Fara í efni

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna

Erlendir farþegar til Íslands 2012-2022

Heildarfjöldi erlendra farþega til Íslands var um 1,7 milljón árið 2022, þegar allir innkomustaðir eru taldir. Um er að ræða ríflega tvöfalt fleiri erlenda farþega en árið 2021.

Eins og sjá má af töflu hér til hliðar sem sýnir þróunina í fjölda farþega til landsins á ellefu ára tímabili varð mikil aukning á farþegum til landsins framan af, eða á tímabilinu 2012-2018. Um 14% fækkun varð milli ára 2018-2019 en farþegafjöldinn dróst síðan verulega saman þegar kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Farþegum fjölgaði aftur á milli áranna 2021 til 2022 og var fjöldinn árið 2022 orðinn 73,2% af því sem hann var metárið 2018 og 85,2% af því sem hann var 2019, árið áður en faraldurinn skall á.

*Áætlaðaður fjöldi fyrir Akureyrarflugvöll er 2.400 farþegar fyrir árið 2022 en tölur fyrir Reykjavíkurfugvöll liggja ekki fyrir. Þær vega ekki þungt í heildinni, eða minna en 0,5% sé mið tekið af síðustu árum.

Farþegar síðustu 5 ár

Grafið hér til hliðar sýnir þróunina myndrænt síðustu fimm árin, annars vegar fjölda farþega og hins vegar breytingu frá fyrra ári.

  • Um 1.697 þúsund erlendir farþegar* komu með flugi til landsins um Keflavíkurflugvöll eða 98,9% af heildarfjölda farþega.
  • Um 18.500 komu með Norrænu um Seyðisfjörð eða 1,1% af heild.
  • Tölur fyrir Keflavíkurflugvöll og Seyðisfjörð (Excel) er hægt að greina niður á þjóðerni, skipt eftir mánuðum.
*Gera verður ráð fyrir frávikum í talningum á Keflavíkurflugvelli þar sem þær ná til allra brottfara þ.m.t. erlendra ríkisborgara búsettra hérlendis og sjálftengifarþega. Tölur fyrir farþega með ferjunni Norrænu um Seyðisfjörð og flugfarþega um aðra flugvelli en Keflavík byggja á mati út frá sölu- og farþegatölum.

 

Fjöldi erlendra farþega með skemmtiferðaskipum

Til viðbótar eru farþegar skemmtiferðaskipa en þeir eru taldir sem dagsferðamenn. Um 171 þúsund
skemmtiskipafarþegar höfðu viðkomu í Faxaflóahöfnum árið 2022 eða 90,5% af því sem þeir voru árið 2019 sem var metár í komum skemmtiskipa til landsins.

Sjá nánar skiptingu farþega og skipa eftir þjóðernum í excel-skjali.

Í Mælaborði ferðaþjónustunnar má skoða upplýsingar um fjölda skemmtiferðaskipa og farþega á öllum höfunum landsins, unnið upp úr gögnum SafeSeaNet sem er eftirlitskerfi með umferð skipa.

Ferðamenn frá 1949:

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna með skipum og flugvélum 1949-2022 (Excel)

Heimild: