08.2023 2007-023
Coldspot ehf.   630316-3670 Rekstri hætt 24.05.2023 2018-021
Arcanum Fjallaleiðsögumenn ehf. Fjallaleiðsögumenn ehf.Icelandic Mountain Guides / Íslenskir Fjallaleiðsögumenn / Iceland Rovers / Íslandsflakkarar / Arcanum / Arcanum Ferðaþjónusta / Arcanum Glacier Tours / Arcanum Adventure Tours / Greenland Adventures / Greenland Adventure Tours / Greenland Adventures by IMG / Greenland Adventures by Icelandic Mountain Guides 680203-2370 Fært undir leyfi Ferðaskrifstofa Kynnisferða ehf. 13.07.2023 2019-056
Feast in the Wild ehf. Feast in the Wild Adventures / Feast in the Wild Travels / Wild Feast / Veisla í náttúrunni / Náttúruveisla 441220-0220 Rekstri hætt 14.08.2023 2021-007
Iceland´s Highland ehf. Go Travel Iceland / GTIceland 561209-2270 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 16.08.2023 2020-019
Arctic Trucks Íslandi ehf. Arctic Trucks Experience 670505-0730 Rekstri hætt 23.08.2023 2014-048
TT ferðir ehf.   460217-1050 Niðurfelling af hálfu Ferðamálstofu 02.08.2023 2017-044
JS - Kría Travel ehf.   430613-1030 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 07.07.2023 2014-003
Arctic Destinations ehf. South Greenland Fly Fishing 430317-0400 Niðurelling af hálfu Ferðamálastofu 31.03.2021 2017-015
Tónsport ehf.   600296-2059 Fært undir leyfi Ferðaskrifstofu Akureyrar ehf. 24.07.2023 2006-053
Gravel Travel ehf.   601016-0950 Útgefið leyfi ferðasala dagsferða 13.07.2023 2022-010
Þórður Halldórsson Svaðilfari 210660-4109 Rekstri hætt 06.07.2023 2010-013
Iceland magic travel ehf.   651110-0250 Rekstri hætt 28.06.2023 2013-034
VE Travel ehf. Viking Tours / Víking Ferðir / Rent a Bus 480615-1150 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 03.07.2023 2015-028
Iceland Expeditions ehf. MyJourney 541119-2720 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 16.06.2023 2021-037
ICELAND HAJJ & UMRA COMPANY ehf.   441217-0640 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 16.06.2023 2022-029
Level up ehf. Level up Iceland 520618-1200 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 16.06.2023 2022-012
Ólafur Flosason   131056-3549 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 16.06.2023 2010-017
Parais Iceland ehf.   550318-1050 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 16.06.2023 2018-020
This is Iceland ehf.   440612-1800 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 16.06.2023 2019-052
Sensational World ehf. Heillandi Heimur 560418-1240 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 16.06.2023 2018-036
Sigló Travel ehf. Sigló Ferðir 411220-0280 Rekstri hætt 12.05.2023 2021-003
Hópbifreiðar Kynnisferða ehf.   620372-0489 Rekstri hætt 07.06.2023 2006-045
ACTICE ehf. ActivityIceland.is 540115-0280 Fært undir leyfi Ferðaskrifstofa Kynnisferða ehf. 06.06.2023 2015-022
Nice Air ehf. NiceAir / Flyniceair 670122-2200 Gjaldþrota 20.06.2023 2022-025
Hótel Djúpavík ehf. Sleðaferðir á Ströndum 670286-1939 Rekstri hætt 19.06.2023 2019-041
Iceland Academy ehf.   590819-0690 Rekstri hætt 24.05.2023 2020-018
Gunnar Örn Marteinsson Ferðaþjónustan Steinsholti 020459-3649 Rekstri hætt 17.05.2023 2012-023
Guðmundur Fannar Markússon Iceland Bike Farm 010292-3449 Rekstri hætt 12.05.2023 2020-028
Farfuglar ses. Ferðaskrifstofa Farfugla 470312-1060 Rekstri hætt 12.05.2023 2012-029
Colors of Iceland DMC ehf.   420913-0950 Rekstri hætt 12.05.2023 2014-019
