Fréttir

Gistinóttum í september fjölgaði um tæp 5%

Gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 121.400 en voru 116.100 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 5.300 nætur eða tæplega 5%.  Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag. Gistinóttum fjölgaði eingöngu á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Hlutfallslega varð meiri fjölgun á Suðurlandi þar sem hún nam tæpum 15%, en gistinóttum fjölgaði þar úr 11.600 í 13.400 milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um tæp 8% en þar fór fjöldi gistinátta úr 77.900 í 83.800.  Á öðrum landsvæðum fækkaði gistinóttum á hótelum í september milli ára. Samdrátturinn var mestur á Austurlandi en gistinóttum fækkaði úr 5.600 í 4.200, 25%. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða nam fækkun gistinátta tæpum 9% þegar gistinætur fóru úr 10.500 í 9.600 milli ára.  Á Norðurlandi var lítil breyting milli ára, eða um 1% samdráttur.  Fjölgun gistinátta á hótelum í september má aðeins rekja til Íslendinga (29%) því gistinóttum  útlendinga fækkaði um rúmt 1%. Nánar á vef Hagstofunnar
Lesa meira

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar áfram

Í október síðastliðnum fóru rúmlega 184 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við rúmlega 170 þúsund í október í fyrra. Fjölgunin nemur 8,6%. Fjölgunin í október er í takt við þróun farþegafjölda fyrir árið í heild en frá áramótum hefur farþegum fjölgað um 8,33%. Tölurnar eru greindar niður eftir því hvort farþegar eru á leið til landsins, frá landinu eða hvort um áfram- og skiptifarþega (transit) er að ræða. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.     Okt.07. YTD Okt. 06. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 81.043 820.764 71.740 760.166 12,97% 7,97% Hingað: 81.267 829.496 72.202 758.104 12,56% 9,42% Áfram: 3.309 36.125 2.900 19.106 14,10% 89,08% Skipti. 19.038 231.698 23.181 233.157 -17,87% -0,63%   184.657 1.918.083 170.023 1.770.533 8,61% 8,33%
Lesa meira

Skýrsla nefndar um móttöku skemmtiferðaskipa

Skýrsla nefndar um móttöku skemmtiferðaskipa sem samgönguráðherra skipaði í febrúar á þessu ári, var lögð fram í gær. Meginniðurstaða nefndarinnar er að með bættri aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip og farþega þeirra má annars vegar stuðla að fleiri skipakomum og hins vegar nýta betur þau tækifæri sem þessi starfsemi hefur hér á landi. Í skýrslunni er að finna margháttaðar upplýsingar um þróun í móttöku skemmtiferðaskipa hérlendis, um vöxt og viðgang greinarinnar, eðli starfseminnar og markaðssetningu, leiðir skipanna tegundir skipa, fjöldi þeirra og eignarhald. Fjallað er um aðstöðu hérlendis, reglur um öryggi farþega og í viðaukum eru ýmsar tölulegar upplýsingar. Þá eru í skýrslunni fjölmargar tillögur sem hafa það markmið að virkja fleiri aðila til að veita skemmtiferðaskipum og farþegum þeirra þjónustu og taka þátt í markaðsstarfi. Skýrsluna í heild er að finna á vef samgönguráðuneytisins, ásamt því sem hún hefur verið skráð í gagnagrunn um útgefið efni hér á vefnum. Í frétt á vef samgönguráðuneytisins lýsti Kristján L. Möller samgönguráðherra ánægju sinni með tillögurnar og sagði ljóst að þar væri margt sem brýnt væri að vinna úr. Það yrði að hluta til verkefni nýs ráðherra ferðamála þar sem ferðamál flytjast til iðnaðarráðuneytisins um áramót. Áfram yrði þó hlutverk samgönguráðuneytis að stuðla að bættri aðstöðu í höfnum til að hlúa að þessum vaxtarbroddi. Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, skipaði starfshópinn í febrúar á þessu ári en auk Gísla Gíslasonar sátu í hópnum Gunnar Rafn Birgisson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik, Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, Hörður Blöndal, hafnarstjóri á Akureyri og Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar og fyrrverandi formaður hafnaráðs. Með hópnum starfaði Rúnar Guðjónsson, viðskiptafræðingur í samgönguráðuneytinu. Skoða skýrsluna í heild
Lesa meira

