Fréttir

Nýtt starfsfólk Ferðamálastofu

Ferðamálastofu hefur á síðustu vikum bæst góður liðsauki með tveimur nýjum starfskröftum. Þetta eru þær Ulrika Petersson og Simone Reppisch sem báðar starfa á skrifstofum Ferðamálastofu erlendis. Ulrika Petersson (sjá mynd) mun starfa við sem markaðsfulltrúi á skrifstofu Ferðamálastofu í Kaupmannahöfn og er þar við hlið Lisbeth Jensen sem veitir skrifstofunni forstöðu. Ulrika er þrítugur Svíi sem býr í Malmö. Ulrika hefur lokið háskólaprófi við Háskólann í Lundi/Helsingborg í þjónustustjórnun og ferðamálum. Hún hefur unnið á skrifstofu Upplýsingamiðstöð ferðamála Malmö borgar. Þá hefur sú tímabundna breyting orðið á skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt að Simone Reppisch mun næstu mánuði leysa af Ninu Becker, sem er í barnsburðarleyfi.
Lesa meira

Auglýst eftir tilnefningum til Scandinavian Travel Award

Líkt og undanfarin ár verða Scandinavian Travel Award ferðaverðlaunin afhent á ITB-ferðasýningunnia í Berlín í mars nk. Markmiðið er að verðlauna framúrskarandi nýjungar, góða þjónustu og árangursríka markaðssetningu í ferðaþjónustu Norður-Evrópu. Verðlaunin veita einnig verðlaunahöfum aukna athygli fjölmiðla og staðfesta gildi þess að gera vel. Verðlauna-hafarnir geta nýtt sér þennan heiður í markaðssetningu og til að styrkja stöðu sína á Þýsklandsmarkaði. Mynd: Frá ITB-ferðasýningunni í fyrra. Nú hefur verið auglýst eftir tilnefningum til verðlaunanna og er hægt að stinga upp á bæði sjálfum sér eða öðrum. Verðlaun eru veitt í tveimur flokkum: ?Nýjung? þar sem leitað er að árangursríkri nýjung í ferðamennsku á norðurslóðum. Til greina kemur nýstárleg vara, nýstárleg markaðssetning, nýstárleg þjónusta, viðskiptavinatengsl eða tæknileg nýjung. ?Árangur? þar sem leitað er að ?succes stories? úr geiranum. Vörur sem hafa til lengri tíma (a.m.k. frá 2004) haldið velli á markaðnum og eru þessvegna spennandi og til fyrirmyndar. Nánari upplýsingar og umsóknarform eru í meðfylgjandi word-skjali. Tilnefningar til markaðsverðlauna í Þýskalandi (Word)  
Lesa meira

Flokkun tjaldsvæða - endurskoðun á viðmiðum - þín skoðun

Nú eru liðin rúm tvö ár frá því að Ferðamálastofa setti fram þá hugmynd að vinna að flokkunarviðmiðum fyrir tjaldsvæði í landinu. Í framhaldi af því var settur af stað vinnuhópur til að koma með tillögur að flokkunarviðmiði. Í hópnum áttu sæti auk fulltrúa Ferðamálastofu fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferðamálasamtökum Íslands, Ferðaþjónustu bænda, Bandalagi íslenskra farfugla og Félagi ferðamálafulltrúa. Því miður eru ekki til hagsmunasamtök þeirra er reka tjaldsvæði og var því ekki hægt að leita í þeirra smiðju. Hins vegar ber þess að geta að margir tjaldsvæðarekendur eiga aðild að áðurnefndum samtökum á einn eða annan hátt. Umræðusvæði um endurskoðun viðmiða?Nú þykir okkur hjá Ferðamálastofu komið að endurskoðun á þessum viðmiðum og höfum við því opnað umræðusvæði hér á vefnum. En það er von okkar að þeir sem á einn eða annan hátt telja málið sér skylt komi með ábendingar um hvað betur mættir fara í þessum viðmiðum. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að það verður seint hægt að gera öllum til hæfis en vonum að þegar upp verður staðið þá verði þessi flokkunarviðmið fyrir tjaldsvæði til þess fallin að auka enn á gæðavitund kaupenda og seljenda þessara þjónustu,? segir Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu. Umræðusvæði þetta verður opið til og með 31. mars 2007 og ný viðmið kynnt í maí nk. sem taka gildi frá og með 1. janúar 2008. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega til þess að taka þátt í umræðum en ætlast til þess að allir skrifi undir fullu nafni. Fara á umræðusvæði  
Lesa meira

