Fara í efni

Ferðavenjur erlendra ferðamanna

Heilsárskönnun Ferðamálastofu

Ferðamálastofa hefur um árabil framkvæmt brottfararkannanir meðal erlendra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli, allt árið um kring. Regluleg gagnasöfnun og ör birting á niðurstöðum skapa forsendur til að fylgjast með breytingum og þróun á ferðamarkaðnum og mynda þannig kjölfestu til framtíðar í þekkingu um ferðamenn.

Með heilsárskönnun Ferðamálastofu verður til ítarleg þekking á viðhorfi og atferli ferðamanna. Niðurstöður könnunarinnar leiða m.a. í ljós hvernig ákvörðunarferli varðandi Íslandsferð er háttað, upplýsingar um ferðahegðun á Íslandi og upplifun og viðhorf til þátta sem snerta ferðaþjónustu hér á landi.

Samandregnar niðurstöður í skýrsluformi

Hér að neðan eru aðgengilegar skýrslur með niðurstöðum könnunarinnar. Upplýsingar eru settar fram með myndrænum hætti og í töflum þar sem finna má svör eftir helstu þjóðernum og markaðssvæðum. Í sumum tilfellum er tenging inn á Excel-töflur með frekari greiningu gagna eftir fleiri bakgrunnsbreytum og tímabilum. 

Í Mælaborði ferðaþjónustunnar má einnig skoða samantektir sem unnar eru upp úr könnuninni. 

Ferðamenn á Íslandi 2023

Eldri niðurstöður:

2022

Ferðamenn á Íslandi 2022

 

 

2021

Erlendir ferðamenn á Íslandi 2021: Lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf

2019 

Erlendir ferðamenn á Íslandi 2019: Lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf 

Greining á svörum við opnum spurningum

2018  

Erlendir ferðamenn á Íslandi 2018: Lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf  

Greining á svörum við opnum spurningum 

Með útgáfunni 2018 fylgja sjö stuttar samantektir (tvíblöðungar) með helstu upplýsingum um lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf Bandaríkjamanna, Breta, Þjóðverja, Frakka, Kanadamanna, Kínverja og Norðurlandabúa.

2017

Í júní 2017 hófst gagnasöfnun á Keflavíkurflugvelli vegna landamærakönnunar/heilsárskönnunarsem framkvæmd er af Epinion fyrir Ferðamálastofu. 

Niðurstöður fyrir sumar og haust 2017

Eldri kannanir

Kannanir á gagnvirkum vef

Niðurstöður úr könnunum Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna fyrir árin 1996-2006 eru aðgenglegar á einum stað á gagnvirkum vef. Á vefnum er hægt að skoða og bera niðurstöður saman á ýmsa vegu með myndrænum hætti, bæði einstakar kannanir og milli kannana. Gögnin eru einnig hugsuð til frekari úrvinnslu fyrir notendur vefsins þar sem hægt er að hlaða gögnunum niður.

Einstakar kannanir - nánari upplýsingar

Hér að neðan er hægt að nálgast niðurstöður úr könnunum meðal erlendra ferðamanna sem Ferðamálastofa hefur gert eða staðið fyrir.

 Eldri kannanir er hægt að nálgast í gagnabanka um útgefið efni