Fréttir

Iceland Express tilnefnt sem markaðsfyrirtæki ársins

Iceland Express hefur verið tilnefnt sem markaðsfyrirtæki ársins af ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks. Félagið er eitt þriggja fyrirtækja sem tilnefnd eru til verðlaunanna, en Glitnir og Landsbankinn eru einnig tilnefnd í ár. Tilkynnt verður þann 8. nóvember hvert þessara félaga hlýtur verðlaunin að þessu sinni, en ÍMARK veitir þau fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á líðandi ári og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst af markaðsstarfinu. Jafnframt er áhersla lögð á að staðið hafi verið að markaðsmálunum af fagmennsku, segir í tilkynningu frá Iceland Express.
Lesa meira

Metsumar í ferðaþjónustu

Ný met voru slegin í sumar í fjölda ferðamanna hingað til lands. Í fyrsta skipti fór fjöldi erlendra ferðamanna yfir 80 þúsund í einum mánuði en það gerðist bæði í júlí og ágúst síðastliðnum. Fyrstu 9 mánuði ársins voru erlendir ferðamenn sem fóru um Leifsstöð 379 þúsund talsins og fjölgaði um 16,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Ársæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu segir að aldrei fyrr hafi verið jafnmikið framboð af flugsætum og hótelherbergjum fyrir hendi. ?Við áttum von á þessum fjölda í sumar og það hefur verið góður gangur víðast hvar. Nú er svo að sjá hvernig gengur í vetur að viðhalda vexti síðustu missera. Það má hvergi slaka á í markaðs- og sölumálum á mörkuðum,? segir Ársæll. Sem fyrr segir voru júlí og ágúst sannkallaðir metmánuðir með yfir 80 þúsund ferðamenn í hvorum mánuði. Fram að því var mesti fjöldi í einum mánuði tæplega 70 þúsund ferðmenn, í ágúst 2006. Í september fóru 39 þúsund ferðamenn um Leifsstöð sem er 1% fækkun miðað við fyrra ár. Sé litið á árið í heild það sem af er má sjá að góð aukning er frá flestum mörkuðum. Frá áramótum           2006 2007 Mism. % Bandaríkin                     47.801 44.572 -3.229 -6,8% Bretland                       50.936 57.445 6.509 12,8% Danmörk                        31.030 33.994 2.964 9,6% Finnland                       7.128 8.104 976 13,7% Frakkland                      19.360 20.636 1.276 6,6% Holland                        9.633 12.727 3.094 32,1% Ítalía                         8.161 9.835 1.674 20,5% Japan                          4.846 4.735 -111 -2,3% Kanada                         3.334 5.360 2.026 60,8% Kína                           7.447     Noregur                        22.053 28.183 6.130 27,8% Pólland                          11.832     Rússland                          603     Spánn                          7.348 8.915 1.567 21,3% Sviss                          5.571 6.514 943 16,9% Svíþjóð                        21.384 26.790 5.406 25,3% Þýskaland                      34.935 37.129 2.194 6,3% Önnur þjóðerni                 51.699 54.107 2.408 4,7% Samtals: 325.219 378.928 53.709 16,5%                         Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2007 (uppfært til loka september 2007)
Lesa meira

Vel heppnaðir vinnufundir á Spáni

Ísland tók fyrr í mánuðinum þátt í árlegum vinnufundum (workshop) Norðurlanda fyrir spænska markaðinn. Voru þeir haldnir í Madrid og Barcelona og tókust mjög vel. Byrjað var á kynningu þar sem þekktur spænskur blaðamaður, Pedro Madera, sagði frá kynnum sínum af löndunum fjórum sem stóðu að viðburðinum (Svíþjóð, Danmörk, Noregur og Ísland). Að því loknu sátu íslensku þáttakendurnir fyrir svörum hjá starfsfólki ferðaskrifstofa og ferðaheildsala sem gengu á röðina og þótti mikill fengur í að geta leitað til svo margra íslenskra aðila í ár. Íslensku aðilarnir voru: Iceland Excursions-Gray Line, Reykjavik Excursions, Flugfélag Íslands, Iceland Travel, Ferðaþjónusta bænda, Erlingsson Naturreisen, Icelandair, Centerhotels og Saltfisksetrið í Grindavík auk auk skrifstofu Ferðamálastofu í Evrópu. ?Spánn er það markaðssvæði meginlandsins þar sem hlutfallslega langmest aukning hefur verið á ferðamönnum til Ìslands á síðustu misserum og ekki var hægt að finna annað á viðtökunum nú en að við eigum ennþá talsvert inni á þessum markaði,? segir Davíð Jóhannsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu í Evrópu.
Lesa meira