DT veitingar ehf. Hekla North Europe Travel 500801-2550 Rekstri hætt 12.05.2023 2009-007
TrueIceland ehf. True Iceland 640206-1600 Rekstri hætt 17.04.2023 2019-024
Lotus Nordic ehf. Go Icelandic 470909-0210 Rekstri hætt 25.04.2023 2019-013
Selasetur Íslands ehf. SealTravel.is 700605-0190 Rekstri hætt 17.04.2023 2016-019
Andrés Geir Magnússon Icelandhorsetours - Helluland 250572-4849 Leyfi breytt í Icelandichorsetours ehf. 28.03.2023 2014-034
Norræna ferðaskrifstofan Nordic Travel Stangarhylur 1 Rekstri hætt 23.03.2023 2006-065
Elvar Eylert Einarsson Ferðaþjónustan Syðra- Skörðugili 141172-3879 Leyfi breytt í Syðra Skörðugil ehf. 06.01.2023 2015-023
Jóhanna Bára Ásgeirsdóttir Lýsuhóll-Snæhestar 120263-3829 Leyfi breytt í Snæhestar ehf. 13.12.2022 2008-010
AVE Travel ehf.   570714-1120 Rekstri hætt 06.12.2022 2015-002
Superjeep ehf. Iceland in Luxury 621209-1400 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 28.11.2022 2013-025
Thule Trails Aurora Arktika 590515-1240 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 28.10.2022 2015-029
Hjördís Rósa Halldórsdóttir Líferni 131062-4869 Rekstri hætt 16.09.2022 2021-034
Myndlýsing ehf. RiverNorth.is 520302-3280 Rekstri hætt 14.09.2022 2016-008
Reykjavík Private Cars ehf.   590117-2850 Rekstri hætt 06.09.2022 2019-038
Photo Tours in Iceland ehf.   600169-0929 Rekstri hætt 30.08.2022 2016-002
Joseph Anthony Mattos-Hall Joe Shutter 121088-4529 Leyfi breytt í The Laid Back Company ehf. 29.08.2022 2021-004
Iguide ehf.   480210-0340 Rekstri hætt 27.08.2021 2019-012
Náttúrubörn Norðursins ehf.   551012-0850 Rekstri hætt 26.08.2022 2017-012
Uppsprettan ehf. Enska fyrir alla 650697-2519 Rekstri hætt 19.08.2022 2018-048
Alberto Ojembarrena AMAROK ADVENTURES 160992-4419 Leyfi breytt í Amarok Adventures ehf. 29.07.2022 2019-019
Aðalsendibílar ehf.   431198-2239 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 02.02.2022 2012-028
Eyrar ehf. Expedition South Coast ESC Travel 460614-1200 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 02.02.2022 2019-045
ÍT ferðir ehf. IT Travel 410396-2709 Rekstri hætt 31.01.2022 2006-021
Aurora Experience ehf.   410307-3080 Rekstri hætt 26.11.2021 2007-024
Summit Adventure Guides ehf.   460617-0300 Rekstri hætt 13.12.2021 2019-002
NW Adventures ehf.   480715-0470 Rekstri hætt 14.12.2021 2016-010
Íslenskar hestaferðir ehf.   460411-0410 Rekstri hætt 13.12.2021 2007-017
KVAN ehf.   620716-0300 Rekstri hætt 12.01.2022 2018-041
PR holding ehf.   460511-2320 Rekstri hætt 31.03.2021 2016-013
Fjallamynd ehf. Fjallhalla Adventures 430414-0970 Útgefið leyfi ferðasala dagsferða 25.10.2021 2021-009
Gudis ehf. Vatnajökull Travel 640605-1110 Rekstri hætt 13.12.2021 2006-008
Laxnes ehf. Hestaleigan Laxnesi / Laxnes Horse Farm 520503-2850 Útgefið leyfi ferðasala dagsferða 13.12.2021 2012-004
Rodolphe Jean Baptiste Thévenot Sudavik Tours 300177-2639 Rekstri hætt    
Láganes ehf. Aurora-Arktika 410202-3280 Rekstri hætt    
Flugfélag Íslands ehf. Air Iceland 530575-0209 Sameining við Icelandair    
Múlakaffi ehf. The Icelandic Mountain Lodge 660772-0229 Rekstri hætt    
Sigurður Oddur Ragnarsson Oddsstaðir 120653-2539 Leyfi breytt í Oddsstaðir ehf.    
Fun Iceland Travel ehf.   630617-0570 Rekstri hætt    
Around Iceland ehf.   480411-2340 Rekstri hætt    
Eskimóar ehf. Eskimos / Eskimos Iceland / Stag Iceland 681116-0870 Sameining - Eskimóar Holding ehf.    
