Iceland Express flýgur beint til Barcelona

Iceland Express flýgur beint til Barcelona
Iceland Express lógó

Iceland Express hefur flug til Barcelona í vetur og hefst sala á hádegi þann 16. ágúst.

Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu verður Barcelona fimmtándi áfangastaðurinn sem flugfélagið flýgur til. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, á tímabilinu frá 9. nóvember til loka maí að undanskildu hléi frá miðjum desember fram til 1. febrúar.

Flogið verður frá Keflavík kl. 16:25 föstudaga og mánudaga, en lagt af stað frá Barcelona til Keflavíkur kl. 23:10 að staðartíma föstudaga og mánudaga. Flugtíminn milli Keflavíkur og Barcelona er um 4 klukkutímar og 20 mínútur.

Barcelona hefur verið einn af vinsælustu áfangastöðum Íslendinga síðustu ár og þótt ein af áhugaverðustu borgum Evrópu, með einstaka byggingarlist, fjölbreytt söfn og spennandi næturlíf.

 


Athugasemdir