Skýrsla um framkvæmd ferðamálaáætlunar lögð fram á Alþingi

Í dag 30. október var lögð fram á Alþingi skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar 2006-2015. Samkvæmt lögum um skipulag ferðamála er Ferðamálastofu falin framkvæmd áætlunarinnar. Í skýrslu ráðherra er farið yfir verkefni ársins 2006. Skoða skýrsluna
Lesa meira

Gullverðlaun MK-nema í Evrópukeppni hótel- og ferðamálaskóla

Nemendur úr Menntaskólanum í Kópavogi náðu frábærum árangri í árlegri nemakeppni AEHT (Evrópusamtaka hótel og ferðamálaskóla) á dögunum. Komu þeir heim með gullverðlaun í ferðafræðum. Keppnin var haldin í ferðamannabænum Jesolo nálægt Feneyjum. Um er að ræða liðakeppni þar sem dregnir eru saman þátttakendur frá ólíkum löndum sem síðan spreyta sig á verkefnum tengdum áherslusviðum þeirra í námi. Að þessu sinni var keppt í kökugerð, gestamóttöku, framreiðslu, barþjónustu, ferðafræðum, matreiðslu, stjórnun og flamberingu. Tillögur til úrbóta í markaðssetninguTinna Hrund Gunnarsdóttir, nemi á ferðalínu MK, tók þátt í keppni í ferðafræðum ásamt Melanie frá Hollandi og Jenny frá Svíþjóð. Verkefnið að þessu sinni var þrískipt. Nemendur byrjuðu á að taka eintaklingspróf og eftir að skipt hafði verið í lið fengu þeir 5 klukkutíma til að rannsaka ferðaþjónustumöguleika Jesolo með tilliti til styrkleika, veikleika, ógnana og tækifæra. Þau áttu að koma með tillögur  til úrbóta og hvernig markaðssetja mætti staðinn betur. Nemendur áttu að skila inn skýrslu og fengu síðan 3 klukkutíma til að undirbúa kynningu á verkefni sínu sem flutt var frammi fyrir áhorfendum og dómnefnd. Hlutu þau sem fyrr segir gullverðlaun fyrir.Aron Egilsson, bakaranemi, keppti í eftirréttagerð ásamt Effer frá Tyrklandi og Mauro frá Ítalíu. Verkefni þeirra var að útbúa þrjár tegundir af eftirréttum og skrautstykki úr marsipani eða súkkulaði. Góður árangur MK á liðnum árunmEvrópusamtök hótel og ferðamálaskóla voru stofnuð árið 1988 og voru aðilar þá samtals 24 skólar í 16 Evrópulöndum. Samtökin hafa vaxið jafnt og þétt og nú eru á fjórða hundrað skólar frá 39 löndum í samtökunum. Skiptast löndin á um að halda keppnina og ráðstefnu sem fram fer samhliða. MK hefur sent nemendur í AEHT keppnina frá því árið 1998 með einstökum árangri sem tekinn er saman í eftirfarandi töflu: 1998 Faro, Portúgal 1. sæti fyrir eftirrétt 1999 Diekirch, Lúxemborg 2. sæti í ferðafræðum 2001 Linz, Austurríki 1. sæti fyrir eftirrétt 2002 San Remo, Ítalíu   2003 Kaupmannahöfn 1. sæti fyrir eftirrétt 2004 Bled, Slóveníu 1. sæti í ferðafræðum 2. sæti fyrir eftirrétt 2005 Antalya, Tyrklandi 1. sæti í ferðafræðum 2006 Killarney, Írlandi 1.     sæti í ferðafræðum 1. sæti í kökugerð 2007 Jesolo Lido, Ítalíu 1.      sæti í ferðafræðum Ingólfur Sigurðsson, fagstjóri í bakstri og Ásdís Ó. Vatnsdal, enskukennari hafa lengst af séð um að þjálfa og undirbúa nemendurna fyrir AEHT keppnirnar. Einnig hafa þau setið í dómnefnd nokkrum sinnum. Helene H. Pedersen, fagstjóri ferðagreina í MK, er fulltrúi Íslands í framkvæmdaráði AEHT og situr alla fundi þess sem og aðalfund samtakanna. Mynd: Tinna Hrund og Aron.
Lesa meira

