Fara í efni

Áfangastaðaáætlanir

Við gerð áfangastaðaáætlana er landinu skipt upp eftir starfssvæðum áfangastaðastofa, sem eru 7 talsins. Áfangastaðaáætlanir eru unnar í samvinnu við áfangastaðastofur sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðar á sínum svæðum. Hver áfangastaðaáætlun inniheldur eina eða fleiri aðgerðaáætlanir. 

Hvað er áfangastaðaáætlun?

Um er að ræða heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis. Áfangastaðaáætlun er sameiginleg stefnuyfirlýsing sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn hagsmunaaðili ber ábyrgð á og hvaða bjargir/auðlindir þeir hyggjast nýta við þá vinnu.

Mikilvægt er að hafa í huga að áfangastaðaáætlun tekur á skipulagi, þróun og markaðssetningu svæðis auk þess sem að skilgreindar eru þær leiðir sem fyrirhugað er að fara við stýringu á hinum ýmsu ferlum sem ráða þróun atvinnugreinarinnar innan svæðisins: uppbyggingu, efnahagslegu vægi, þjónustuþáttum o.s.frv. 


áfangastaðaáætlun austurlands

Áfangastaðaáætlun Austurlands

Áfangastaðaáætlun fyrir Austurland er unnin innan verkefnisins Áfangastaðurinn Austurland sem öll sveitarfélög taka þátt í.

Verkefnisstjóri

  Á vef Austurbrúar má alltaf nálgast nýjustu útgáfur og fréttir um áfangastaðinn Austurland.


dmp forsíða norðurland

Áfangastaðaáætlun Norðurlands

Á Norðurlandi er unnin ein áfangastaðaáætlun og fjórar svæðisbundnar aðgerðaáætlanir:

  • A- og V-Hún
  • Skagafjörður og Eyjafjörður (Tröllaskaginn)
  • Mývatnssveit - Húsavík - Þingeyjarsveit, (Demantshringurinn)
  • Norðurhjari

Verkefnisstjóri

  • Elín Aradóttir, Markaðsstofu Norðurlands

Á vef Markaðsstofu Norðurlands má alltaf nálgast nýjustu útgáfur og fréttir af verkefninu.


 Áfangastaðaáætlun Reykjaness 

Á Reykjanesi er unnin ein sameiginleg áfangastaðaáætlun fyrir öll sveitarfélög á svæðinu.

Verkefnisstjóri

  • Þuríður Halldóra Aradóttir Braun, Markaðsstofa Reykjaness
  • thura@visitreykjanes.is

Á vef Markaðsstofu Reykjaness má alltaf nálgast nýjustu útgáfur og fréttir af verkefninu.


Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Á Suðurlandi er unnin ein áfangastaðaáætlun og þrjár svæðisbundnar aðgerðaáætlanir:

  • Suðaustursvæði
  • Miðsvæði
  • Suðvestursvæði

Verkefnisstjóri:

 Á vef Markaðsstofu Suðurlands má alltaf nálgast nýjustu útgáfur og fréttir af verkefninu.


Áfangastaðaáætlun Vestfjarða

Á Vestfjörðum er unnin ein áfangastaðaáætlun og þrjár svæðisbundnar aðgerðaáætlanir:

  • Norðursvæði
  • Suðursvæði
  • Strandir og Reykhólahreppur

Verkefnisstjóri

Á vef Vestfjarðastofu má alltaf nálgast nýjustu útgáfur og fréttir af verkefninu.


 Áfangastaðaáætlun Vesturlands

Á Vesturlandi er unnin ein áfangastaðaáætlun og fjórar svæðisbundnar aðgerðaáætlanir:

  • Snæfellsnes
  • Dalir
  • Borgarbyggð og Skorradalshreppur
  • Hvalfjarðarsveit og Akranes

Verkefnisstjóri

Á vef Markaðsstofu Vesturlands má alltaf nálgast nýjustu útgáfur og fréttir af verkefninu.


Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðsins

Á höfuðborgarsvæðinu er unnin ein áfangastaðaáætlun.

Verkefnisstjóri

Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins 2023-2026

Á vef Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu má alltaf nálgast nýjustu útgáfur og fréttir af verkefninu.