Ferðamálaráðstefnunni frestað

Ferðamálaráðstefnunni frestað
Ferðamálaráðstefnan 2006 mynd

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta Ferðamálaráðstefnunni sem ákveðið var snemma í vor að halda 15. nóvember n.k.

Eins og kunnugt er munu málefni ferðaþjónustunnar færast á milli ráðuneyta um áramót.
Eðlilegra er því að ferðamálaráðstefnan verði færð um nokkrar vikur og haldin sem næst þeim tíma þegar yfirfærsla málaflokksins á sér formlega stað, frekar en í því ferli miðju. Ný dagsetning verður tilkynnt fljótlega en ráðstefnan verður í Reykjavík.

Mynd: Frá ferðamálaráðstefnunni 2006.


Athugasemdir