Ferðamálastofa vinnur til verðlauna í Bretlandi

BMI publications, sem gefa m.a. út blöðin Selling Short Breaks & holidays og Selling Long haul fyrir sölufólk, veita árlega verðlaun í nokkrum flokkum til aðila í ferðaþjónustu. Ferðamálastofa hefur verið valin best í flokknum ?Tourist Office offering best assistance to agents for Scandinavia & and the Baltics 2007? Það er sölufólk á ferðaskrifstofum og sjálfstæðir söluaðilar sem sendir inn tilnefningarnar og í ár var slegið met í þátttöku eða um 14.000 samtals. Tæmandi listi yfir alla sem fengu verðlaun verður birtur í Selling short Breaks & holidays og Selling Long Haul í desember næst komandi. Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu fyrir Bretland, segir vissulega ánægjulegt að fá viðurkenningu sem þessa fyrir það starf sem unnið er á markaðinum. Jafnframt sé auglýsingagildið umtalsvert þar sem BMI publications auglýsi verðlaunin rækilega í sínum miðlum.   Þess má geta að Icelandair fengu þessi verðlaun í fyrra sem Best Airline to Scandinavia.
Lesa meira

Styrkur til rannsókna á nýsköpun í ferðaþjónustu

Gestaprófessor Ferðamálaseturs Íslands, dr. John Hull hlaut nýverið styrk frá Tækniháskólanum í Auckland á Nýja Sjálandi til samanburðarrannsóknar á stefnumótun í nýsköpun milli Íslands og Nýja Sjálands.  Nýsköpun er vanalegast tengd framþróun tækni og vísinda, en hefur einnig á undanförnum árum verið sett í samhengi við mótun nýrra framleiðslu hátta, framboðsaukningar og þjónustu þá sérstaklega með tilliti til flæði þekkingar, samvinnu og tengslamyndunar. Rannsókn dr. Hull byggir á samanburði tveggja áfangastaða á Norðaustur horni landsins og tveggja á Suðureyju Nýja Sjálands, sem hann mun nálgast með viðtölum og tölfræðigreiningu. Þessi rannsókn er frumraun og er ætluð til undirbúnings stærri rannsóknar sem fjallar um: a)      Þróun áfangastaða á jaðarsvæðum b)      Að bera kennsl á og skjalfesta nýsköpun sem á sér stað þegar c)      Mat á hvernig slík nýsköpun leggur til efnahaglegrar sjálfbærni áfangastaðar d)      Að auka skilning á því hvernig áfangastaðir laga sig að breytingum í umhverfi og á samfélagi samfara       auknum fjölda ferðamanna e)      Aðstoð við stefnumótun og upplýsta ákvarðannatöku hagsmunaaðila á staðnum Auk þessa vinnur forstöðumaður Ferðamálaseturs að stefnumótun rannsóknaráherslna fyrir rannsóknir á nýsköpun í ferðaþjónustu fyrir hönd Norræna nýsköpunarsjóðsins, en þeir hafa hugsað sér að gera ferðaþjónustu að einu af sínum áherslusviðum. Það verkefni er unnið í samstarfi við aðila á öllum Norðurlöndum og mun skýrsla koma út í janúar 2008 og í framhaldinu má búast við fjölda rannsókna er tengjast nýsköpun í greininni með samnorrænt notagildi.
Lesa meira

