Fréttir

Nýr starfsmaður Ferðamálaseturs Íslands við Háskóla Íslands

Ferðamálasetur Íslands hefur í samvinnu við raunvísindadeild Háskóla Íslands ráðið til starfa dr. Rannveigu Ólafsdóttur í stöðu dósents við HÍ. Rannveig mun sinna kennslu við Háskóla Íslands en sinna rannsóknum í samvinnu við Ferðamálasetur. Umhverfisstjórnun ? tæki til sjálfbærrar ferðaþjónustuÞá hefur Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkt Rannveigu um fjárhæð sem nemur tveimur mannmánuðum til að ýta úr vör rannsóknum á tækjum og leiðum til umhverfisstjórnunar. ?Von okkar stendur til þess að sú þróunarvinna sem hér mun eiga sér stað muni halda áfram og nýtast til uppbyggingar ferðamannastaða á landinu,? segir Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands Rannveig lauk B.Sc. gráðu í landafræði frá Háskóla Íslands 1992 og B.Sc. gráðu í jarðfræði frá sama skóla 1994. Einnig lauk hún prófi frá Leiðsöguskóla Íslands 1990 og B.Ed. gráðu í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands 1994. Frá 1996-2001 var hún rannsóknarnemi við náttúrulandfræðideild Háskólans í Lundi í Svíþjóð og lauk þaðan PhD gráðu í náttúrulandfræði í janúar 2002. Frá 2002-2006 starfaði Rannveig sem forstöðumaður Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, og frá 2006-2007 við ráðgjöf í umhverfisstjórnun og mati á umhverfisáhrifum hjá verkfræðistofunni Línuhönnun hf. Frá 2002-2007 hefur Rannveig samhliða öðrum störfum starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands  
Lesa meira

Fréttir af aðalfundi ETC

Aðalfundur Ferðamálaráðs Evrópu (ETC) stendur nú yfir á Nordica Hótel. Fundinn sækja um 60 manns og er þetta í annað sinn sem Ísland er gestgjafi. Á fundinn eru mættir forsvarsmenn ýmissa Evrópusamtaka í ferðaþjónustu auk ferðamálstjóra aðildarríkjanna. Fundurinn hófst með ávarpi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, sem bauð fundargesti velkomna til landsins. Þá var Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra veitt heiðursviðurkenning ETC fyrir áratuga störf að evrópskri ferðaþjónustu. Magnús er meðal þeirra sem starfað hafa hvað lengst innan samtakanna, eða frá árinu 1991. Þá má einnig geta þess að fyrr í dag var Magnús kjörinn í framkvæmdastjórn ETC. Fyrsta formlega verk aðalfundar var að samþykkja með inngöngu Georgíu, sem þar með verður 38. aðildarríki ETC. Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun en fleiri fréttir og myndir koma síðar. Sturla Böðvarsson ávarpaði fundinn. Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra veitt heiðursviðurkenning ETC. Georgía tekin inn í ETC. Formaður og framkvæmdastjóri ETC, Arthur Oberacher og Rob Franklin, ásamt fulltrúa Georgíu, Otar Bubashvili, en Magnús Oddsson og Sturla Böðvarsson voru einnig viðstaddir. Um 60 manns sita aðalfund ETC.
Lesa meira

Hertz stefnir að umhverfisvottun

Stjórn Hertz bílaleigunnar hefur ákveðið að hafist verði handa við fyrirtækið verði vottað samkvæmt alþjóðlega umhverfisstaðlinum ISO 14001 í upphafi ársins 2008. Nú þegar, hefur verið gengið frá samningi við fyrirtækið UMÍS ehf. Environice um ráðgjöf í tengslum við verkefnið. Þegar hefur verið hafist handa við verkefnið þar sem Hertz mun í sumar taka inn í flotann  blendingsbílinn Toyota Prius. Jafnframt hefur Hertz fest kaup á 3 vetnisbílum sem munu koma til landsins í byrjun september á þessu ári. Mynd. Anne Maria Sparf umhverfisfræðingur og ráðgjafi Hertz í verkefninu, ásamt Margréti Líndal markaðs- og gæðastjóra og Björgvin Njáli framkvæmdastjóra Hertz.
Lesa meira

