Fréttir

Verðmæt umfjöllun um Norðurland og Vestfirði í Condé Nast Taveler

Condé Nast Taveler er óumdeilanlega eitt virtasta og víðlesnasta ferðatímarita heims og oft nefnt drottning ferðatímaritanna. Í júlíhefti blaðsins er að þessu sinni afar falleg og vel skrifuð grein um Ísland og fjallar hún að mestu um Norðurland og Vestfirði. Greinilegt er að blaðakonan, Sue Halpern, hefur orðið mjög snortin af náttúrufegurð landsins og lýsir hún m.a.Grímsey, Mývatnssveit, Húsavík, Skagafirði og Hornströndum ýtarlega og fer mörgum fögrum orðum um óspillta náttúrufegurð þessara staða, sem og annarra sem hún heimsótti. Fjöldi fallegra ljósmynda prýða greinina. Landkynning að verðmæti 70 milljónir krónaSkrifstofa Ferðamálastofu í Bandaríkjunum lagði drögin að ferð blaðamannsins til landsins fyrir tveimur árum og þótt biðin eftir greininni sé ærið langur, þá má segja að hún hafi ríkulega borgað sig. ?Blaðið kemur út mánaðarlega í tæplega einni milljón eintaka, er jafnan um 150 síður og er skráð auglýsingaverð 5,5 miljónir króna per síðu. Greinin um Ísland er í heild sinni 13 síður og má þá áætla að bein verðmæti þessarar landkynningar sé um 70 miljónir króna,? segir Einar Gústavsson, forstöðumaður Ferðamálastofu í New York. Tengill í vefútgáfu greinarinnar er á vef Ferðamálastofu í Bandaríkjunum
Lesa meira

NATA auglýsir eftir umsóknum um styrki

Nú í byrjun árs 2007 tók gildi nýr samningur um samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja í ferðamálum. Meðal annars er hægt að sækja um styrki til ýmissa verkefna og hefur nú verið auglýst eftir styrkumsóknum í annað sinn á þessu ári. Skilafrestur er til 20. ágúst næstkomandi. North Atlantic Tourist AssociationHið nýja samstarf nefnist Norh Atlantic Tourist Association, skammstafað NATA. Tók það við hlutverki Vestnorræna ferðamálaráðsins, svo og tvíhliða ferðamálasamningunum SAMIK og FITUR, sem verið hafa í gildi frá 1995 við Grænland og Færeyjar. Umsóknir um styrkiAllir sem áhuga hafa á að efla samstarf í ferðamálum milli Grænlands, Íslands og Færeyja geta sótt um styrk til fjármögnunar verkefna, hugmynda, vöruþróunar, ferða eða annarra sambærilegra verkefna.  Umsóknirnar þurfa að lágmarki að fela í sér þátttöku aðila frá a.m.k. tveimur löndum af löndunum þremur, þ.e. Grænlands, Íslands og Færeyja. Hægt er að sækja um styrk vegna heildarkostnaðar verkefna, einstakra verkþátta eða ferðakostnaðar  m.a. á eftirfarandi sviðum: Menntun- starfstengt nám, nám í ferðamálafræðum o.þ.h.Þróun ferðaþjónustumöguleika milli landanna- siglingar, þemaferðir, skemmtiferðir o.þ.h.Markaðssetning og greining á ferðaþjónustuAlþjóðlegt samstarf- skólaferðir, menningarferðir o.þ.h. Verkefnum sem sótt er um styrk til þarf að vera lokið fyrir 31. desember 2007. Hægt er að sækja um styrk til heildakostnaðar verkefna, einstakra verkþátta eða ferðakostnaðar. Allar umsóknir verða að berast á þar til gerðum eyðublöðum og skal ítarleg verkefnislýsing og fjárhagsáætlun fylgja með.  Umsóknir skulu fyllast út á dönsku eða ensku og sendast til: NATA co/Ferðamálastofa  Lækjargata 3   101 Reykjavík       Skilafrestur umsókna er til 20. ágúst 2007-Hægrismellið á tenglana hér fyrir neðan og veljið "Save Target As" til að vista umsóknareyðublöðin á eigin tölvu. Umsóknareyðublað á ensku (Word) Umsóknareyðublað á dönsku (Word) Mynd: Merki Vestnorden ferðakaupstefnunnar.
Lesa meira

