Ferðamálastofa í samstarfi við Íslenska ferðaklasann býður til morgunfundar um stöðu ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi. Fundurinn verður haldinn í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 2. maí og hefst kl. 9.
Um 2,2 milljónir ferðamenn komu til landsins með flugi um Keflavíkurflugvöll árið 2017 eða 98,7% af heildarfjölda erlendra ferðamanna. Um 22 þúsund komu með Norrænu um Seyðisfjörð eða 1% af heild og um 6.450 með flugi um Reykjavíkur- eða Akureyrarflugvöll eða um 0,3% af heild.
Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru um 173 þúsund talsins í mars síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 5.200 fleiri en í mars á síðasta ári. Aukningin nemur 3,1% milli ára, nokkru minni en mælst hefur í mars síðustu árin.
Ferðamálastofa hefur tekið við umsjón og rekstri Mælaborðs ferðaþjónustunnar. Í því eru teknar saman og birtar með myndrænum hætti margvíslegar upplýsingar sem áður þurfti að sækja á marga staði. Mælaborðið opnar þar með bæði nýja sýn á fyrirliggjandi gögn og bætir aðgengi að þeim til muna.
Vakafyrirtækjum á Austurlandi fjölgaði í dag þegar Tinna Adventure á Breiðdalsvík lauk innleiðingarferli með glæsibrag og fékk viðurkenningar sínar afhentar.