Jón Eiríksson ?Drangeyjarjarl? valinn Ferðafrömuður ársins

Útgáfufélagið Heimur stóð fyrir vali á Ferðafrömuði ársins 2007 á Ferðasýningunni í Fífunni í Kópavogi um liðna helgi. Jón Eiríksson ?Drangeyjarjarl? varð fyrir valinu að þessu sinni. Heimur stóð nú fyrir útnefningu Ferðafrömuðar ársins í fjóða sinn. Jón Karl Ólafsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, afhenti Jóni Eiríkssyni viðurkenningarskjal við sérstaka athöfn á Ferðasýningunni en Ottó Schopka, ritstjóri ferðabóka Heims, kynnti val dómnefndar. Í viðurkenningarskjali segir: Í mati sínu lagði dómnefnd til grundvallar einstaka athafnasemi, þrautseigju og metnað við að byggja upp og reka ferðaþjónustu þar sem sagnaarfinum er miðlað á eftirminnilegan og persónulegan hátt, svo og þátttöku hans í uppbyggingu og stefnumótun ferðaþjónustunnar í heimabyggð. Í dómnefndinni áttu sæti þeir Ottó Schopka og Benedikt Jóhannesson frá Heimi hf., Sævar Skaptason framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda og Dóra Magnúsdóttir markaðsstjóri ferðamála hjá Reykjavíkurborg.
Lesa meira

Heimur Norðurhafa - sjávarsafn í undirbúningi

Stofnað hefur verið félag á Akureyri til undirbúnings þess að í bænum rísi sjávarsafn og rannsóknamiðstöð um menningu og lífríki við Norðurhöf. Hugmyndirnar gera ráð fyrir að safnið yrði mjög umfangsmikið og eitt af meginsöfnum landsins. Fyrstu hugmyndir gera ráð fyrir að safnsvæðið verði allt að 5000 fermetrar að stærð og að kostnaður við að koma safninu á fót geti orðið um 2 milljarðar króna. ?Verkefnið hefur ekki fengið nafn en stuðst er við ?Heimur Norðurhafa - Arctic Ocean World?. Eins og nafnið gefur vísbendingar um er hugmyndin að vekja athygli á heimsvísu og tenging við norðurslóðir skapar tækifæri til að laða að ferðamenn erlendis frá sem vilja fræðast frekar um lífríkið í Norðurhöfum og menningu tengdri hafinu. Með safninu opnast möguleikar til vitundarvakningar um lífríki og mannlíf Norðurhafa, möguleikar til að skapa undraverða og minnistæða upplifun,? segir meðal annars í fréttatilkynningu. Myndin er frá sjavarsafni í Álasundi í Noregi.
Lesa meira

Gljúfrastofa opnuð í Ásbyrgi

Á sumardaginn fyrsta var Gljúfrastofa opnuð við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. Gljúfrastofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum og er til húsa í uppgerðum fjárhúsum og hlöðu býlisins Ásbyrgis. Gljúfrastofa verður aðal gestamóttaka þjóðgarðsins þar sem upplýsingagjöf og sýning um sögu og náttúru þjóðgarðsins fer fram. Að auki verðs í húsinu skrifstofur starfsmanna og gert er ráð fyrir aðstöðu til að taka á móti skólahópum í þjóðgarðinn. Jónína Bjartmars umhverfisráðherra opnaði Gljúfrastofu formlega og naut við það aðstoðar nemenda yngri deildar Öxafjarðarskóla. Nemendur skólans léku stórt hlutverk við opnunina. Yngri nemendur sögðu tröllasögur og sungu frumsamið lag Guðrúnar S.K. um tröllaskoðun í þjóðgarðinum og eldri nemendur sögðu frá þjóðgarðsskólaverkefninu og sinni sýn á hlutverk þjóðgarðsins. Við opnunina flutti Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir þjóðgarðsvörður erindi og einnig ávarpaði Jón Helgi Björnsson, formaður byggðaráðs, samkomuna. Gafst gestum síðan tækifæri til að skoða sýninguna sem er staðsett er í hlöðunni. Er hún hin glæsilegasta í alla staði. Bility ehf, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Jón Ásgeir Hreinsson höfðu hönnun og uppsetningu hennar með höndum. Sigþrúður Stella þjóðgarðsvörður sagði það von allra að Gljúfrastofa muni gjörbreyta starfsaðstöðu þjóðgarðsins, bæta þjónustu við gesti og efla fræðslu um svæðið. Húsnæði Gljúfrastofu er bjart og skemmtilegt. Sýning um sögu og náttúru þjóðgarðsins er glæsilega upp sett. Á sýningunni er margt að sjá. Jónína Bjartmars umhverfisráðherra, Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir þjóðgarðsvörður og Jón Helgi Björnsson, formaður byggðaráðs, í hópi nemenda úr Öxafjarðarskóla.
Lesa meira

