Fréttir

Samkeppnisstaða ferðaþjónustunnar á Íslandi

Íslandi er í fjórða sæti af 124 þjóðlöndum varðandi samkeppnishæfni ferðaþjónustu samkvæmt könnun Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar (WEF). Samkeppnisvísitalan er reiknuð út frá mörgum flokkum og er áhugavert að skoða að mjög mismunandi er á milli flokka hvar á listanum Ísland raðast. Samkeppnisvísitala ferðaþjónustunnar Markmið samkeppnisvísitölu ferðaþjónustunnar (TTCI), er að mæla þá þætti og stefnumótun sem gera þróun ferðaþjónustunnar að álitlegum kosti í mismunandi löndum. TTCI-vísitalan er samsett úr alls 13 þáttum sem síðan er skipt í 3 undirflokka, eða undirvísitölur. Þessar undirvísitölur eru: (1) regluumgjörð ferðaþjónustu, (2) rekstrarumhverfi og skipulag ferðaþjónustu og (3) mannauður, menningarlegar og náttúrulegar auðlindir ferðaþjónustu. Fyrsta undirvísitalan nær yfir þá þætti sem tengjast stefnumótun og falla almennt undir verksvið opinberrar stjórnsýslu (stefnumótandi reglur og reglugerðir, umhverfisreglugerðir, öryggi og forgangsröðun ferðaþjónustu); önnur undirvísitalan nær yfir þætti í rekstrarumhverfinu og skipulagi hvers hagkerfis (skipulag loftsamgangna, skipulag samgangna á jörðu, skipulag ferðamála, skipulag upplýsinga- og fjarskiptatækni og verðsamkeppnishæfni); og þriðja undirvísitalan nær yfir mannlega og menningarlega þætti í auðlindum hvers lands (mannauður, sýn þjóðarinnar á ferðamennsku og náttúruleg og menningarleg verðmæti). Skiptinguna og hvar Ísland raðast í einstökum flokkum má sjá í töflunni hér að neðan Undirvísitölur Þættir Sæti Íslands Reglugerðaumgjörð 5. sæti Stefnumótandi reglur og reglugerðir  36 Umhverfisreglugerðir  12 Öryggi  3 Heilbrigði og hreinlæti  4 Forgangsröðun ferðaþjónustu  10 Rekstrarumhverfi og skipulag8. sæti Skipulag loftsamgangna  13 Skipulag samgangna á jörðu niðri  29 Skipulag ferðamennsku  10 Skipulag upplýsinga- og fjarskiptatækni  2 Verðsamkeppnishæfni í ferðamálaiðnaðinum  108 Mann- og menningarlegar auðlindir 5. sæti Mannauður  3 Sýn þjóðarinnar á ferðamennsku  49 Náttúruleg og menningarleg verðmæti  22 Ánægjuleg niðurstaða? Það er alltaf ánægjulegt þegar Ísland lendir ofarlega í samanburði við önnur lönd hvað varðar ferðaþjónustu ekki síst þegar til þess er litið að þetta er mesta samkeppnisgrein í heimi?, segir Magnús Oddsson ferðamálstjóri. ?Þarna er verið að bera saman alls 13 mismunandi þætti sem snúa að ferðafólki og að Ísland skuli verða t.d. í 10 sæti af 124 löndum í þessum alþjóðlega samanburði hvað varðar skipulag ferðamennsku almennt kemur skemmtilega á óvart, þar sem við eru þar að keppa við allar mestu ferðamannaþjóðir heims sem hafa gífurlega langa hefð í þessari þjónustu og skipulagi ferðamennsku. Þá erum við komin í 2. sæti þegar litið er til skipulags upplýsinga- og fjarskiptamála, sem er einmitt einn af þeim þáttum sem skipta ferðafólk svo miklu máli ásamt gæðum grunnþátta eins og öryggis, heilbrigðiskerfis og fleiru þar sem Ísland lendir í efstu sætum? segir Magnús Iðntæknistofnun er samstarfsaðili WEF hér á landi. Frekari upplýsingar um könnunina ásamt örðum gögnum er snerta samkeppnishæfni Ísland má finna á vefsíðu Iðntæknistofnunar.  Að lokum fylgir hér listi fyrir 20 efstu löndin. 1. Sviss2. Austurríki3. Þýskaland4. Ísland5. Bandaríkin6. Hong Kong7. Kanada8. Singapor9. Luxemborg10. Bretland 11. Danmörk12. Frakkland13. Ástralíka14. Nýja-Sjáland15. Spánn16. Finnland17. Svíþjóð18. Sameinuðu arabísku furstadæmin19. Holland20. Kýpur
Lesa meira