Ferðamálastofa tók á móti finnsku gæðaverðlaununum í ferðaþjónustu

Ferðamálastofa tók í gær á móti finnsku gæðaverðlaununum í ferðaþjónustu. Verðlaunin voru afhent á MATKA ferðakaupstefnunni í Helsinki og veitti Lisbeth Jensen, forstöðukona Ferðamálastofu á Norðurlöndum, viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. Mikilvæg verðlaun á stærsta markaði okkarAð sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu eru verðlaunin sérstaklega mikilvæg á þessum stærsta markði Íslenskrar ferðaþjónustu, Norðurlöndunum. ?Skrifstofa Ferðamálastofu á Norðurlöndum er einmitt 3ja ára núna og við eru ákaflega stolt af þessari viðurkenningu. Viðurkenningin er gæðaverðlaun til íslenskrar ferðaþjónustu og tekur til þjónustu á markaðinum við ferðasala og fjölmiðla. Í rökstuðningi dómnefndar er sérstaklega tekið fram að markaðssetning á Íslandi sem áfangastað sé miðuð að einstakri náttúru landsins, fjölbreyttri þjónustu á öllum sviðum ferðamála og miklum möguleikum á afþreyingu, menningu og verslun,? segir Ársæll. ?Verðlaun sem þessi eru ánægjuleg og sýna að mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað, þau hvetja okkur ennfremur til frekari dáða og eru viðurkenning á að landkynning og markaðssetning á Íslandi er vel skipulögð og nær árangri. En það er líka önnur hlið á málinu sem er sú að við verðum að standa undir síauknum væntingum ferðamanna hvað varðar þjónustu, viðmót og stöðuga nýsköpun? segir Ársæll að lokum.
Lesa meira

Staða verkefna í Ferðamálaáætlun

Í samræmi við Ferðamálaáætlun 2006-2015 voru í febrúarmánuði 2006 skilgreind 12 verkefni áætlunarinnar sem hafin yrði vinna við á fyrsta ári hjá starfsfólki Ferðamálastofu. Flestum þessara verkefna er þegar lokið eða um það bil að ljúka. Þá er fjöldi verkefna í eðli sínu án upphafs og endis og í sívinnslu hjá stofnuninni. Hér að neðan veður farið yfir stöðu hvers verkefnis um sig. 1. Skilgreining á lágmarkskröfum til upplýsingamiðstöðva og auðkenni þeirra.Verkefninu lauk í sumar. 2. Þarfagreining um nauðsynlegar rannsóknir í ferðaþjónustu.Verkefninu er lokið og Ferðamálastofa hefur gert tillögu um forgangsröðun rannsókna. 3. Úttekt á stöðu deiliskipulags á fjölsóttum ferðamannastöðum.Verkefninu lauk í sumar og jafnframt hefur verið unnin forgangsröðun vegna þeirra staða sem ekki eru með deiliskipulag. 4. Samanburður á rekstrarumhverfi ferðaþjónustu á Íslandi og öðrum Norðurlöndum.Verkefnið er í vinnslu hjá verktaka í Danmörku og áætluð verklok eru í janúar 2007 5. Flokkun ráðstefnuaðstöðu.Skoðaðir hafa verið nokkrir staðlar m.a Horesta, sem Ferðamálastofa hefur látið þýða yfir á Íslensku. Þessi þýðing hefur síðan verið send á hagsmunaaðila, þ.e. SAF og Ráðstefnuskrifstofu Íslands, til umsagnar og álitsgjafar. Er nú á Þorra að vænta niðurstðu og ákvarðanatöku um hvort þessi dönsku viðmið verða notuð. 6. Gæðakönnun meðal innlendra og erlendra ferðamanna.Könnun meðal innlendra ferðamanna lokið og var hún kynnt á Ferðamálaráðstefnunni í nóvember. Könnun meðal erlendra ferðamanna er í undirbúningi. 7. Rannsóknir á áhrifum nýsköpunar á vöxt í ferðaþjónustu. Þetta verkefni er enn á undirbúningsstigi og óljóst um verklok 8. Stofnun gagnamiðstöðvar um tölfræði og rannsóknir í ferðaþjónustu.Mjög viðamikið verkefni vegna hugbúnaðar/ samninga við eigendur gagna o.fl. Verklok eru áætluð 1. apríl 2007 9. Einföldun á kvartanaferli fyrir ferðamenn.Verkefninu er lokið og rafrænt form til að senda inn kvartanir er komið á vefi Ferðamálastofu til notkunar fyrir neytendur. 10. Rafrænt bókunarkerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu.Verkefninu er um það bil að ljúka og er þegar komið til framvæmda að hluta. 11. Samstarf við Almannavarnir um nauðsynlega þjónustu við ferðamenn.Samstarf er hafið við almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra um nauðsynlega þjónustu. Í reynd eru engin verklok sem slík. 12. Markaðsrannsóknir.Í Ferðamálaáætluninni er gert ráð fyrir markaðsrannsóknum á okkar helstu markaðssvæðum svo og á nýjum. Nokkar nýlegar rannsóknir hafa verið gerðar á erlendum mörkuðum með vísan til Íslands. Þær stærstu hafa verið unnar í N.-Ameríku og í Evrópu á vegum verkefnisins Iceland Naturally. Með þeim má segja að fyrir liggi nýlegar niðurstöður á þessum stærstu markaðssvæðum okkar. Þá er í ferðamálaáætlun gert ráð fyrir að gera markaðsrannsóknir á fjarmörkuðum okkar, sem nauðsynlegs undanfara almennrar markaðsvinnu fyrir Ísland. Þegar hafa verið kynntar hluti af niðurstöðum markaðsrannsóknar sem unnin var í Asíu fyrir Norðurlöndin í heild þar sem þó var spurt um hvert land fyrir sig og var rannsóknin kostuð af tekjum Ferðamálaráðs Norðurlanda. Þá eru nýlega komnar niðurstöður úr sameiginlegri markaðsrannsókn Norðurlandanna í Póllandi. Þá má nefna nokkur verkefni sem eru í áætluninni og er þegar lokið eða í farvegi annars staðar en hjá Ferðamálastofu: Endurskoðun laga um skipulag ferðamála. Ný lög tóku gildi 2006. Tryggt verði aðgengi að hröðu fjarskiptaneti við fjarnám. Er í vinnsu í fjarskiptaáætlun. Sameining leyfa í veitingarekstri. Er í vinnslu. Hagstofunni hefur verið falin gerð hliðarreikninga við þjóðhagsreikninga. (Satellite Account) Verkefnalistinn hefur þegar á fyrsta ári tekið breytingum í takt við þróun greinarinnar. Á næstu 9 árum verða miklar breytingar á verkefnum, enda gengið út frá því að Ferðamálaáætlunin lagi sig að þörfum greinarinnar við þróun ferðaþjónustunnar til frekari arðsemi fyrir greinina og þjóðarbúið.
Lesa meira

