Fara í efni

Nýr formaður NATA

Vestnorden_logo
Vestnorden_logo

Sérstakur samningur stjórnvalda í Færeyjum, Grænlandi og Íslandi um samstarf á sviði ferðamála hefur nú verið í gildi frá síðustu áramótum. Samstarfið ber heitið NATA og tók við að áralöngu samstarfi landanna undir heitinu Vestnorden.

Formennska í NATA er í höndum Grænlendinga og nú um mánaðarmótin tekur við nýr formaður af þeirra hálfu, þar sem þeir hafa tilnefnt Bjarne Ecklund sem formann. Af hálfu Íslands sitja í stjórninni Áslaug Alfreðsdóttir, Gunnar Sigurðsson og Magnús Oddsson.

?Ég þekki vel til Bjarne og við höfum unnið saman áður að ferðamálum,? segir Magnús. ?Bjarne var ferðamálastjóri Danmerkur og þar áttum við mikið og gott samstarf í Nordisk Turistraad og einnig síðar þegar hann varð formaður Ferðamálaráðs Danmerkur um skeið. Nú hafa Grænlendingar tilnefnt hann sem formann í NATA og hlakka ég til samstarfs við Bjarne enn á ný á nýjum vettvangi,? segir Magnús.