Staða og framtíð ferðaþjónustu á Austurlandi

Þann 1. mars næstkomandi gangast Ferðamálasamtök Austurlands fyrir málþingi um stöðu og framtíð ferðaþjónustu á Austurlandi undir yfirskriftinni ?Fjólublá hreindýr?. Málþingið er haldið í Herðubreið, Seyðisfirði. Meðal dagskrárliða má nefna erindi Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu, um markaðssetningu Íslands og vægi Austurlands. Þá verður yfirferð og umræður um greinageð sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar unnu um ferðamenn á Austurlandi. Skýrslu með niðurstöðum úr könnuninni má finna á www.austur.is Dagskráin er annars sem hér segir. Dagskrá:10:30 Ólafur Hr. Sigurðsson, bæjarstjóri ? ávarp.10.40 Ársæll Harðarson, markaðsstjóri Ferðamálastofu? Markaðssetning Íslands og vægi Austurlands.11.00 Rögnvaldur Guðmundsson, Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar? Greinargerð um ferðamenn á Austurlandi 2005 ? meginniðurstöður og ályktanir.11.30 Álitsgjöf á niðurstöðum rannsóknar.Pallborð: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Háskólanum HólumSkúli Björn Gunnarsson, Gunnarsstofnun.Þorleifur Þór Jónsson, Samtökum ferðaþjónustunnar.Þorvarður Árnason, Háskólasetrinu á Höfn. 12.10 Hádegisverður ? óformlegar umræður 13.00 Umræður um niðurstöðurnar.13.30 Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar ?SAF.? Falinn fjársjóður?14.00 Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans Hólum? Framtíð ferðaþjónustu á landsbyggð ? (innlegg í hópavinnu).14.30 Hópavinna: Austurland 2015.15.15 Niðurstöður kynntar. 15.30 Kaffi -Tækifæri í ferðaþjónustu á Austurlandi16.00 Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferðamála, Höfuðborgarstofu? Markviss markaðssetning (mikilvægi samstöðu höfuðborgar og landsbyggðar).16.35 Þorvarður Árnason, Háskólasetrinu á Höfn? Vatnajökulsþjóðgarður.17.00 Umræður.17.30 Fundarslit.18.00-19.30 Leiðsögn um bæinn.20:30 Kvöldverður Fundarstjóri Stefán StefánssonNánari upplýsingar um ráðstefnuna gefastarfsmenn Þróunarfélags Austurlandsí síma 471-2545. Mynd: Úr Atlavík, af vefnum www.east.is  
Lesa meira