Iceland Express tilnefnt sem markaðsfyrirtæki ársins

Iceland Express hefur verið tilnefnt sem markaðsfyrirtæki ársins af ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks. Félagið er eitt þriggja fyrirtækja sem tilnefnd eru til verðlaunanna, en Glitnir og Landsbankinn eru einnig tilnefnd í ár. Tilkynnt verður þann 8. nóvember hvert þessara félaga hlýtur verðlaunin að þessu sinni, en ÍMARK veitir þau fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á líðandi ári og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst af markaðsstarfinu. Jafnframt er áhersla lögð á að staðið hafi verið að markaðsmálunum af fagmennsku, segir í tilkynningu frá Iceland Express.
Lesa meira

Metsumar í ferðaþjónustu

Ný met voru slegin í sumar í fjölda ferðamanna hingað til lands. Í fyrsta skipti fór fjöldi erlendra ferðamanna yfir 80 þúsund í einum mánuði en það gerðist bæði í júlí og ágúst síðastliðnum. Fyrstu 9 mánuði ársins voru erlendir ferðamenn sem fóru um Leifsstöð 379 þúsund talsins og fjölgaði um 16,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Ársæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu segir að aldrei fyrr hafi verið jafnmikið framboð af flugsætum og hótelherbergjum fyrir hendi. ?Við áttum von á þessum fjölda í sumar og það hefur verið góður gangur víðast hvar. Nú er svo að sjá hvernig gengur í vetur að viðhalda vexti síðustu missera. Það má hvergi slaka á í markaðs- og sölumálum á mörkuðum,? segir Ársæll. Sem fyrr segir voru júlí og ágúst sannkallaðir metmánuðir með yfir 80 þúsund ferðamenn í hvorum mánuði. Fram að því var mesti fjöldi í einum mánuði tæplega 70 þúsund ferðmenn, í ágúst 2006. Í september fóru 39 þúsund ferðamenn um Leifsstöð sem er 1% fækkun miðað við fyrra ár. Sé litið á árið í heild það sem af er má sjá að góð aukning er frá flestum mörkuðum. Frá áramótum           2006 2007 Mism. % Bandaríkin                     47.801 44.572 -3.229 -6,8% Bretland                       50.936 57.445 6.509 12,8% Danmörk                        31.030 33.994 2.964 9,6% Finnland                       7.128 8.104 976 13,7% Frakkland                      19.360 20.636 1.276 6,6% Holland                        9.633 12.727 3.094 32,1% Ítalía                         8.161 9.835 1.674 20,5% Japan                          4.846 4.735 -111 -2,3% Kanada                         3.334 5.360 2.026 60,8% Kína                           7.447     Noregur                        22.053 28.183 6.130 27,8% Pólland                          11.832     Rússland                          603     Spánn                          7.348 8.915 1.567 21,3% Sviss                          5.571 6.514 943 16,9% Svíþjóð                        21.384 26.790 5.406 25,3% Þýskaland                      34.935 37.129 2.194 6,3% Önnur þjóðerni                 51.699 54.107 2.408 4,7% Samtals: 325.219 378.928 53.709 16,5%                         Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2007 (uppfært til loka september 2007)
Lesa meira

Vel heppnaðir vinnufundir á Spáni

Ísland tók fyrr í mánuðinum þátt í árlegum vinnufundum (workshop) Norðurlanda fyrir spænska markaðinn. Voru þeir haldnir í Madrid og Barcelona og tókust mjög vel. Byrjað var á kynningu þar sem þekktur spænskur blaðamaður, Pedro Madera, sagði frá kynnum sínum af löndunum fjórum sem stóðu að viðburðinum (Svíþjóð, Danmörk, Noregur og Ísland). Að því loknu sátu íslensku þáttakendurnir fyrir svörum hjá starfsfólki ferðaskrifstofa og ferðaheildsala sem gengu á röðina og þótti mikill fengur í að geta leitað til svo margra íslenskra aðila í ár. Íslensku aðilarnir voru: Iceland Excursions-Gray Line, Reykjavik Excursions, Flugfélag Íslands, Iceland Travel, Ferðaþjónusta bænda, Erlingsson Naturreisen, Icelandair, Centerhotels og Saltfisksetrið í Grindavík auk auk skrifstofu Ferðamálastofu í Evrópu. ?Spánn er það markaðssvæði meginlandsins þar sem hlutfallslega langmest aukning hefur verið á ferðamönnum til Ìslands á síðustu misserum og ekki var hægt að finna annað á viðtökunum nú en að við eigum ennþá talsvert inni á þessum markaði,? segir Davíð Jóhannsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu í Evrópu.
Lesa meira

