Fréttir

Ferðamönnum fjölgar um 15% fyrstu tíu mánuði ársins - Ferðamannatímabilið lengist

Erlendum ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um 6,5% í október síðastliðnum miðað við október í fyrra, samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þegar tveir mánuðir eru eftir af árinu hafa 413 þúsund erlendir ferðamenn komið til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll, fleiri en nokkru sinni fyrr og 15,6% fleiri en á sama tíma í fyrra. Í október munar mest um fjölgun á meðal Norðurlandabúa og Frakka á meðan fækkun er frá flestum öðrum mörkuðum miðað við sama tímabil í fyrra. Frá áramótum nemur fjölgun erlendra ferðamanna um Leifsstöð 15,6% eins og fyrr segir. Frá áramótum er góð fjölgun frá öllum helstu mörkuðum nema Bandaríkjunum og Japan. Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu er ánægjulegast að sjá að vormánuðir og haustmánuðir halda áfram að vaxa, sem er frumskilyrði fyrir aukinni arðsemi í ferðaþjónustu. ?Mikil fjárfesting hefur átt sér stað í nýjum áfangastöðum flugfélaganna, hótelum og öðrum þáttum afþreyingar, þá hefur á undanförnum misserum verið unnið markvisst í markaðssetingu á öllum mörkuðum í samvinu við atvinnugreinina. Það má ekki slaka á í markaðssetningunni, stöðugt fleiri nýir áfangastaðir verða áhugaverðir í augum ferðamanna og við þurfum að huga að samkeppnisstöðu okkar. Verðlag virðist hækka meira hér en í mörgum samkeppnislöndum og það vinnur gegn samkeppnishæfni okkar. En það er bjart framundan, og nú þarf að hleypa nýju blóði í þróun á nýjungum í Íslenskri ferðaþjónustu sem einkum koma landsbyggðinni til góða. Þá á ég einkum við tækifæri í menningartengdri ferðaþjónustu? segir Ársæll að lokum. Frá áramótum   2006 2007 Mism. % Bandaríkin                     51.391 48.004 -3.387 -6,6% Bretland                       58.445 64.754 6.309 10,8% Danmörk                        34.456 37.733 3.277 9,5% Finnland                       8.051 9.132 1.081 13,4% Frakkland                      19.973 21.412 1.439 7,2% Holland                        10.629 13.549 2.920 27,5% Ítalía                         8.427 10.111 1.684 20,0% Japan                          5.675 5.106 -569 -10,0% Kanada                         3.804 5.711 1.907 50,1% Kína                         0 8.597     Noregur                        25.176 31.296 6.120 24,3% Pólland                        0 12.953     Rússland                        0 632     Spánn                          7.623 9.135 1.512 19,8% Sviss                          5.741 6.712 971 16,9% Svíþjóð                        24.368 30.187 5.819 23,9% Þýskaland                      36.570 38.511 1.941 5,3% Önnur þjóðerni                 56.967 59.568 2.601 4,6% Samtals: 357.296 413.103 55.807 15,6%
Lesa meira

Sérverkefni Ferðamálaseturs Íslands

Ferðamálasetur Íslands hefur verið ráðið til tveggja verkefna gegnum verkfræðistofuna VGK Hönnun. Bæði snúa verkefnin að mati á áhrifum tiltekina framkvæmda á ferðaþjónustu og útivist á því svæði sem um ræðir. Í fyrra tilfellinu er skýrsla í vinnslu fyrir Landsvirkjun, Landsnet og Þeistareyki ehf. Hún fjallar um mat á áhrifum á ferðaþjónustu og útivist af fyrirhugaðri virkjun á Þeistareykjum og háspennulína frá Kröflu að fyrirhugaðri álverslóð að Bakka við Húsavík. Forstöðumaður FMSÍ Edward H. Huijbens vinnur að þeirri skýrslu sem byggir á viðtölum við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Skýrslu verður skilað í janúar 2008. Hægt er að hafa samband við Edward gegnum: edward@unak.is Í seinna tilfellinu er um að ræða mat á áhrifum uppbyggingar Hagavatnsvirkjunar sunnan Langjökuls á ferðaþjónustu á svæðinu. Þá skýrslu vinnur Kristín Rut Kristjánsdóttir, með aðstoð Rannveigar Ólafsdóttur, sérfræðings FMSÍ. Áætlað er að skýrsla komi út í desember 2007. Hægt er að hafa samband við Kristínu gegnum: krk1@hi.is
Lesa meira