Icelandair boðar áætlunarflug til Toronto

Icelandair hefur ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli Íslands og Toronto í Kanada strax næsta vor. Jafnframt hyggst félagið halda áfram flugi til Halifax og skoðar nú möguleika á flugi til fleiri borga í Kanada. Þar eru nefndar Montreal, Winnipeg, Ottawa og St. John´s. Ákvörðun um þetta var tekin í framhaldi af þeim samningi um gagnkvæm flugréttindi milli landanna sem íslensk og kanadísk stjórnvöld undirrituðu í Ottawa í síðustu viku, að því er segir í fréttatilkynningu frá Icelandair. ?Icelandair hefur unnið að því ötullega á undanförnum árum og áratugum að koma á samningi um flugréttindi milli Íslands og Kanada og því fögnum við þessum tímamótum mjög. Við höfum beðið lengi eftir því að fá frjálsan aðgang að þessum markaði og erum tilbúin að fara inn á hann með krafti bæði hvað varðar farþegaflug og fragtflug.Þrátt fyrir miklar takmarkanir á undanförnum árum hefur Icelandair haldið uppi flugi milli landanna og sú viðleitni hefur öðru fremur orðið til þess að setja þrýsting á kanadísk stjórnvöld í málinu. Nú er málið í höfn og það færir okkur mikil og spennandi tækifæri til að þróa leiðakerfi félagsins inn á nýjar brautir", segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, í fréttatilkynningu. Stefnt að flugi allt áriðStefnt er að flugi Icelandair milli Íslands og Toronto allt árið og að flogið verði 5-7 sinnum í viku. Flugtími er svipaður og til Baltimore/Washington, eða 5:30 klukkustundir. Icelandair flýgur nú um 160 flug á viku til 25 áfangastaða í Norður-Ameríku og Evrópu.  
Lesa meira

Samið um byggingu Víkingaheima

Samningur milli Íslendings ehf og Spangar ehf um byggingu skála Íslendings og sýningar því tengdu, m.a. í samstarfi við Smithsonian, var undirritaður í gær. Hús Íslendings rís á uppfyllingu við Fitjatjarnir í Njarðvík og segir í tilkynningu að það eigi að verða allt hið glæsilegasta og muni setja mikinn svip á umhverfið. Í tengslum við naust Íslendings er mikið landsvæði sem nú er verið að byggja upp undir Víkingaheima. Framkvæmdir hefjast nú þegar og er stefnt að opnun um mitt sumar 2008. Stefnt er að því að svæðið verði eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna í Reykjanesbæ. Fyrir hönd Íslendings ehf. skrifaði framkvæmdarstjóri félagsins, Steinþór Jónsson, undir samninginn  en eigandi Spangar, Sigurbjörn Haraldsson, skrifaði undir fyrir þeirra hönd.  
Lesa meira

Miðaldakaupstaðurinn Gásir vaknar til lífsins

Síðustu misseri hafa sveitarfélagið Hörgárbyggð og Minjasafnið á Akureyri haft samstarf um kynningu og uppbyggingu á hinum forna verslunarstað Gásum við Eyjafjörð. Verkefnið er meðal þeirra sem hlotið hafa styrk frá Ferðamálastofu síðustu ár vegna uppbyggingar á nýjum ferðamannastöðum. Kristín Sóley Björnsdóttir er verkefnastjóri Gásaverkefnisins og að hennar sögn hefur uppbygging á svæðinu gengið samkvæmt áætlun. ?Stuðningur Ferðamálastofu hefur meðal annars gert okkur kleift að koma upp hreinlætisaðstöðu, bæta aðkomu og vinna í gönguleiðum. Þannig hefur aðstaða fólks til að dvelja á svæðinu og njóta þess batnað til muna,? segir Kristón Sóley. Um komnadinhelgi lifar síðan svo um munar yfir Gásum þegar þar verður haldinn miðaldamarkaður, annað árið í röð, með aðstoð innlendra og erlendra kaupmanna og handverksfólks. ?Víðsvegar um kaupstaðinn mun eyfirskt og danskt handverksfólk, íklætt miðaldaklæðnaði, vinna að leður- og vattarsaumi, ullarþæfingu, vefnaði og tálgun. Miðaldatónlist mun hljóma um kaupstaðinn, brennisteinn úr Námafjalli verður hreinsaður og hleypt verður af fallbyssu af þeirri gerð sem tíðkaðist í Evrópu á miðöldum. Hugaðir gestir geta reynt sig við bogfimi og steinakast og fylgst með riddurunum, brynjuðum að erlendum sið, skylmast. Kaupmennirnir og handverksfólkið kemur að sjálfsögðu hlaðið vörum í kaupstaðinn og því viðbúið að perlur, gler, skart, sverð, hnífar, skeiðar, litað band og fleiri skemmtilegir hlutir ættaðir frá miðöldum skipti um eigendur,? segir Kristín Sóley, aðspurð um dagskrána en hana má nálgast í heild sinni á www.gasir.is
Lesa meira

Íslenskir eftirlætisstaðir

Út er kominn mynddiskurinn Íslenskir eftirlætisstaðir eða Iceland?s favourite Places. Á honum er að finna myndskeið frá rúmlega eitthundrað stöðum víðsvegar um landið sem lýsa náttúrufari, menningu og sögu. Efninu er skipt upp í sex landshluta og er talsett á 7 tungumálum, þ.e. ensku, frönsku, þýsku, dönsku, japönsku, kínversku og íslensku. Útgefandi er Profilm og í fréttatilkynningu kemur fram að myndefnið sé tekið upp á síðustu þremur árum. Tónlistin er sérstaklega samin við myndefnið af Sigtryggi Baldurssyni og Ben Frost. Nánari upplýsingar og myndbrot er að finna á www.ifp.is og www.profilm.is
Lesa meira