Skýrsla um framkvæmd ferðamálaáætlunar lögð fram á Alþingi

Í dag 30. október var lögð fram á Alþingi skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar 2006-2015. Samkvæmt lögum um skipulag ferðamála er Ferðamálastofu falin framkvæmd áætlunarinnar. Í skýrslu ráðherra er farið yfir verkefni ársins 2006. Skoða skýrsluna
Lesa meira

Gullverðlaun MK-nema í Evrópukeppni hótel- og ferðamálaskóla

Nemendur úr Menntaskólanum í Kópavogi náðu frábærum árangri í árlegri nemakeppni AEHT (Evrópusamtaka hótel og ferðamálaskóla) á dögunum. Komu þeir heim með gullverðlaun í ferðafræðum. Keppnin var haldin í ferðamannabænum Jesolo nálægt Feneyjum. Um er að ræða liðakeppni þar sem dregnir eru saman þátttakendur frá ólíkum löndum sem síðan spreyta sig á verkefnum tengdum áherslusviðum þeirra í námi. Að þessu sinni var keppt í kökugerð, gestamóttöku, framreiðslu, barþjónustu, ferðafræðum, matreiðslu, stjórnun og flamberingu. Tillögur til úrbóta í markaðssetninguTinna Hrund Gunnarsdóttir, nemi á ferðalínu MK, tók þátt í keppni í ferðafræðum ásamt Melanie frá Hollandi og Jenny frá Svíþjóð. Verkefnið að þessu sinni var þrískipt. Nemendur byrjuðu á að taka eintaklingspróf og eftir að skipt hafði verið í lið fengu þeir 5 klukkutíma til að rannsaka ferðaþjónustumöguleika Jesolo með tilliti til styrkleika, veikleika, ógnana og tækifæra. Þau áttu að koma með tillögur  til úrbóta og hvernig markaðssetja mætti staðinn betur. Nemendur áttu að skila inn skýrslu og fengu síðan 3 klukkutíma til að undirbúa kynningu á verkefni sínu sem flutt var frammi fyrir áhorfendum og dómnefnd. Hlutu þau sem fyrr segir gullverðlaun fyrir.Aron Egilsson, bakaranemi, keppti í eftirréttagerð ásamt Effer frá Tyrklandi og Mauro frá Ítalíu. Verkefni þeirra var að útbúa þrjár tegundir af eftirréttum og skrautstykki úr marsipani eða súkkulaði. Góður árangur MK á liðnum árunmEvrópusamtök hótel og ferðamálaskóla voru stofnuð árið 1988 og voru aðilar þá samtals 24 skólar í 16 Evrópulöndum. Samtökin hafa vaxið jafnt og þétt og nú eru á fjórða hundrað skólar frá 39 löndum í samtökunum. Skiptast löndin á um að halda keppnina og ráðstefnu sem fram fer samhliða. MK hefur sent nemendur í AEHT keppnina frá því árið 1998 með einstökum árangri sem tekinn er saman í eftirfarandi töflu: 1998 Faro, Portúgal 1. sæti fyrir eftirrétt 1999 Diekirch, Lúxemborg 2. sæti í ferðafræðum 2001 Linz, Austurríki 1. sæti fyrir eftirrétt 2002 San Remo, Ítalíu   2003 Kaupmannahöfn 1. sæti fyrir eftirrétt 2004 Bled, Slóveníu 1. sæti í ferðafræðum 2. sæti fyrir eftirrétt 2005 Antalya, Tyrklandi 1. sæti í ferðafræðum 2006 Killarney, Írlandi 1.     sæti í ferðafræðum 1. sæti í kökugerð 2007 Jesolo Lido, Ítalíu 1.      sæti í ferðafræðum Ingólfur Sigurðsson, fagstjóri í bakstri og Ásdís Ó. Vatnsdal, enskukennari hafa lengst af séð um að þjálfa og undirbúa nemendurna fyrir AEHT keppnirnar. Einnig hafa þau setið í dómnefnd nokkrum sinnum. Helene H. Pedersen, fagstjóri ferðagreina í MK, er fulltrúi Íslands í framkvæmdaráði AEHT og situr alla fundi þess sem og aðalfund samtakanna. Mynd: Tinna Hrund og Aron.
Lesa meira

