Fara í efni

Merki (lógó)

Lógó ferðamálastofu

Merki Ferðamálastofu á rætur í auðkenni sem upphaflega var gert í kringum 1975 fyrir Ferðamálaráð Íslands. Höfundurinn er Gísli B. Björnsson sem hannað hefur mörg af þekktari vörumerkjum landsins.

Við breytingu á nafni stofnunarinnar í Ferðamálastofa um áramótin 2005-2006 tók Gísli merkið og einfaldaði gerð þess, fækkaði litum þannig að þeir urðu tveir, blár og rauður.

Þórhallur Kristjánsson, grafískur hönnuður hjá Effekt hönnunarhúsi, annaðist þá útfærslu merkisins sem hér má sjá og lýst er í vörumerkjahandbók.

 

 Sendið póst á halldor@ferdamalastofa.is vegna nánari upplýsinga um merki Ferðamálastofu.