Vilja fresta flutningi málefna ferðamála til iðnaðarráðuneytis

Á aðalfundi Ferðamálasamtaka Íslands var samþykkt ályktun um að beina þeim tilmælum til Alþingis að fresta flutningi málefna ferðamála frá samgönguráðuneyti til iðnaðarráðuneytis. ?Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands haldin á Flúðum 15. nóvember 2007 vekur sérstaka athygli á fyrirætlunum Ríkisstjórnar Íslands um uppstokkun ráðuneyta og þá sérstaklega á flutningi málefna ferðamála frá samgönguráðuneyti til iðnaðarráðuneytis. Undanfarna áratugi hafa átt sér stað stórstígar framfarir á öllum sviðum málefna ferðaþjónustu og treystir aðalfundurinn á að þau verðmæti, sú reynsla og þekking, sem orðið hafa til, fái að þróast áfram til eflingar ferðaþjónustunni. Aðalfundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til Alþingis Íslendinga að fresta fyrirhuguðum breytingum t.d. um eins árs skeið og nýta þann tíma til þess að samræma og undirbúa nauðsynlega þætti þessa mikilvæga máls betur. Einnig er mikilvægt að trygga aukið fjármagn til framkvæmdarinnar og atvinnugreinarinnar," samkvæmt ályktun aðalfundar.  
Lesa meira

Iceland Express kynnir sumaráætlun til Evrópu

Iceland Express mun fjölga sumaráfangastöðum sínum um tvo og fljúga til 15 áfangastaða í Evrópu næsta sumar. Varsjá er nýr áfangastaður Iceland Express auk þess sem Barcelona bætist í hóp sumaráfangastaða en flugfélagið hóf að fljúga til Barcelona nú í haust. Sala hófst í dag á farmiðum til Evrópu næsta sumar. Auk Varsjár og Barcelona mun Iceland Express fljúga til allra áfangastaðanna sem flogið var til nú í sumar, en þeir eru Alicante, London, París, Eindhoven, Frankfurt Hahn, Basel, Friedrichshafen, Berlín, Billund, Kaupmannahöfn, Gautaborg, Stokkhólmur og Ósló. Þar að auki mun áframhald verða á flugi frá Akureyri og Egilsstöðum til Kaupmannahafnar. Þetta verður því þriðja sumarið sem Iceland Express flýgur millilandaflug frá Akureyri og annað sumarið sem beint flug verður milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar. ?Það er afar ánægjulegt að bæta við áfangastöðum í Evrópu enn eitt árið. Stefna Iceland Express er að auka stöðugt samkeppni á flugmarkaði og gera almenningi sífellt auðveldara að komast til útlanda. Viðtökurnar hafa sýnt að við erum á réttri leið, Iceland Express hefur aldrei flutt jafn marga farþega og í ár og sumaráætlun okkar 2008 ber þess merki að við ætlum að gera enn betur á næsta ári,? segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express í frétt frá félaginu.
Lesa meira