Tindaskagi ehf. Love Iceland Travel 590115-2070 Rekstri hætt    
Þemaferðir ehf. Theme-Travel Iceland 521208-1550 Rekstri hætt    
Allrahanda GL ehf.   571292-2979 Sameining - GL Iceland ehf.    
Laufey Ólafsdóttir Húsey Youth Hostel & Riding Tours 070366-4289 Útgefið leyfi ferðasala dagsferða    
Snerrir ehf.   590916-0640 Niðurelling af hálfu Ferðamálastofu    
SlowIceland ehf.   551117-1380 Rekstri hætt    
Explorer ehf. ICE Explorer 681004-3350 Rekstri hætt    
Ágætisferðir ehf.   551117-0300 Rekstri hætt 08.0.2021  
Made in mountains ehf.   440915-1240 Rekstri hætt    
Go to joy Iceland   681016-0900 Útgefið leyfi ferðasala dagsferða    
Lisa Claire Haye Le Monde des Élfes 010187-4439 Rekstri hætt    
Sigurður Friðriksson   010449-2279 Leyfi breytt í Ferðaþjónustan Bakkaflöt ehf.    
Nenty Travel ehf.   570815-0750 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 31.03.2021  
TMI 10 ehf. Tailor Made Iceland 621107-0890 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 30.03.2021  
Yogasálir ehf. Easy Iceland 670208-0870 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu    
Olafsson Travel ehf. Iceland Backpackers / Backpackers Travel 610912-0280 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu    
Viltar Vestur Ferðir ehf. Wild West Travel 510515-0480 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu    
Ásta Berghildur Ólafsdóttir Miðás 261163-5789 Rekstri hætt    
Nazar Nordic AB útibú á Íslandi   450713-0820 Rekstri hætt    
Northbound ehf.   481215-0720 Rekstri hætt    
Travice ehf.   631012-1240 Rekstri hætt    
UFS Tourism ehf.   520314-0750 Gjaldþrot 11.02.2021  
Iceland Trout Adventures slf.   531113-0470 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu    
Víkingaslóðir ehf. Viking Trail Travel Agency 591294-2539 Samruni við Amazingtours ehf.    
Travex ehf.   500616-0830 Gjaldþrot 04.11.2020  
Tímaferðir ehf. Tími / Time Tours 470803-2580 Gjaldþrot    
Dyngja Travel ehf.   700816-0870 Rekstri hætt 03.12.2020  
FTF ehf. The Icelandic Horse 501110-0940 Gjaldþrot    
New Moments ehf.   470308-1760 Leyfi breytt í ferðasali dagsferða 11.11.2020  
Öngulsstaðir 3 sf. Lamb Inn Travel / BEERTOURS.IS - ICELAND - 550492-2379 Rekstir hætt    
Bodia Ferðir ehf. Bodia Travel ehf. 650707-0520 Rekstri hætt    
Stofulind ehf. AroundTheWorld.is 541197-2579 Rekstrarstöðvun 27.10.2020  
Iceland Locations ehf.   600902-2530 Rekstri hætt 28.10.2020  
Iceland Day Trips sf.   590313-0680 Rekstri hætt 28.10.2020  
Á leið ehf. ON TOUR 510718-0540 Rekstri hætt 28.10.2020  
Sagnaslóð ehf. Iceland Trail Rides 650209-0520 Rekstri hætt    
FERÐIR FYRIR ÞIG ehf. TRIPS FOR YOU 411214-1410 Rekstri hætt    
IHR ehf. I Heart Reykjavík 470616-0400 Rekstri hætt 08.09.2020  
Natura Travel ehf.   561105-0220 Rekstri hætt    
Direkt ehf. Hike and Bike 700310-0190 Rekstri hætt    
Fótboltaferðir ehf. Global 531117-0850 Rekstri hætt 27.08.2020  
Dive Expeditions ehf.   590614-0170 Sameining - Sportköfunarskóli Íslands ehf. 26.08.2020  
Vistmenn ehf. Glacial Experience 460596-2629 Rekstri hætt 25.08.2020  
Snilli Sport ehf.   630114-2250 Rekstri hætt    
Aurora Hunters ehf.   550414-0820 Rekstri hætt    
Igloo Travel ehf.   640614-0480 Rekstri hætt 06.08.2020  
For Iceland ehf.   650215-0950 Rekstri hætt    
Icelandic Lights Travel ehf.   680416-1680 Rekstri hætt 06.08.2020  
Ferðalangur ehf. g-voyager 681215-0930 Sameining - Viðburðir ehf. 10.08.2020  
Sólonterras ehf.   500303-2390 Rekstri hætt 25.05.2020  
Iceland all the way ehf.   420514-0930 Rekstri hætt    
Hesta Net ehf.   620808-0830 Rekstri hætt 10.08.2020  
Daniel Yuan Ming Hu Spectacular Iceland 260684-4779 Rekstri hætt 10.08.2020  
Arnþór Sigurðsson Insight Iceland 090466-3809 Rekstri hætt 10.08.2020  
Northern Destinations ehf. Ísafold Travel 670314-2190 Sameining - Stjörnunótt ehf.    