Myndir frá Ferðasýningunni 2007

Ágæt aðsókn var að sýningunum þremur sem haldnar voru sameiginlega í Fífunni um helgina, Ferðasýningunni 2007, Golf 2007 og Sumar 2007. Á Ferðasýningunni kynntu meðal annars allir landshlutar hvað þeir hafa að bjóða og fjölmargir ferðaþjónustuaðilar voru einnig meðal þátttakenda. Ferðamástofa var með bás á sýningunn og kynnti starfsemi sína. Smellið á slóðina hér að neðan til að skoa myndir frá sýningunni. Skoða myndir frá Ferðasýningunni 2007
Lesa meira

Silfur hafsins og síldin á Sigló

Síðasta fræðslukvöld Íslenska vitafélagsins í Sjóminjasafni Reykjavíkur á þessum vetri verður miðvikudagskvöldið 25. apríl. Þá  mun Hreinn Ragnarsson, kennari á Laugarvatni ræða um áhrif síldveiða á íslenskan efnahag. Hvernig hefði íslensku þjóðinni reitt af án síldar og silfurs hafsins? Eftir kaffihlé fræðir Örlygur Kristfinnsson, forstöðumaður Síldarminjasafnsins gesti um Síldarminjasafnið á Siglufirði og áhrif þess á ímynd bæjarins og bæjarbrag. Síldin og Siglufjörður eru eitt og Síldarminjasafnið á Siglufirði er stærsta safn landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Safnið er ótrúlegt afrek fárra einstaklinga og ekki að ástæðulausu sem það hefur hlotið viðurkenningar, m.a. sem besta safn Evrópu. Staður og stund: Miðvikudagur 25. april kl. 20:30 Sjóminjasafnið ? Víkin, Grandagarði 8, Reykjavík. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.www.vitafelagid.com Síldarævintýri og silfur hafsins  
Lesa meira