Heimavinnsla og sala afurða er víða ríkur þáttur í ferðaþjónustu

Handbók um heimavinnslu og sölu afurða var formlega kynnt á veitingastaðnum Friðriki V. á Akureyri í gær. Handbókin er afrakstur samstarfsverkefnisins Beint frá býli sem hefur að markmiði að stuðla að framleiðslu matvæla á sveitabýlum og milliliðalausri sölu þeirra til neytenda.  Berglind Viktorsdóttir frá Ferðaþjónustu Bænda kynnir handbókina. Að verkefninu standa Bændasamtök Íslands, Ferðaþjónusta bænda, Hólaskóli, Háskólinn á Hólum, IMPRA nýsköpunarmiðstöð, Landbúnaðarháskóli Íslands og Lifandi landbúnaður. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tók við fyrsta eintakinu af handbókinni. Forsaga málsins er að samvinnuverkefninu Beint frá býli var hleypt af stokkunum í apríl 2005. Markmiðið var að þróa vörumerki, útbúa leiðbeiningar fyrir bændur og framkvæma tilraunaverkefni með þeim. Í lok janúar 2005 kynnti landbúnaðarráðherra skýrslu nefndar sem skoðaði möguleika ferðaþjónustubænda og annarra bænda á að selja sínar afurðir beint til kaupandans. Í nágrannalöndunum er það stór hluti af ferðaþjónustu að bændur og aðrir matvælaframleiðendur taka á móti ferðafólki og bjóði sínar vörur til sölu - ýmist á sveitabúðum eða bændamörkuðum. Slík matvælaframleiðsla er yfirleitt í smáum stíl og ekki stór hluti af heildarframleiðslu landa. Oft eru bændur að framleiða matvæli sem fæst töluvert hærra verð fyrir en stærri framleiðendur fá. Slíkt skapar virðisauka heima á sveitabýlunum þar sem matvaran er ekki seld óunnin í burtu. Meginniðurstöður nefndarinnar voru að bændur á Íslandi búi við sambærilegar reglugerðir og bændur í nágrannalöndunum - en túlkun þeirra og framsetning mætti vera einfaldari og var það ein af tillögum nefndar hvetja til myndun félags sem ynni að þessum málefnum í samvinnu hluteigandi stofnanir og embætti hins opinbera, t.d. með útgáfu leiðbeinandi handbókar um starfsleyfi matvælafyrirtækja. Samhliða kynningu handbókarinnar var opnuð ný vefsíða verkefnisins þar sem ýmsar upplýsingar er að finna, m.a. hina nýju handbók. Slóðin er www.beintfrabyli.is Ólöf Hallgrímsdóttir sem rekur Vogafjós Café og Sigurður Steingrímsson frá Impru nýsköpunarmiðstöð eru bæði meðal höfunda handbókarinnar. Á myndinni eru einnig alþingismennirnir Einar Már Sigurðarson, Kristján Möller og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Guðni Ágústsson fékk afhent fyrsta eintakið af handbókinni og er hér með Friðriki V. Karlssyni veitingamanni.    
Lesa meira

Staða og framtíð ferðaþjónustu á Austurlandi

Þann 1. mars næstkomandi gangast Ferðamálasamtök Austurlands fyrir málþingi um stöðu og framtíð ferðaþjónustu á Austurlandi undir yfirskriftinni ?Fjólublá hreindýr?. Málþingið er haldið í Herðubreið, Seyðisfirði. Meðal dagskrárliða má nefna erindi Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu, um markaðssetningu Íslands og vægi Austurlands. Þá verður yfirferð og umræður um greinageð sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar unnu um ferðamenn á Austurlandi. Skýrslu með niðurstöðum úr könnuninni má finna á www.austur.is Dagskráin er annars sem hér segir. Dagskrá:10:30 Ólafur Hr. Sigurðsson, bæjarstjóri ? ávarp.10.40 Ársæll Harðarson, markaðsstjóri Ferðamálastofu? Markaðssetning Íslands og vægi Austurlands.11.00 Rögnvaldur Guðmundsson, Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar? Greinargerð um ferðamenn á Austurlandi 2005 ? meginniðurstöður og ályktanir.11.30 Álitsgjöf á niðurstöðum rannsóknar.Pallborð: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Háskólanum HólumSkúli Björn Gunnarsson, Gunnarsstofnun.Þorleifur Þór Jónsson, Samtökum ferðaþjónustunnar.Þorvarður Árnason, Háskólasetrinu á Höfn. 12.10 Hádegisverður ? óformlegar umræður 13.00 Umræður um niðurstöðurnar.13.30 Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar ?SAF.? Falinn fjársjóður?14.00 Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans Hólum? Framtíð ferðaþjónustu á landsbyggð ? (innlegg í hópavinnu).14.30 Hópavinna: Austurland 2015.15.15 Niðurstöður kynntar. 15.30 Kaffi -Tækifæri í ferðaþjónustu á Austurlandi16.00 Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferðamála, Höfuðborgarstofu? Markviss markaðssetning (mikilvægi samstöðu höfuðborgar og landsbyggðar).16.35 Þorvarður Árnason, Háskólasetrinu á Höfn? Vatnajökulsþjóðgarður.17.00 Umræður.17.30 Fundarslit.18.00-19.30 Leiðsögn um bæinn.20:30 Kvöldverður Fundarstjóri Stefán StefánssonNánari upplýsingar um ráðstefnuna gefastarfsmenn Þróunarfélags Austurlandsí síma 471-2545. Mynd: Úr Atlavík, af vefnum www.east.is  
Lesa meira