Iceland Sightseeing ehf.   540115-1090 Rekstri hætt    
Sagafilm ehf. Saga productions Ltd. 590578-0109 Sameining - Sagaevents ehf.    
Nordictrails ehf.   581116-1600 Rekstri hætt 13.05.2020  
GTI Gateway to Iceland ehf.   691210-0570 Gjaldþrot    
Saga Travel ehf.   421009-1040 Gjaldþrot    
Benjamin Hardman Studio ehf.   430118-0560 Rekstri hætt 16.04.2020  
Iceland Up Close ehf.   640417-0560 Rekstri hætt 16.04.2020  
IceLine Travel ehf. KGB tours 501103-2680 Rekstri hætt 15.04.2020  
CP Reykjavík ehf.   651005-0780 Sameining - Sena ehf.    
Topphestar ehf.   430495-2089 Rekstri hætt 27.03.2020  
Helga Ingeborg Hausner Westfjords Experiences 151151-2059 Rekstri hætt    
Keflanding ehf.   700713-1640 Sameining - Aurora ehf.    
ProTours ehf.   460611-1720 Sameining - ProTours Iceland ehf. 24.01.2020  
Iceblue ehf.   490958-0109 Leyfi breytt í ferðasala dagsferða    
Farvel ehf.   470815-0510 Niðurfelling af hálfu Ferðamálastofu 20.12.2019  
Íslenskir Fjallaleiðsögumenn ehf. Icelandic Mountain Guides 470696-2309 Sameining - Arcanum fjallaleiðsögumenn ehf. 18.12.2019  
Kálfholt hestaferðir ehf. Kálfholt Ridingtours 010970-3859 Leyfi breytt í ferðasala dagsferða 16.12.2019  
Hlíðar ehf. ALBA / Iceland Congress 440504-4180 Sameining - Allrahanda GL ehf. 28.11.2019  
Íslenska hestaleigan ehf. HorseRidingInIceland.is 450315-0360 Rekstri hætt    
Wow Travel ehf.   580112-0560 Rekstri hætt    
Iceland Advice ehf.   490316-1240 Rekstri hætt 18.10.2019  
Fjallafari - Highlander ehf.   630408-0320 Leyfi breytt í ferðasala dagsferða 30.09.2019  
Eddy Tours ehf.   470417-0210 Rekstri hætt    
Unnur Guðjónsdóttir Kínaklúbbur Unnar 100840-2009 Rekstri hætt 24.07.2019  
Gambur markaðsráðgjöf ehf. Mystic Iceland 501014-0950 Rekstri hætt 28.06.2019  
Eignarhaldsfélagið Efri-Vík ehf. Hótel Laki 631078-0799 Rekstri hætt    
Svartárkot, menning-náttúra Svartárkot, culture-nature 531006-1860 Rekstri hætt    
Extreme Iceland ehf.   590609-1610 Sameining - Straumhvarf ehf.    