Málþing um ferðamál í Dalvíkurbyggð

Ferðafélag Dalvíkurbyggðar, Ferðatröll, undirbýr nú málþing um ferðamál í byggðarlaginu í samvinnu við Ferðamálasetur Íslands, Framfarafélag Dalvíkurbyggðar og atvinnumálanefnd. Tilgangurinn er að upplýsa um og kanna nánar möguleika ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð. Einnig að efla tengsl ferðaþjónustunnar við aðrar atvinnugreinar og skoða hver hagræn áhrif atvinnugreinarinnar eru fyrir svæðið. Athygliverðir fyrirlesararMálþingið verður haldið laugardaginn 21. apríl nk. í sal Dalvíkurskóla (sjá nánari dagskrá á www.dalvik.is). Þar verður kunnáttufólk með athygliverða fyrirlestra um það m.a. hvernig maður byggir upp ferðaþjónustu í dreifbýli, um samlegðaráhrif og tengingar við annað atvinnulíf, um möguleika okkar vegna sérstöðu og menningar svæðisins, um fjallamennsku og heilsutengda ferðaþjónustu ofl. Meðal þeirra sem flytja erindi eru Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildarinnar á Hólum og Edward Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands. Þá er gert ráð fyrir því að fólk vinni saman í hópum að hagnýtum viðfangsefnum svo sem því hvernig þau tækifæri sem við blasa verða sem best nýtt, hvaða ímynd við viljum að svæðið hafi og til hvernig ferðamanna við viljum helst ná. Ef áhugi verður fyrir hendi er fyrirhugað að fjalla sérstaklega um hvalaskoðun og sjóstöng. Grímseyjarferja og HéðinsfjarðargöngÞað er mikilvægt að við skoðum sameiginlega hvaða möguleikar eru helstir í ferðaþjónustu í byggðarlaginu og gerum okkur þá jafnframt grein fyrir því hvernig breyttar aðstæður snerta samfélagið. Ný Grímseyjarferja sem gefur nýja möguleika, er væntanleg í ár. Og eftir tvö ár opna Héðinsfjarðargöngin. Þessir nýju samgöngumöguleikar eru tækifæri fyrir ferðaþjónusaðila og önnur þjónustufyrirtæki í Dalvíkurbyggð og er því sameiginlegt verkefni ferðaþjónustuaðila og atvinnumálanefndar að skoða möguleikana sem í þessu felast og að gera eins mikið úr þeim fyrir Dalvíkurbyggð til framtíðar. Málþingið er m.a. liður í þeirri viðleitni. Takið daginn fráMálþingið er öllum opið og eru allir þeir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu almennt hvattir til að mæta. Einkum er mikilvægt að þau sem starfa í ferðaþjónustu eða tengjast henni á einhvern hátt mæti og taki þátt í þessari vinnu. Og tengingarnar eru margvíslegar ef að er gáð. Fyrst og fremst er hér um að ræða atvinnumöguleika og þar með aukna fjölbreytni í atvinnulífi svæðisins.  (Fréttatilkynning)
Lesa meira

Ferðasýningin í Fífunni hefst í dag

Ferðasýningin 2007, Golf 2007 og Sumar 2007 hefjast í dag í Fífunni í Kópavogi og standa alla helgina. Til samans er þetta ein stærsta sýning sem haldin hefur verið tengd ferða- og golfgeiranum. Alda Þrastardóttir og Elín Svava Ingvarsdóttir í bás Ferðamálastofu. Á um 9000 m2 svæði er að finna úrval fyrirtækja sem tengjast sumrinu, ferðalögum og golfíþróttinni en í heildina taka um 300 aðilar sem þátt í sýningunni. Ferðamálastofa er með bás á sýningunni og kynnir þar starfsemi sína. Opið er frá kl. 16 til kl. 20 í dag og kl. 11-18 laugardag og sunnudag. Keppnir, fyrirlestrar og áhugaverðar uppákomurMá þar nefna Hönnunarkeppni og er þemað umhverfislistaverk og keppnin um Blómaskreytir 2007. Valinn verður Ferðafrömuður ársins 2007 og á svæði Ferðamálasamtakanna verður landsleikur þar sem yfir 100 vinningar verða dregnir út. Fjöldi annarra viðburða verður einnig á svæðinu, m.a. kennsla í country-dansi, fjöldi tónlistarmanna frá öllum landshlutum mun koma og skemmta gestum sýningarinnar ogf á útisvæði verða hestateymingar í boði fyrir börn. Í Smáraskóla, sem er við Fífuna, verður haldin fyrirlestrarsyrpa á vegum GSÍ um golf- og ferðalög innanlands, skemmtilegir golfleikir verða í  boði fyrir alla fjölskylduna en einnig mun heimsmeistarinn í Masters Trick Shot Show 2006, Peter Jöhncke skemmta gestum með ótrúlegri leikni og tilþrifum. Þá mun landsliðið í golfi koma í heimsókn á golfsvæðið og haldin verður ráðstefna um golf og ferðaþjónustu. Nánari upplýsingar: www.islandsmot.is og www.rit.is
Lesa meira