Ferðamálastjóri í síðdegisútvarpi Rásar 2

Magnús Oddsson ferðamálastjóri var í gær í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2. Tilefnið var mikil fjölgun gesta erlendis frá á síðasta ári en eins og fram hefur komið þá voru þeir rúmlega 422 þúsund og hafa aldrei verið fleiri. Hlusta á viðtal  
Lesa meira

Ferðasýning í Fífunni í vor

Dagana 20.-22. apríl næstkomandi verður haldin ferðasýning í Fífunni  Kópavogi. Í raun er um að ræða þrjár sýningar undir sama þaki, það er Ferðasýningin 2007, Golf á Íslandi 2007 og Sumar 2007. Að sýningunum stendur fyrirtækið Íslandsmót í samstarfi við fleiri aðila og að ferðasýningunni 2007 koma Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands. Í kynningu á sýningunni segir m.a. markmið sýningarinnar sé að auka áhuga Íslendinga á ferðamennsku/ferðaþjónustu á Íslandi, veita upplýsingar um fræðslu, menntun og umhverfismál, kynna framboð á íslenskri ferðaþjónustu fyrir almenningi og fagaðilum, kynna framboð ferða til útlanda fyrir Íslendingum og kynna möguleika golfíþróttarinnar hérlendis sem erlendis í tengslum við ferðalög. Samhliða sýningunni verða fyrirlestar og ráðstefna. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Íslandsmóta.
Lesa meira

Hornstrandir - Ráðstefna um skipulagsmál

Ráðstefna um skipulagsmál á Hornstr0ndum, þ.e. í fyrrum Sléttu- Grunnavíkur- og Snæfjallahreppum, verður haldin 26.-27. janúar 2007 í Hömrum á Ísafirði. Ráðstefnan er hluti af vinnu við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.   Til umfjöllunar verður landnýting og framtíðar skipulag svæðisins. Fjallað verður um hvernig má mæta þörfum hagsmunaaðila án þess að skerða náttúruleg og menningarleg verðmæti svæðisins. Reynt verður að fá fram sem flest sjónarmið þeirra sem hagsmuna eiga að gæta við framtíðarskipulag svæðisins. Hagsmunaaðilar og sérfræðingar munu ræða um verndun, ferðaþjónustu og nýtingu landeigenda á svæðinu og á öðrum sambærilegum svæðum. Ráðstefnan er öllum opin og ekkert þátttökugjald. Dagskrá og nánari upplýsingar á vef Ísafjarðarbæjar
Lesa meira