Ráðstefnu- og tónlistarhús kynnt í Bandaríkjunum

Á vegum Ferðamálastofu og Ráðstefnuskrifstofu Íslands fara nú fram markvissar kynningar í Bandaríkjunum á möguleikum til ráðstefnuhalds og hvataferða á Íslandi, en þetta er einn mikilvægasti þáttur ferðaþjónustu. Harðsnúið lið sölufólks er nú að störfum í New York, Minneapolis og Washington. Á hverjum stað er sérhæfðum ráðstefnu- og hvataferðaskrifstofum boðið til móttöku og síðan fara fram stuttar kynningar á Íslandi sem ferðamannalandi, nýju tónlistar og ráðstefnuhúsi og hóteli, ásamt flugi til Íslands og öðrum ferðamöguleikum og hótelaðstöðu. Umgjörðin ævintýralegAð sögn Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu og stjórnarformanns Ráðstefnuskrifstofu Íslands fara kynningarnar fram við einkar skemmtilegar aðstæður. Valdir voru frábærir staðir til að vera umgjörð um kynningarnar en þær fóru fram á Walkers listasafninu i Minneapolis, á Explorers Club í New York og í sendiherrabústað Íslands í Washington. Staðirnir eru mjög ólíkir en hver og einn einstakur. "Það sem skiptir mestu máli er að hér hittum við rétta fólkið sem tekur ákvörðun um hvert viðskiptavinir þeirra fara og með því að geta kynnt tónlistar og ráðstefnuhúsið samtímis gefst okkur einstakt tækifæri á að koma okkur a kortið á þessu svæði austurstrandarinnar" segir Ársæll. Skrifstofa Ferðamálastofu i New York hefur skipulagt viðburðinn í samvinnu við Önnu Valdimarsdóttur, verkefnisstjóra Ráðstefnuskrifstofu Íslands. Einar Gústavsson, forstöðumaður skrifstofunnar í New York, segir að móttökurnar séu framar vonum og að það sé stórkostlegt geta kynnt svo metnaðarfullt verkefni sem tónlistar- og ráðstefnuhúsið er. "Það mun skipta sköpum fyrir Ísland í framtíðinni að hafa lagt út í þann leiðangur" segir Einar. Nýtt kynningarefni og ?Get The Idea?Að sögn Ársæls er hópurinn mjög samstilltur og einbeittur. "Það er frábært hve mikil þróun er í íslenskri ferðaþjónustu, meðal hótela, veitingastaða og ekki síst með tilkomu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Svo er sérstakt fagnaðarefni að Portus Group er nú orðinn virkur aðildarfélagi í Ráðstefnuskrifstofu Íslands og það hleypir nýju afli í verk okkar. Við erum með nýtt kynningarefni undir heitinu "Get The Idea" og er hugmyndin að kynna Ísland og Reykjavik sem stað þar sem nýjar hugmyndir fæðast og sköpunargleðin fær lausan taum," segir Ársæll að lokum. Myndin hér að neðan er er tekin i Explorers Club i New York. Standandi frá vinstri: Einar Gústavsson Ferðamálastofu, Anna Valdimarsdóttir Ráðstefnuskrifstofu Íslands, Daniel Serritello Icelandair, Ársæll Harðarson Ferðamálastofu, Þórhallur Vilhjálmsson Portus Group, Helga Lára Guðmundsdóttir Iceland Travel og Ásthildur Sturludóttir Portus Group. Sitjandi, Heiðveig Jóhannsdóttir Reykjavík Hótels og Arndís Anna Reynisdóttir Hilton Reykjavik. Ljósmynd: Bo Sounders.
Lesa meira

Nýr bæklingur og kennsluefni á vefnum fyrir starfsfólk ferðaskrifstofa og sjálfstæða söluaðila í Bretlandi