World Travel Market fer vel af stað

Í gær hófst hin árlega ferðasýning World Travel Market í London. Sem fyrr sá Ferðamálastofa um undirbúning og skipulagningu fyrir Íslands hönd en 16 íslensk fyrirtæki auk Ferðamálastofu eru meðal þátttakenda. Það eru Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi fyrir Bretlandsmarkað, og Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs, sem standa vaktina í bás Ferðamálastofu. Að sögn Ársæls hefur sýningin farið mjög vel af stað og mikið verið að gera. "Sýningarbásinn er sérlega glæsilegur og frábærlega vel staðsettur. Við verðum vör við mikinn áhuga á Íslandi og þegar hafa 2 sjónvarpsstöðvar komið til að taka viðtöl," segir Ársæll. Líkt og fyrri ár er sýningarsvæðið sett upp í samstarfi við frændur okkar á Norðurlöndunum. Mikil að vöxtumWorld Travel Market er mikil að vöxtum en hún er haldin í glæsilegri sýningahöll, ExCel í Docklands, austast í London. Sýningarbásarnir eru um 700 talsins og þarna koma saman um 4.900 sýnendur frá öllum heimshornum. Sýningin stendur yfir fí fjóra daga. Fyrstu sýningardagana, mánudag og þriðjudag, er eingöngu ?trade? sem kallað er, þ.e. að einungis fagaðilum í viðskiptaerindum er veittur aðgangur. Á miðvikudaginn er síðan almenningur og fagaðilar í bland en síðasti dagurinn, fimmtudagur, er eingöngu hugsaður fyrir almenning. Mynd: Sigrún og Ársæll í bás Ferðamálastofu.      
Lesa meira

Hótel Borg í Conde Nast Traveller

Hótel Borg fær lofsamlega umfjöllun í hinu þekkta ferðatímariti Conde Nast Traveller. Eins og flestir vita er það eitt virtasta ferðatímarit í heimi og oft nefnt drottning ferðatímaritanna. Í opnugrein í blaðinu er merkri sögu Hótel Borgar gerð skil en fyrirsögnin er ?Art Deco chills out ? Rodney Bolt checks out the Icelandic capital?s most classiest Hotel...? Eins og hún ber með sér er talsvert lagt út af innréttingum og útliti hótelsins og virðist blaðamaðurinn hafa verið einkar sáttur við dvöl sína. Jafnframt fær veitingastaðurinn Silfur jákvæða umsögn. Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela sem reka Hótel Borg, segir ánægjulegt að fá slíka umfjöllun í tímariti á borð við Conde Nast Traveller og í því felist sannarlega verðmæti. ?Staðsetning og saga Hótels Borgar markar því vissulega ákveðna sérstöðu sem bera þarf virðingu fyrir. Á síðustu misserum hefur allt hótelið verið endurnýjað, jafnt innan dyra sem utan, enda viljum við standa undir þeim kröfum um gæði sem viðskiptavinir okkar búast við,? segir Páll. Þess má geta að blaðamaðurinn, Rodney Bolt, kom hingað til lands á vegum Ferðamálastofu og Icelandair og gisti einnig á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Munu greinar hans um Ísland birtast í fleiri tímaritum á næstunni.
Lesa meira

Norðursigling hlaut nýsköpunarverðlaun SAF

Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar voru afhent í fjórða sinn síðastliðinn föstudag. Þau komu að þessu sinni í hlut hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík. Í frétt á vef SAF kemur fram að þrennt hafi einkum legið til grundvallar ákvörðunar dómnefndar: ? Norðursigling, sem nú hefur starfað í 13 sumur, hefur frá upphafi staðið fyrir samfelldri nýsköpun og vöruþróun í þeirri viðleitni fyrirtækisins að gera hvalaskoðun að eftirsóknarverðri afþreyingu á Íslandi.  Stefna fyrirtækisins er mörkuð hugsjón og virðingu fyrir sögu strandmenningar á landinu, eins og uppbygging skipakosts fyrirtækisins og aðstöðu við höfnina á Húsavík ber með sér, sem og aðkoma að Húsavíkurhátíð. ? Norðursigling hefur sýnt og sannað að með réttri hugmynd, markaðri stefnu og elju við útfærslu hennar má skapa ákveðnum stað á landsbyggðinni slíka ímynd og nafn meðal ferðamanna, að nauðsynlegt þyki að sækja hann heim. ? Samfélagsleg áhrif Norðursiglingar eru veruleg og með starfsemi sinni hefur fyrirtækið stuðlað að uppbyggingu sterks og arðbærs ferðaþjónustukjarna á Húsavík, sem fjöldi fólks hefur atvinnu af. Hlutverk Nýsköpunarsjóðs SAF er að hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar. Stjórn sjóðsins skipa: Jón Karl Ólafsson, formaður SAF, Edward Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs, og Jón Baldur Þorbjörnsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Ísafold. Saga Norðursiglingar nær aftur til 1994 þegar bræðurnir Árni og Hörður Sigurbjarnarsynir keyptu 20 tonna eikarbát, Knörrinn, og komu með til Húsavíkur. Upprunalegi tilgangurinn var sá að bjarga skipinu frá eyðileggingu en því var síðan fundið nýtt hlutverk við náttúru og hvalaskoðum, sem sló svo sannarlega í gegn. Norðursiglingu hafa hlotnast margvíslegar viðurkenningar, meðal annars umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 1996. Mynd: Kristján Möller samgönguráðherra afhendir Herði Sigurbjarnarsyni, framkvæmdastjóra Norðursiglingar, nýsköpunarverðlaun SAF 2007.
Lesa meira

