Fara í efni

Ný tegund afþreyingarferðaþjónustu

Isafold Travel
Isafold Travel

Ferðaskrifstofan Ísafold mun í vetur bjóða upp á nýja tegund afþreyingar sem er leiga á jeppum sem breytt hefur verið fyrir jöklaferðir og akstur í snjó. Bílarnir verða leigðir út í skipulagðar ferðir undir eftirliti og leiðsögn starfsmanna ferðaskrifstofunnar.

Í frétt frá Ísafold kemur fram að allir þátttakendur fá ítarlegar leiðbeiningar um hvað þarf að aðgæta í sambandi við akstur breyttra bíla áður en lagt er af stað en einnig standa í boði stutt námskeið í bíltækni, aksturstækni og ferðamennsku í upphafi ferðar. ?Forsvarsmenn Ísafoldar vilja með þessari nýjung fjölga afþreyingarmöguleikum í ferðaþjónustunni en renna um leið frekari stoðum undir heimsóknir erlendra ferðamanna til Íslands, einkum að vetri til,? segir í fréttinni.

Aukin umhverfisvitund
Þá kemur fram að sem mótvægisaðgerð við þá losum koltvísýrings sem notkun bíla veldur hefur verið ákveðið að vinna að kolefnisjöfnun ökutækja Ísafoldar. Samið hefur verið við Kolvið um gróðursetningu trjáa í þessum tilgangi, ásamt því að ferðamönnum á vegum Ísafoldar mun í auknu mæli verða gefinn kostur á gróðursetningu að sumarlagi. Einnig mun ferðaskrifstofan styrkja rannsóknir á nýtingu vetnis sem orkubera fyrir íslensk farartæki.