Lífið er harðfiskur og gómsætar gellur

Miðvikudagskvöldið 28. febrúar munu Guðmundur Guðmundsson, matvælafræðingur, og Alfreð Alfreðsson, matreiðslumeistari og landsliðskokkur, tala um mat og matarmenningu þjóðarinnar fyrr og nú á fyrirlestrakvöldi Íslenska vitafélagsins. Þegar lifið var harðfiskurÍ erindinu sínu mun Guðmundur ræða um íslenska matarhefð og þær sérkennilegu geymsluaðferðir sem einkenndu hana, eins og súrsun og kæsingu. Hann mun einnig skýra hvers vegna matvælavinnsla þróaðist með öðrum hætti á Íslandi en í grannríkjum okkar og segja frá viðhorfum erlendra manna til matarmenningar þjóðarinnar. Í gegnum tíðina hafa margir átt mjög erfitt með að sætta sig við þessar fornu matarvenjur. Á þessi gamla matarhefð eitthvert erindi til landsmanna í dag? Er hún falin fjársjóður eða smánarblettur sem best er að gleyma? Maður, matur, haf er yfirskrift  fyrirlestrar landsliðskokksins Alfreðs Alfreðssonar. Velsoðin ýsa með hamsatólg og kartöflum er ekki eina fiskmetið á diskum landsmanna í dag. Sífellt bætast fleiri og fáséðari tegundir í hópinn og krafa er gerð til ferskleika og útlits. Erum við að nota fiskmeti sem skyldi? Eða liggja ónýtt tækifæri í fiskafurðrum okkar. Alfreð mun tala um það hvernig við notum og getum nýtt sjávarfang í dag.       Staður og stund:Sjóminjasafn Reykjavíkur ? VíkinGrandagarði 101 ReykjavíkMiðvikudagskvöldið 28. febrúar kl. 20:30  
Lesa meira