Dagskrá aðalfundar Ferðamálasamtaka Íslands

Dagskrá aðalfundar Ferðamálasamtaka Íslands liggur nú fyrir. Fundurinn verður eins og fram hefur komið haldinn á Hótel Ísafirði fimmtudaginn 25 og föstudaginn 26 janúar 2007. Að samtökunum standa átta landshlutasamtök og að þeim eiga aðild ferðaþjónustuaðilar og sveitarfélög á viðkomandi svæðum. Formaður samtakanna er Pétur Rafnsson. Dagskrá fundarins: Fimmtudagur 25. janúar. Kl.: 12:30 Hótel Ísafjörður - Afhending fundargagna Kl.: 13:00 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands   Setning - Pétur Rafnsson, formaður Kl.: 13:10 Ávarp Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra Kl.: 13:25 Skipað í fastanefndir aðalfundar: Kjörnefnd-Kjörbréfanefnd-Fjárhagsnefnd.  Kl.: 13:30  Erindi: Uppbygging Markaðsstofu Vestfjarða Jón Páll Hreinsson, framkvæmdarstjóri Kl.: 13:45 Erindi: Sameinaðir kraftar koma okkur lengra, stefnumótun og   miðlun upplýsinga.Stefán Stefánsson, formaður Ferðamálasamtaka Austurlands og Sævar Örn Sævarsson, vefráðgjafi og verkefnastjóri hjá IGM. Kl.: 14:20  Umræður og fyrirspurnir Kl.: 15:00 Kaffihlé Kl.: 15:30 Aðalfundarstörf samkvæmt lögum FSÍ Kl.: 17:30 Fundarlok Kl.: 19:00 Móttaka í boði bæjarstjórnar Kl.: 20:30  Kvöldverður og kvöldvakaVeislustjóri Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.  Föstudagur 26. janúar. Kl.: 9-11 Kynnisferð ? Ferðaþjónusta á svæðinu kynnt    Flug til Reykjavíkur Fundarstjóri: Ingi Þór Ágústsson, bæjarfulltrúi 1. Skráning á fundinn er í síma 898-6635 eða petur@icetourist.is Bókun herbergja á Hótel Ísafirði er á heimasíðu hótelsins. www.hotelisafjordur.is eða í síma 456-4111. Bókun flugs til Ísafjarðar á aðalfund FSÍ: Hópadeild Flugfélags Íslands í síma  570 3075 virka daga frá kl 9-16 eða meðe-mail hopadeild@flugfelag.is  
Lesa meira

Aukin gagnasöfnun á sviði ferðaþjónustu

Ákveðið hefur verið að vinna að gerðs svonefnds hliðarreiknings fyrir ferðaþjónustu á Íslandi en með því er átt við víðtæka gagnasöfnun um umfang ferðaþjónustu í íslensku efnahagslífi. Samgönguráðuneytið hefur samið við Hagstofu Íslands um verkefnið og veitir til þess sjö milljónum króna. Frá þessu er  greint í frétt á vef Samgönguráðuneytisins. Í fréttinni kemur fram að í fyrstunni er um tilraunaverkefni að ræða sem standa á fram á árið 2008 og mun reynslan skera úr um framhald málsins. Starfshópur sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra skipaði haustið 2005 komst að þeirri niðurstöðu að með upptöku hliðarreikninga myndi fást skýrari og betri mynd af stöðu og mikilvægi ferðaþjónustunnar sem nýtast myndi bæði stjórnvöldum og einkaaðilum til markvissari ákvörðunartöku. Eftir sem áður yrði safnað upplýsingum um fjölda erlendra ferðamanna sem til landsins koma og fjölda gistinátta. Verkefnið er unnið á grundvelli alþjóðlegrar skilgreiningar og aðferðafræði sem Alþjóða ferðamálastofnunin og OECD hafa sett fram og er unnið eftir í fjölmörgum löndum. Með því er unnt að mæla umsvif ferðaþjónustu sem atvinnugreinar og auðveldar það samanburð við umfang ferðaþjónustu í öðrum löndum svo og samanburð ferðaþjónustu við aðrar atvinnugreinar landsmanna. Ferðaþjónustan er ein stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein hér á landi og því mikilvægt að hafa upplýsingar um umsvif hennar eftir viðurkenndum og samanburðarhæfum alþjóðlegum stöðlum og matsaðferðum sem eru í samræmi við reiknikerfi þjóðhagsreikninga. Þá er ljóst að skýrar og greinargóðar upplýsingar sem reikningarnir munu gefa munu nýtast fyrirtækjum verulega við gerð rekstraráætlana og við mat á hugsanlegu framboði og eftirspurn í greininni. Fyrsti áfangi verkefnisins snýst um að afmarka og skilgreina atvinnugreinar sem teljast vera ferðaþjónusta. Í næsta áfanga sem unninn verður á tímabilinu frá mars til október á þessu ári fer fram gagnaöflun og í framhaldi af því fer fram úrvinnsla gagna. Á fyrsta ársfjórðungi 2008 yrði gefin út lokaskýrsla og tillögur mótaðar um framhald verksins.  
Lesa meira