Magnús Oddsson ferðamálastjóri lætur af embætti í lok ársins

?Ég hafði eðlilega velt því fyrir mér hvenær væri rétti tíminn til að ljúka þessum áfanga. Núna fer það saman að mínu þriðja skipunartímabili lýkur í árslok og ég er að nálgast svokallaða 95 ára reglu ríkisstarfsmanna. Loks er stofnunin og embættið að færast til í stjórnkerfinu. Þegar ég fór yfir málið og þetta þrennt fór saman á svipuðum tíma þá tók ég þá ákvörðun að þetta væri ágætis tímapunktur til að sækja ekki um starfið að nýju nú þegar það er laust um áramót, þetta væri orðið gott,? segir Magnús. ?Þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími að taka þátt í þróun og uppbyggingu atvinnugreinarinnar í þessi tæp 18 ár sem ég hef verið í stofnuninni. Ég skil við stofnun sem er með fjölda sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum ferðaþjónustunnar og vinnur mikið og gott starf fyrir þá sem þeir eiga að þjóna. Þetta starfsfólk hefur verið að fá fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, sem sýnir að verk þeirra eru metin að verðleikum? bætir hann við. Magnús Oddsson hefur unnið í ferðaþjónustu í rúm 33 ár. Byrjaði þann feril hjá ferðaskrifstofu 1974, vann í flugrekstri í 10 ár og hefur undanfarin tæp 18 ár unnið að ferðamálum á opinberum vettvangi og verið ferðamálastjóri frá árinu 1993. Magnús hefur setið í miklum fjölda innlendra og erlendra stjórna, ráða og nefnda tengdum ferðaþjónustu undanfarna áratugi. M.a var hann formaður og stýrði vinnu við gerð fyrstu opinberu stefnumótunar í ferðamálum, sem gilti 1996-2005, einnig við gerð ferðamálaáætlunar 2006-2015 og endurskoðun hennar á þessu ári. Þá hefur hann verið formaður í Ferðamálaráði Norðurlanda, Ferðamálaráði Vestur Norðurlanda og Scandinavian Tourism Incooperation, svo og setið í framkvæmdastjórn Ferðamálaráðs Evrópu. Magnús sat lengi í stjórn Ráðstefnuskrifstofu Íslands og var þar formaður auk setu í Náttúruverndarráði svo nokkur atriði séu nefnd.
Lesa meira