Sacred Iceland ehf.   610316-2040 Rekstri hætt 28.06.2019  
Iceland ProFishing ehf.   520101-2250 Rekstri hætt 19.06.2019  
Gunnarshólmi Guesthouse slf.   550610-0430 Rekstri hætt    
Geitey ehf. Experience Mývatn 561202-2650 Rekstri hætt    
Gaman ehf.   430212-1090 Rekstri hætt    
Plentuz Fjárfestingar ehf. Go Icelandic 570206-1840 Sameining - Lotus Nordic ehf. 05.04.2019  
Iceland in sight ehf.   530512-1590 Rekstri hætt    
Fjörefli ehf. Incentive Iceland 650602-4470 Rekstri hætt    
Traustholtshólmi   540416-1330 Rekstri hætt 15.03.2019  
Thomsen Travel ehf.   630909-0660 Rekstri hætt    
Sveinn Guðmundsson Lýtingsstaðir Hestaferðir / Lýtingsstaðir Riding Tours 250749-2959 Sameining - Evelyn Ýr Kuhne 11.03.2019  
Vardi Viaggi ehf.   661115-2970 Rekstri hætt 14.09.2022  
Surprize ferðir ehf. Surprize Travel 580706-0450 Sameining - Sensational World ehf. 02.11.2018  
Reykjavík Concierge ehf.   660313-1920 Sameining - Sensational World ehf. 26.10.2018  
Hestahof ehf.   500197-2269 Rekstri hætt 25.09.2018  
Iceland4less ehf.   560109-0830 Rekstri hætt 25.09.2018  
Gæðingatours   170362-3819 Rekstri hætt 09.10.2018  
Travel to Iceland ehf. Reizen naar IJsland 610114-1130 Rekstri hætt    
Arctic Experience ehf.   570402-3740 Rekstri hætt    
Iceland round trip ehf.   470498-3079 Rekstri hætt 28.08.2018  
Erlendis Travel ehf.   550416-1310 Rekstri hætt 28.08.2018  
Radíus ehf.   661192-2759 Rekstri hætt    
Álmur ehf.   700608-2710 Rekstri hætt    
Ferðaskrifstofa Austurlands FA Travel 640299-2079 Rekstri hætt    
Sportköfunarskóli Íslands slf. Dive.is 460207-1500 Rekstrarformi breytt í ehf.    
I.A.T. ehf. Iceland Angling Travel 700112-2250 Rekstri hætt    
Practical Travel ehf.   650209-0790 Sameining - CP Reykjavík ehf.    
Iceland Travel Assistance ehf.   590702-2850 Gjaldþrot    
Benjamin S. R. Stuart-Hardman   280793-4269 Rekstri hætt    
Óvissa ehf.   640996-3159 Rekstri hætt 21.02.2018  
Yes Travel Iceland ehf.   710815-2320 Rekstri hætt 25.01.2018  
Guðmundur Tyrfingsson ehf.   700969-0109 Sameining - GTS ehf.    
Hekluhestar   Austvaðsholt 851 Hella    
Huadelai Travel   660907-0840 108 Reykjavík 27.10.2017  
TripCreator Iceland ehf.   Brautarholt 10-14 105 Reykjavík    
Scandinavian Travel Services ehf. Motorhome Iceland 680513-1550 105 Reykjavík 25.10.2017  
Epic Iceland ehf.   660516-1310 104 Reykjavík 25.10.2017  
Arnar Kristjánsson   250580-3639 210 Garðabær 25.10.2017  
Enduro Adventure ehf.   Eldshöfði 23 110 Reykjavík    
Ragnhildur Blöndal   Gröf 356 Snæfellsbær    
Trek ferðir ehf. Trek Iceland / Opus Adventures Vatnagarðar 8 104 Reykjavík    
Arctic Adventures DK   Vatnagarðar 8 104 Reykjavík    
Kagrafell ehf.   Hesteyri 400 Ísafjörður    
9 XING ehf.   Vatnsstígur 14 101 Reykjavík    
A tours ehf.   Faxahvarf 3 203 Kópavogur    
Arctic DMC ehf. Arktische Abenteuer 420409-0360 101 Reykjavík 17.09.2015  
Blanca Travel   Norðurvangi 42 220 Hafnarfjörður    
Blue Mountain Tours   530906-0860   12.01.2011  
Bright skies Travel Agency   631008-0460 112 Reykjavík 25.06.2013  
Discover the World Ísland ehf. Discover the World Iceland 450202-2820 110 Reykjavík 20.05.2009  
Exit.is (Stúdentaferðir ehf.)   Borgartún 29 105 Reykjavík    
Exotic Iceland ehf. Hulduferðir 590105-1200 201 Kópavogur 03.02.2014  
Express ferðir ehf.   510497-3179 108 Reykjavík 01.04.2009  
Ferðafélagar ehf.   580393-3099 200 Kópavogur 09.12.2011  
Ferðaskrifstofa Vesturlands Vesturlands Travel Bureau Fálkaklettur 1 310 Borgarnes    