Ferðamálastofa vinnur til verðlauna í Bretlandi

BMI publications, sem gefa m.a. út blöðin Selling Short Breaks & holidays og Selling Long haul fyrir sölufólk, veita árlega verðlaun í nokkrum flokkum til aðila í ferðaþjónustu. Ferðamálastofa hefur verið valin best í flokknum ?Tourist Office offering best assistance to agents for Scandinavia & and the Baltics 2007? Það er sölufólk á ferðaskrifstofum og sjálfstæðir söluaðilar sem sendir inn tilnefningarnar og í ár var slegið met í þátttöku eða um 14.000 samtals. Tæmandi listi yfir alla sem fengu verðlaun verður birtur í Selling short Breaks & holidays og Selling Long Haul í desember næst komandi. Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu fyrir Bretland, segir vissulega ánægjulegt að fá viðurkenningu sem þessa fyrir það starf sem unnið er á markaðinum. Jafnframt sé auglýsingagildið umtalsvert þar sem BMI publications auglýsi verðlaunin rækilega í sínum miðlum.   Þess má geta að Icelandair fengu þessi verðlaun í fyrra sem Best Airline to Scandinavia.
Lesa meira

Styrkur til rannsókna á nýsköpun í ferðaþjónustu

Gestaprófessor Ferðamálaseturs Íslands, dr. John Hull hlaut nýverið styrk frá Tækniháskólanum í Auckland á Nýja Sjálandi til samanburðarrannsóknar á stefnumótun í nýsköpun milli Íslands og Nýja Sjálands.  Nýsköpun er vanalegast tengd framþróun tækni og vísinda, en hefur einnig á undanförnum árum verið sett í samhengi við mótun nýrra framleiðslu hátta, framboðsaukningar og þjónustu þá sérstaklega með tilliti til flæði þekkingar, samvinnu og tengslamyndunar. Rannsókn dr. Hull byggir á samanburði tveggja áfangastaða á Norðaustur horni landsins og tveggja á Suðureyju Nýja Sjálands, sem hann mun nálgast með viðtölum og tölfræðigreiningu. Þessi rannsókn er frumraun og er ætluð til undirbúnings stærri rannsóknar sem fjallar um: a)      Þróun áfangastaða á jaðarsvæðum b)      Að bera kennsl á og skjalfesta nýsköpun sem á sér stað þegar c)      Mat á hvernig slík nýsköpun leggur til efnahaglegrar sjálfbærni áfangastaðar d)      Að auka skilning á því hvernig áfangastaðir laga sig að breytingum í umhverfi og á samfélagi samfara       auknum fjölda ferðamanna e)      Aðstoð við stefnumótun og upplýsta ákvarðannatöku hagsmunaaðila á staðnum Auk þessa vinnur forstöðumaður Ferðamálaseturs að stefnumótun rannsóknaráherslna fyrir rannsóknir á nýsköpun í ferðaþjónustu fyrir hönd Norræna nýsköpunarsjóðsins, en þeir hafa hugsað sér að gera ferðaþjónustu að einu af sínum áherslusviðum. Það verkefni er unnið í samstarfi við aðila á öllum Norðurlöndum og mun skýrsla koma út í janúar 2008 og í framhaldinu má búast við fjölda rannsókna er tengjast nýsköpun í greininni með samnorrænt notagildi.
Lesa meira