Mikilvægur þáttur í markaðsstarfi er fræðsla og þjálfun fyrir sölufólk. Ferðamálastofa hefur nú gefið út nýjan bækling fyrir söluaðila í Bretlandi. Megin tilgangurinn með honum er að kynna Ísland sem ákjósanlegan áfangastað allt árið og einnig að uppfræða þá sem eru nú þegar að setja saman ferðir um hvað er á boðstólum. Þá verður innan skamms opnaður vefur með kennsluefni fyrir sölufólk. Ánægjulegt samstarf við landshlutanaNýi bæklingurinn, sem er 36 síður, nefnist ?Iceland Travel Trade Guide?. Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu fyrir Bretland, segir honum hafa verið dreift í 20 þúsund eintökum með riti sem heitir ?Selling short breaks & holidays? nú í byrjun október. ?Bæklingurinn er samstarfverkefni Ferðamálastofu og markaðsstofa flestra landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, Vestmannaeyja, flutningsaðila og hótelkeðja. Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt að allir leggist á eitt í verkefnum sem þessu og ég er mjög ánægð með viðtökurnar sem verkefnið fékk hjá samstarfsaðilunum. Einnig er ánægjulegt að með svona samstarfi þá upplifir maður þá miklu grósku sem er í ferðamennsku á landsbyggðinni,? segir Sigrún. Gagnvirkur kennsluvefurVerkefninu verður svo fylgt eftir með kennsluvef eða "on-line training program? sem verður opnaður í næstu viku hjá Travel Uni. Verkefnið nefnist ?Iceland Informer? og hefur verið auglýst rækilega í miðlum BMI publications, sem gaf út og dreifði áðurnefndum bæklingi fyrir Ferðamálastofu. ?Ég er að gera mér von um að aðsókn að kennsluefninu verði góð. Því er beint að þeim tugum þúsunda sölufólks, eða ?agents? í Bretlandi sem eru að selja áfangastaði um víða veröld. Þetta fólk notar sölubæklinga eins og okkar og þjálfunarprógrömm eins og Iceland Informer til að læra um nýja áfangastaði til að selja. Við eigum að geta fylgst með því hversu margir eru að nýa sér kennsluefnið hverju sinni en vefurinn er gagnvirkur og alsjálfvirkur. Vefurinn eins og hann er nú verður opinn í eitt ár og minn draumur er að geta síðan bætt við fleiri kennslustigum þannig að á endanum útskrifist fólk sem ?Iceland Specialist?. Við munum einnig þegar fram líða stundir gera mjög eftirsóknarvert að skrá sig í kennsluprógrammið með því að verðlauna þá sem best standa sig með Íslandsferð,? segir Sigrún.
Lesa meira

Ísland í "Grey´s Anatomy"

Nýlega hófust sýningar á fjórðu þáttaröð hins geysivinsæla "Grey´s Anatomy" hjá ABC Prime Time sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Í fjórða þætti, sem sendur var út síðastliðinn fimmtudag, fékk Ísland góða kynningu. Eins og þeir vita sem fylgjast hafa með þáttunum, en þeir eru sýndir eru á Stöð 2, gerast þeir á sjúkrahúsi og segja frá gleði og sorgum starfsfólks og sjúklinga. Í umræddum þætti fær kona sem er sjúklingur spítalans þær fréttir að hún eigi aðeins stuttan tíma eftir á lífi og ákveður að eyða honum á Íslandi ?þar sem sólin sest aldrei?. Seinna í þættinum kemur hins vegar í ljós að sjúkdómsgreiningin átti við allt annan sjúkling og viðkomandi er alls ekki dauðvona. En í stað þess að lögsækja sjúkrahúsið fellst konan á að fá þriggja herberja íbúð í Reykjavík í skaðabætur. Já, það gerist margt skemmtilegt í ?Grey´s Anatomy? og ekki verra þegar Ísland fær jákvæða kynningu í leiðinni hjá milljónum bandarískra áhorfenda.  
Lesa meira