Þrjú ný græn farfuglaheimili

Til að hvetja rekstraraðila farfuglaheimila á Íslandi til að vinna markvisst að umhverfismálum ákvað stjórn Farfugla árið 2003 að þau heimili sem uppfylla ákveðin viðmið á sviði umhverfismála fái heimild til að kalla sig Græn farfuglaheimili. Því til staðfestingar fá þau að nota umhverfismerki samtakanna. Stefán Haraldsson, formaður Farfugla, afhendir Guðnýju Óskarsdóttur og Hannesi Jónssyni frá Farfuglaheimilinu Hvoli viðurkenningarskjal sitt. Þessi viðmið byggja á almennum gæðastöðlum sem öll farfuglaheimili þurfa að uppfylla. Til að fá heimild til að nota umhverfismerkið þurfa heimilin auk þess að uppfylla ýmis viðbótarskilyrði sem tengjast umhverfismálum. Á Getgjafamóti Farfugla sem haldið var á Laugarvatni um síðustu helgi fengu 3 ný Farfuglaheimili heimild til að kalla sig Græn. Þetta eru farfuglaheimilin á Kópaskeri, Ósum á Vatnsnesi og að Hvoli í Skaftárhreppi. Nú eru grænu heimilin hér á landi samtals 10 því fyrir eru farfuglaheimilin í Reykjavík, Grundarfirði, Ytra Lóni, Húsey, Seyðisfirði, Berunesi og á Laugarvatni. Við óskum nýju heimilunum innilega til hamingju með viðurkenninguna og vonumst til að hún verði öðrum heimilum hvatning til góðra verka í þessum mikilvæga málaflokki, segir í frétt frá Farfuglum. Stefán Haraldsson, formaður Farfugla, afhendir Benedikt Björgvinssyni frá Farfuglaheimilinu Kópaskeri viðurkenningarskal sitt. Stefán Haraldsson, formaður Farfugla, afhendir KnútiÓskarssyni frá Farfuglaheimilinu Ósum viðurkenningarskjal sitt.
Lesa meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel Flúðum 15.-16. nóvember næstkomandi.  Á dagskránni eru áhugaverð erindi um mál sem að brenna á ferðaþjónustunni í dag.  Fundarstjöri verður Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá.  Fundinum lýkur með kvöldverði og kvöldvöku á Hótel Flúðum þar sem Ísólfur Gylfi Pálmason verður veislustjóri.  Daginn eftir bjóða síðan ferðaþjónustuaðilar á svæðinu upp á kynnisferð.  Dagskrá fundarins:Fimmtudagur 15. nóvember.Kl.: 12:30  Hótel Flúðir - Afhending fundargagnaKl.: 13:00  Setning aðalfundar - Pétur Rafnsson, formaður Kl.: 13:10  Ávarp: Kristján Möller, samgönguráðherraKl.: 13:20  Ávarp: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Hrunamannahrepps Kl.: 13:30  Skipað í fastanefndir aðalfundar:                  Kjörnefnd-Kjörbréfanefnd-Fjárhagsnefnd Kl.: 13:35  Erindi 1: Uppbygging markaðsstofa í landshlutunum ?Skipulag                 Stefán Stefánsson, formaður FSA Kl.:  13:45  Erindi 2: Uppbygging markaðsstofa í landshlutunum -                   Fjármögnun - Pétur Rafnsson, formaður FSÍ Kl.: 13:50  Erindi: Þróun menntunar og öryggismála í afþreyingarferðaþjónustu -                 Dr. Guðrún Helgadóttir, Háskólanum á Hólum Kl.: 14:05  Umræður og fyrirspurnir Kl.: 14:30  Kaffihlé Kl.: 15:00  Aðalfundarstörf samkvæmt lögum FSÍ Kl.: 17:00  Fundarlok Kl.: 18:00  Móttaka Kl.: 19:00  Kvöldverður og kvöldvaka                 Veislustjóri Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri   Föstudagur 16. nóvember. Kl.: 10:00-12:00   Kynnisferð ? Ferðaþjónusta á svæðinu Kl.: 13:00             Rútuferð til Reykjavíkur Fundarstjóri: Friðrik Pálsson, hótelstjóri Hótel Rangá Skráning á fundinn er í síma 898-6635 eða petur@icetourist.is Bókun herbergja á Hótel Flúðum er á heimasíðu hótelsins, fludir@icehotels.is eða í síma 486-6630. Bókun flugs til Reykjavíkur á aðalfund FSÍ á Flúðum: Hópadeild Flugfélags Íslands í síma  570-3075 virka daga frá kl 9-16 eða meðe-mail hopadeild@flugfelag.is  
Lesa meira