Ferðaskrifstofan Esja Esja Travel 550604-2050 110 Reykjavík 06.12.2016  
Ferðaskrifstofan South Iceland South Travel Service-Iceland adventures Hafnargata 58 230 Reykjanesbær    
Ferðaþjónusta Vestfjarða Westfjords Adventures Aðalstræti 62 450 Patreksfjörður    
FI ehf. Fishing Iceland Baugakór 15 203 Kópavogur    
Fjörðungar   470887-1769   21.11.2011  
Forsæla ehf.   Grettisgata 33b-35b 101 Reykjavík    
Fylkir.is   630200-2530 810 Hveragerði 05.06.2009  
Gestamóttakan ehf. Your Host in Iceland 421299-3079 101 Reykjavík 01.02.2016  
GÓ ferðir GO Travel Iceland 490508-1980 110 Reykjavík 24.03.2011  
Gulldepla Opus Adventures rafræn þjónusta /Dverghólar 16 800 Selfoss    
Heilsuferðir Iceland Wellness Bæjarás 2 270 Mosfellsbær    
Heilsulind ehf. Sunna Iceland Airtours Lækjargata 12 101 Reykjavík    
Iceland angling travel Iceland adventure travel Barónsstígur 5 101 Reykjavík    
Iceland on Track ehf.   630911-1680 203 Kópavogur 27.09.2012  
Iceland Pro Cruises ehf.   Ármúli 15 105 Reykjavík    
IG Ferðir ehf. Iceland Guided Tours Borgarhraun 18 810 Hveragerði    
Island ProTravel Holding   Ármúli 15 108 Reykjavík    
Ísafold ehf. Isafold Travel 410202-2120 210 Garðabær 26.02.2015  
Íshestar ehf. Íshestar Icelandic Riding Tours 600892-2749 220 Hafnarfjörður 04.05.2017  
Íslandsflakkarar ehf. opus Adventures 461197-2219 110 Reykjavík 03.06.2009  
Íslenskt ævintýri ehf. Aventures en Islande Ltd. Laugavegur 11 101 Reykjavík    
JRJ Jeppaferðir JRJ Super Jeep Travel 430306-1620 560 Varmahlíð 16.09.2009  
Kínaklúbbur Unnar   Njálsgata 33 101 Reykjavík    
Langferðir   Rafræn þjónusta 201 Kópavogur    
Lúxus Ævintýrareisur Luxury Adventures 560103-2390 201 Kópavogur 21.10.2009  
M.T. Jeppaferðir ehf. Mountain Taxi Trönuhraun 7c 220 Hafnarfjörður    
Markferðir ehf.   Síðumúli 28 108 Reykjavík    
Molto-Reisen   550775-0429 112 Reykjavík 22.03.2010 2006-004
Monika Kimpfler ehf.   191165-5519 311 Borgarnes 20.11.2014 2013-008
Náttúrusýn ehf. Gavia Travel 710804-2650 200 Kópavogur 20.03.2014 2006-037
Námsferðir Educational Travel 490109-0990 101 Reykjavík 23.11.2012 2010-006
Náttúruferðir ehf. Iceland Naturalist 701293-5259 810 Hveragerði 18.11.2015 2006-010
Netvísir Iceland Travel Mart Aðalstræti 2 101 Reykjavík    
Oriental   480988-1599 101 Reykjavík 10.02.2009 2006-001
Óskastundir ehf.   490506-0710 111 Reykjavík 29.09.2009 2006-040
Reykjavík Adventure   690605-0150 110 Reykjavík 01.10.2018 2007-016
Reykjavík Backpackers   560209-2150 101 Reykjavík   2010-016
Riding Iceland Operations   511010-0710 103 Reykjavík 26.20.2015 2011-002
SBK ehf.   560800-2740 230 Reykjanesbær 26.10.2010 2008-004
Snorri Travel   550391-1209 270 Mosfellsbær 08.09.2008 2006-078
Snow Dogs ehf.   590210-0720 660 Mývatn 27.09.2016 2014-029
Spirit Iceland ehf.   560714-1810 108 Reykjavík 11.12.2015 2014-040
Stjörnunótt ehf. The Volcano Huts Thorsmörk 601211-0680 107 Reykjavík 02.07.2014 2013-014
Thule Trails ehf.   510515-1240 107 Reykjavík 11.05.2017 2015-029
Veiðiferðir ehf. The Icelandic Hunting Club Álmholt 3 270 Mosfellsbær 2.05.2017 2012-030
Ferðaþjónustan Syðra-Langholti   250957-6029 Sameining - Riding Tours South Iceland 19.01.2007 2007-006
Vesturheimur sf. Thortravels 660706-0110 200 Kópavogur 05.01.2012 2006-062
Viking Car Rental   450209-0820 104 Reykjavík 10.04.2015 2009-011
Víkingaferðir Viking Travel Urðarás 4 210 Garðabær 09.05.2011 2006-052
Ævintýrareisur Luxury Adventures Askalind 8 201 Kópavogur 14.02.2014 2012-019