Mesti háannatími ferðaþjónustunnar fer í hönd - 6 milljarða viðskipti næstu tvær vikur

Gera má ráð fyrir að næstu vikur verði þær annasömustu í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi. Fer þar saman  mesti sumarleyfistími Íslendinga og  toppur ársins í komu erlendra gesta.  ?Það reynir eðlilega á þanþolið í kerfinu og mikilvægt að hægt sé að halda allri þjónustu og gæðum í samræmi við það sem kynnt hefur verið og væntingar gestanna? segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. ?Mér sýnist að við séum að fá um 40.000 erlenda gesti hingað á næstu  tveimur vikum þessa háannatíma auk mikils fjölda Íslendinga á ferð um landið. Þetta skapar eðlilega mikil viðskipti og skilar þjóðarbúinu verulegum tekjum. Gera má ráð fyrir miðað við kannanir og tekjur undanfarinna ára að þessar tvær vikur munu erlendir gestir skila okkur um 4 milljarða gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og með innlenda hlutanum séum við að tala um viðskipti fyrir um 6 milljarða  þessar tvær vikur? bætir Magnús við.
Lesa meira

Nýr ferða-, menningar- og markaðsfulltrúi Dalamanna

Byggðaráð Dalabyggðar hefur ákveðið að ráði Capacent ráðninga að ráða Helgu Halldóru Ágústsdóttur sem ferða,- meningar- og markaðsfulltrúa fyrir Dalabyggð. Sex sóttu um starfið. Verkefnið er styrkt af Vaxtarsamningi Vesturlands næstu þrjú árin. Helga sagðist í samtali við Skessuhorn hlakka til að takast á við þetta viðamikla verkefni sem væri til þriggja ára í samstarfi við Vaxtarsamning Vesturlands og yrði vonandi ekki lagt niður þegar því samstarfi lyki. Því má við þetta bæta að Helga hefur verið í forsvari fyrir Eiríksstaði í Haukadal og hefur séð um skipulagningu á hinnar árlegu Leifshátíðar sem yfrleitt er haldin aðra helgina í júlí árhvert.  Frétt af www.skessuhorn.is  
Lesa meira

Leifshátíð um næstu helgi

Um helgina næstu, 13.-15. júli verður haldin Leifshátíð að Eiríksstöðum í Haukadal.  Þetta er víkinga- og fjölskylduhátíð og hægt er að nálgast upplýsingar á meðfylgjandi heimasíðu.  Handverksmenn sem langar að sína og selja handverk sitt á meðan á hátíðinni stendur er velkomið að gera það.  Heimasíða Eiríksstaða    
Lesa meira

Félag ferðamálafulltrúa á Íslandi mikilvægur samstarfsvettvangur

Félag ferðamálafulltrúa á Íslandi (FFÍ) er samstarfsvettvangur þeirra sem vinna að framgangi ferðamála um allt land. Auk ferðamálafulltrúa eru í félaginu forstöðumenn upplýsingamiðstöðva og aðrir sem vinna að ferðamálum sveitarfélaga og/eða landshluta.  Félagið er vettvangur fyrir samstarf, faglega umræðu og fræðslu og geta allir sem áhuga hafa sótt um aðild. ?Mannaskipti eru oft mikil í ferðaþjónustu og því mikilvægt fyrir nýja starfsmenn að láta vita af sér og taka þátt í faglegu samstarfi sem þessu. Þá er FFÍ í Félagi ferðamálafulltrúa í Evrópu (EUTO-European Tourist Officers),? segir Marín Hrafnsdóttir, formaður Félags ferðamálafulltrúa. Félag ferðamálafulltrúa á Íslandi (FFÍ) var stofnað 12. október árið 2000. Í lögum félagsins er kveðið á um hlutverk félagsins og markmið sem eru: Að vinna að eflingu starfshæfni félaganna með því að vera þátttakandi í þróunarstarfi í ferðaþjónustu innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. Að vera ráðgefandi til félagsmanna um starfsmenntun, endurmenntun og ýmis þróunarmál er auðgað gætu starfsleikni ferðamálafulltrúa. Að vinna að eflingu samstarfs ferðamálafulltrúa við stofnanir og samtök innan ferðaþjónustunnar. Að halda saman upplýsingum um ferðamálafulltrúa sem starfa á Íslandi, starfsvettvang þeirra og starfsskipan. Að vera upplýsingabanki fyrir starfandi ferðamálafulltrúa gagnvart upplýsingum, vinnuskipulagi og öðru því er snertir starfsskipunarmál. Að vinna í nánu samstarfi við ferðamálafulltrúa annars staðar í heiminum til að styrkja tengsl, þekkingu og hæfni félagsmanna. Þeir sem hafa hug á að ganga í félagið eða kynna sér félagsskapinn betur snúi sér til stjórnar félagsins en í henni eru; Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, Aðalheiður Borgþórsdóttir ferða- og menningarfulltrúi Seyðisfjarðar og Kristján Ingimarsson ferða- og menningarfulltrúi Djúpavogshrepps.
Lesa meira