Strandagaldur hlaut Eyrarrósina 2007

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, var afhent á Bessastöðum fyrr í vikunni. Hún kom að þessu sinni í hlut Strandagaldurs, en þrjú verkefni voru tilnefnd.. Dorrit Moussaieff forsetafrú afhenti verðlaunin en hún er sérstakur verndari Eyrarrósarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Eyrarrósin er veitt. Markmiðið með Eyrarrósinni er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Viðurkenningin er fjárstyrkur að upphæð 1.5 milljón, verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur auk flugmiða frá Flugfélagi Íslands. StrandagaldurStrandagaldur hefur m.a. að geyma Galdrasafnið á Hólmavík, Kotbýli kuklarans og Þjóðtrúarstofuna á Ströndum þar sem saman hefur verið dregin vitneskja um 17. öldina, þjóðsagnir, hugmyndaheim og menningararf Strandasýslu sem tengist göldrum. Í umsögn dómnefndar segir: ?Strandagaldur stendur að fjölbreyttum verkefnum og sýningum á sviði þjóðfræði og sýningarhalds og hefur frá upphafi vakið verðskuldaða athygli innanlands og utan. Sérstaða svæðisins er nýtt til að draga fram íslenska þjóðtrú og sögu og óhætt er að fullyrða að verkefnið á sér ekki hliðstæðu. Metnaður og fagþekking eru höfð að leiðarljósi. Starfsemin hefur jákvæð áhrif á byggðaþróun og uppbyggingu atvinnulífs héraðsins sem aftur styrkir stoðir þess og dregur athygli ferðamanna að því. Rík þátttaka heimafólks í starfinu er til fyrirmyndar, segir í fréttatilkynningu. Framkvæmdastjóri Strandagaldurs er Sigurður Atlason. Formaður stjórnar er Magnús Rafnsson sagnfræðingur Bakka í Bjarnarfirði, aðrir í stjórn eru Jón Jónsson þjóðfræðingur, Kirkjubóli í Steingrímsfirði, Matthías Lýðsson bóndi, Húsavík í Steingrímsfirði, Ólafur Ingimundarson húsasmíðameistari, Svanshóli í Bjarnarfirði, Magnús H. Magnússon veitingamaður, Hólmavík og Valgeir Benediktsson, bóndi Árnesi í Trékyllisvík. Þrjú verkefni tilnefndSem fyrr segir voru þrjú verkefni tilnefnd og auk Strandagaldurs voru það Safnasafnið á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð og Sumartónleikar í Skálholtskirkju. Hlutu þau 200 þúsund króna fjárstyrk hvort og flugmiða frá Flugfélagi Íslands. SafnasafniðSérstaða Safnasafnsins í íslensku safna- og sýningarhaldi er óumdeild, en safnið er hið eina sinnar tegundar á Íslandi.  Með metnaðarfullu starfi árum saman hefur tekist að skapa einstakan ramma utan um alþýðulist, nýrri list og handverk af ýmsu tagi. Sýningar safnsins hafa borið faglegum metnaði gott vitni og sérstök verkefni safnsins og sýningar stefna saman ýmsum listastefnum og tvinna saman starf hámenntaðra listamanna og áhugafólks. Frumkvæði einstaklinga í þessu einstaka safni er aðdáunarvert og einstakt. Sumartónleikar í SkálholtskirkjuUm langt árabil hafa Sumartónleikar í Skálholtskirkju verið ein glæsilegasta tónlistarhátíð landsins. Allt frá árinu 1975 hefur verið fluttur þar fjöldi innlendra og erlendra tónverka með fremstu flytjendum landsins. Erlendum þátttakendum og gestum Sumartónleikanna fjölgar ár frá ári og fjölbreytni og umfang að sama skapi. Mörg ný verk hafa verið frumflutt á hátíðinni sem og áður óþekkt eldri verk. Hátíðin hefur skapað sér sess sem elsta og jafnframt stærsta sumartónlistarhátíð landsins og er sérstaklega aðdáunarvert að aðgangur að tónleikum í Skálholtskirkju er ókeypis. Nýr samningur undirritaðurFyrir rúmu ári féllu verðlaunin í skaut LungA ?listahátíðar ungs fólks, Austurlandi en árið 2005 hlaut Þjóðlagahátíðin á Siglufirði Eyrarrósina. Eyrarrósin á rætur sínar í því að árið 2004 gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðarstofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni til þriggja ára í tilraunaskyni. Afar vel hefur tekist til og því hefur verið ákveðið endurnýja samstarfið. Var nýr samningur um samstarfið undirritaður á Bessastöðum.
Lesa meira

Food and Fun hátíðin hófst í dag

Matar- og skemmtihátíðin "Food and Fun" hófst í dag en hún stendur  fram á laugardag.  Hátíðin er nú haldin í sjötta sinn á fjölmörgum veitingastöðum höfuðborgarinnar. Með hátíðinni er stefnt að því að kynna gæði íslenskra matvæla og veitingamennsku og er gert ráð fyrir um fimmtíu erlendum fréttamönnum til landsins. Heimskunnir matreiðslumeistarar frá Bandaríkjunum og Evrópu verða í eldhúsum nokkurra bestu veitingastaða borgarinnar og elda með íslenskum starfsbræðrum sælkeramáltíðir fyrir gesti þá daga sem hátíðin stendur yfir. Samstarfsaðili "Food and Fun" hátíðiarinnar líkt og undanfarin ár er Iceland Naturally, sem er sameiginlegur kynningarvettvangur íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja í Bandaríkjunum og er verkefnið vistað á skrifstofu Ferðamálastofu í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur "Food and Fun" hátíðin vakið mikla athygli erlendis. Vert er að benda á matreiðslukeppnina í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsnu, sem hefst kl. 13:00 á laugardag. Þar reyna meistarakokkarnir með sér og er keppnin opin fyrir áhorfendur. Heimasíða Food and Fun.  
Lesa meira

