Samtök og stofnanir
Ferðaþjónustan hefur fjölmarga snertifleti í íslensku atvinnu- og þjóðlífi. Hér að neðan eru taldir upp lykilaðilar sem tengjast greininni.
Einnig er hægt að fá heildaryfirlit um stoðkerfi ferðaþjónustunnar sem þá vísar til þeirra stofnana, félaga og samtaka sem veita fyrirtækjum og aðilum innan greinarinnar ýmsan stuðning, upplýsingar eða leyfi.
Atvinnuvegaráðherra er ráðherra ferðamála. Ferðamál heyra undir skrifstofu auðlinda í ráðuneytinu.
https://www.stjornarradid.is/raduneyti/atvinnuvegaraduneytid/skipulag/
Ferðamálastofa er ríkisstofnun sem heyrir undir yfirstjórn ráðherra. Stofnunin fer með stjórnsýslu ferðamála samkvæmt lögum um Ferðamálastofu. Ferðamálastofa skal með starfsemi sinni fylgjast með og stuðla að þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar grunnstoðar í íslensku samfélagi að teknu tilliti til þolmarka íslenskrar náttúru og samfélags ásamt því að vinna að samræmingu, greiningum og rannsóknum í ferðaþjónustu með hliðsjón af stefnu stjórnvalda.
Hlutverk Íslandsstofu er að sinna mörkun og markaðssetningu fyrir Ísland og íslenskar útflutningsgreinar, styðja íslensk fyrirtæki í sókn á erlenda markaði og greiða götu erlendrar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi. Svið útflutnings og fjárfestinga er kjarnasvið Íslandsstofu og ber ábyrgð á þjónustu við fyrirtæki og hagaðila. Sviðið vinnur eftir útflutningsstefnu Íslands og veitir ráðgjöf og þjónustu til allra útflutningsgreina í því skyni að greiða fyrir markaðssetningu og útflutningi á vörum og þjónustu.
Áfangastaðastofur starfa í öllum landshlutum. Þær eru svæðisbundnar þjónustueiningar á vegum opinnberra aðila og einkaaðila og hafa það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.
Áfangastaðastofur sinna meðal annars eftirfarandi verkefnum í samstarfi og samráði við aðra:
- Gerð og framkvæmd áfangastaðaáætlana.
- Aðkomu að stefnumótun og áætlanagerð á landsvísu.
- Þarfagreining rannsókna og mælinga á landsvísu.
- Vöruþróun og nýsköpun.
- Mat á fræðsluþörf og aðkoma að þróunarverkefnum er varða hæfni og gæði í ferðaþjónustu.
- Svæðisbundin markaðssetning.
- Liðsinni við sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga innan svæðisins.
Áfangastaðastofur landshlutanna:
Austurbrú / Markaðsstofa Austurlands
Alexandra Tómasdóttir, verkefnastjóri
Netfang: alexandra@east.is
www.east.is
Sími: 865-4277
Markaðsstofa Norðurlands
Arnheiður Jóhannsdóttir, forstöðumaður
Netfang: arnheidur@nordurland.is
www.nordurland.is
Sími: 462-3300
Markaðsstofa Reykjaness
Þuríður Aradóttir, forstöðumaður
Netfang: thura@visitreykjanes.is
www.visitreykjanes.is
Sími: 420-3288
Markaðsstofa Suðurlands
Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, framkvæmdastjóri
Netfang: ragnhildur@south.is
www.south.is
Sími: 560-2050
Markaðsstofa Vestfjarða
Sölvi Guðmundsson, teymisstjóri markaður og menning
Netfang: solvi@vestfirdir.is
www.westfjords.is
Sími: 450 6603 / 660 0533
Markaðsstofa Vesturlands
Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri áfangastaðar
Netfang: maggy@west.is
www.westiceland.is
Sími: 433-2317 / 864-2955
Markaðsstofa höfurborgarsvæðisins
Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri
Netfang: inga@reykjavikandpartners.is
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru hagsmunasamtök allra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu. SAF starfa með öðrum hagsmunasamtökum og eru þau ein af 6 aðildarsamtökum Samtaka atvinnulífsins. Meginhlutverk SAF er að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna, vinna að því að fyrirtækin búi við starfsskilyrði sem gera þau samkeppnishæf á alþjóðamarkaði, vinna að vexti og viðgangi greinarinnar og að vera málsvari hennar út á við. Innan SAF starfa átta fagnefndir en þar að auki starfa innan samtakanna tímabundnir faghópar sem sinna sérstökum verkefnum.
FHG er sameiginlegur vettvangur þeirra sem standa að hótel- og gistiþjónustu á Íslandi. Félagið stendur vörð um hagsmuni greinarinnar með það að markmiði að skapa henni heilbrigðar rekstrarforsendur í því samkeppnisumhverfi sem gistiþjónusta býr við, innanlands sem utan.
Rannsóknamiðstöð ferðamála er starfrækt af Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum að Hólum, Samtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu. Markmið hennar er m.a. að að efla og bæta rannsóknir í ferðamálum á Íslandi, gefa út fræðirit og kynna niðurstöður rannsókna í ferðamálafræðum, gangast fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum, efla samstarf o.fl.
Íslenski ferðaklasinn er samstarfsvettvangur fyrirtækja og fólks sem hefur það að markmiði að efla samkeppnishæfni og verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu. Samstarfið byggist upp á verkefnadrifnum grunni þar sem áhersla er lögð á að efla samstarf og samvinnu í greininni, efla nýsköpun og stuðla að aukinni fagmennsku.
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er verkefni, vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Markmið Hæfniseturs ferðaþjónustunnar að auka hæfni starfsmanna ferðaþjónustunnar og þannig auka framleiðni og arðsemi greinarinnar. Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar og í víðtækri samvinnu við hagsmunaaðila. Áhersla er á að greina þarfir fyrirtækja og starfsmanna og byggja upp þekkingu í samræmi við þær. Grundvöllur aukinnar framleiðni og arðsemi í ferðaþjónustu er sá sami og í öðrum greinum, byggja þarf á hæfni þeirra sem þar stýra og starfa.