Öskudagurinn 2007

Venju fremur gestkvæmt var á skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri í morgun. Rík hefð er í bænum fyrir öskudeginum þar sem börn fara í hópum um bæinn og syngja í skiptum fyrir eitthvað góðgæti. Hóparnir sem heimsóttu Ferðamálastofu voru af ýmsum stærðum og gerðum. Í þeim mátti samkvæmt venju finna hinar ýmsu kynjaverur, allt frá englum til hvers kyns púka og illmenna, þ.e.a.s. á yfirborðinu. Söngurinn var að sama skapi í ýmsum tóntegundum en allir fóru sælir á braut með nammi í poka. Meðfylgjandi myndir voru teknar af nokkrum hópum sem litu við í morgun. Skoða myndir frá Öskudeginum 2007    
Lesa meira

Ný námsskrá kynnt hjá SAF

Nýtt nám í ferðaþjónustu sem Samtök ferðaþjónustunnar og Starfsgreinasambandið hafa haft forgöngu um að láta vinna er nú tilbúið. Frá þessu er greint á vef SAF. Nýja námsskráin, "Kennum ferðaþjónustu", sem leggur áherslu á menntun ófaglærðra, verður nú prufukeyrð, á tveimur stöðum í mars; hjá Símey á Akureyri og hjá Mími í Reykjavík. Endanleg námsskrá verður síðan tilbúin fyrir næsta haust. Kynningarfundir hafa og verða haldnir á viðkomandi landssvæðum til þess að fá viðbrögð atvinnurekenda við náminu og til þess að fá fram hvaða fyrirkomulag og tímasetningar henta best við tilraunakennslu námsins. Nánar á vef SAF.
Lesa meira

Ferðamálastofa og samgönguráðuneytið skrifa undir árangursstjórnunarsamning

Undirritaður hefur verið árangursstjórnunarsamningur milli samgönguráðuneytisins og Ferðamálastofu. Tilgangur hans er að festa í sessi ákveðið samskiptaferli milli þessara aðila og skerpa áherslur í framkvæmd verkefna. Í samningnum er kveðið á um gagnkvæmar skyldur beggja aðila. Ferðamálastofa skal leggja fram áætlun til fjögurra ára fyrir 1. júlí 2007 þar sem fram komi hvernig stofnunin hyggist vinna að markmiðum sem tilgreind eru í ferðamálaáætlun 2006 til 2015. Þá skal leggja fram áætlun fyrir 15. desember ár hvert þar sem gerð er grein fyrir helstu verkefnum og árangri sem stefnt er að á komandi ári. Einnig skal leggja fram ársskýrslu þar sem borin eru saman markmið og árangur ársins og fram koma einnig þau tilmæli ráðuneytisins að Ferðamálastofa leiti leiða til að flytja verkefni út á land. Um ábyrgð og skyldur ráðuneytisins segir meðal annars að því beri að taka afstöðu til markmiðssetningar, forgangsröðunar og mælikvarða sem fram koma í langtímaáætlun Ferðamálastofu innan eins mánaðar frá því áætlunin er lögð fram. Einnig skal ráðuneytið skýra frá afstöðu sinni til árangursmats í ársskýrslu. Þá mun samgönguráðuneytið hlutast til um að fjárveitingar til starfseminnar séu nægilegar til að hún geti sinnt skyldum sínum. Þá eru talin upp í samningnum markmið og áherslur sem samgönguráðuneytið óskar eftir að unnið sé að, meðal annars rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, kynningarmál, rannsóknir, umhverfismál og fleira. Samningurinn gildir frá 1. mars næstkomandi til fjögurra ára. Á meðfylgjandi mynd skrifa þeir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Magnús Oddsson ferðamálastjóri undir árangursstjórnunarsamninginn. Mynd: Jóhannes Tómasson.
Lesa meira