Fréttir

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands verður haldinn á Flúðum fimmtudaginn 15. nóvember 2007. Að samtökunum standa átta landshlutasamtök og að þeim eiga aðild ferðaþjónustuaðilar og sveitarfélög á viðkomandi svæðum. Formaður samtakanna er Pétur Rafnsson. Dagskrá verður auglýst síðar.
Lesa meira

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar áfram

Í september síðastliðnum fóru rúmlega 187 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við rúmlega 180 þúsund í september í fyrra. Fjölgunin nemur 7000 farþegum eða 4%. Frá áramótum hefur farþegum fjölgað um 8,3%. Tölurnar eru greindar niður eftir því hvort farþegar eru á leið til landsins, frá landinu eða hvort um áfram- og skiptifarþega (transit) er að ræða.  Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.     Sept.07. YTD Sept. 06. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 81.637 739.721 78.197 688.426 4,40% 7,45% Hingað: 76.783 748.229 72.644 685.902 5,70% 9,09% Áfram: 4.305 32.816 4.339 16.206 -0,78% 102,49% Skipti. 24.707 212.660 25.221 209.976 -2,04% 1,28%   187.432 1.733.426 180.401 1.600.510 3,90% 8,30%
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum í ágúst fjölgaði um 11%

Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum, samkvæmt gistináttatalningu Hagstofunnar, voru 181.500 en voru 163.800 í sama mánuði árið 2006. Þetta er fjölgun um 17.700 nætur á milli ára eða tæplega 11%. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem fækkun gistinátta nam 1% og á Austurlandi þar sem fjöldi gistinátta stóð í stað milli ára. Aukningin var hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu þar sem gistinóttum fjölgaði um tæp 15%, úr 95.100 í 109.300 milli ára. Á Norðurlandi nam aukningin rúmum 13%, en gistinætur þar fóru úr 17.600 í 20.000 milli ára. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um 6%, úr 23.200 í 24.600. Fjölgun gistinátta á hótelum í ágúst má bæði rekja til Íslendinga (20%) og útlendinga (10%). Gistirými á hótelum í ágústmánuði jókst milli ára. Fjöldi herbergja fór úr 4.049 í 4.568, 13% aukning og fjöldi rúma úr 8.157 í 9.359, 15% aukning. Hótel sem opin voru í ágúst síðastliðnum voru 78 en 76 í sama mánuði árið 2006. Hagstofan vekur athygli á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Sjá nánar á vef Hagstofunnar.
Lesa meira

Ráðstefna um strandmenningu

Strandmenning Íslands, staða hennar og framtíð, er viðfangsefni ráðstefnu sem haldin verður á Radisson SAS hótel Sögu þann 5. október næstkomandi. Þar eru á dagskrá fjöldi áhugaverðra fyrirlesra sem tengjast strandmenningu með einum og öðrum hætti. Að ráðstefnunni standa Íslenska vitafélagið, Ferðamálastofa, Ferðamálasamtök Íslands, Siglingastofnun, Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd, Fornleifavernd ríkisins og Samtök Íslenskra Sjóminjasafna. Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins, setur ráðstefnuna en síðan flytur Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggðamála og verðandi ferðamálaráðherra, ávarp. Einar Kristinn Guðfinnsson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar, flytur einnig ávarp síðar á ráðstefnunni. Efni ráðstefnunnar skiptist í 4 meginþætti og innan hvers um sig eru fluttir nokkrir fyrirlestrar. Auður og atvinna við haf og strönd Hvað geta Íslendingar lært af nágrönnum sínum? Að virða sinn menningararf Tækifæri bragðlaukanna Ráðstefnugjald:er 6000 krónur og innifalið eru ráðstefnugögn, hádegisverðarhlaðborð og kaffi. Skráning á ráðstefnuna er hér fyrir neðan Nánari upplýsingar: 466 1266 eða 695 1266 Skráning á ráðstefnuna Strandmenning Íslands, staða hennar og framtíð Dagskrá ? prentvæn útgáfa (PDF) Dagskrá:09:00 Innritun og afhending gagna09:30  Setning ráðstefnu: Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins09:40 Ávarp: Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggðamála og verðandi ferðamálaráðherra Auður og atvinna við haf og ströndUmræðustjóri: Ragnhildur Sigurðardóttir, Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri 09:50 Fornminjar við strendur landsins - staða og tækifæriAgnes Stefánsdóttir, Fornleifavernd ríkisins 10:05 Vitar sem hluti íslenskrar strandmenningar Magnús Skúlason, Húsafriðunarnefnd ríkisins 10:20 Strandmenningarbærinn Húsavík. Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri Norður-Siglingar, Húsavík 10:35 Pallborðsumræður um stöðuna. Fyrirlesarar, ásamt Ragnari Edwardssyni, minjaverði Vestfjarða og Elíasi Bj. Gíslasyni, Ferðamálastofu 11:00 Kaffihlé Hvað geta Íslendingar lært af nágrönnum sínum? Umræðustjóri: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Háskólanum á Hólum 11:20 Staða og stefna strandmenningar í NoregiGeir Tvedt, ráðgjafi hjá Riksantikvaren 11:45 Världsarvet Höga Kusten Ernst Thurdin, Kramfors kommun í Svíþjóð 12:15 Pallborðsumræður: Hvað geta Íslendingar lært af nágrönnum sínum?Fyrirlesarar, ásamt Pétri Rafnssyni, Ferðamálasamtökum Íslands, Valdimar Harðarsyni, landlagsarkitekt og Öldu Davíðsdóttur, Patreksfirði 12:35 Hádegishlé 13:20  Ávarp: Einar Kristinn Guðfinnsson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar. Að virða sinn menningararfUmræðustjóri: Arnheiður Hjörleifsdóttir, Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi 13:30 Sjóminjasöfn ? Vettvangur íhaldssemi og nýsköpunarÖrlygur Kristfinnsson, Síldarminjasafninu á Siglufirði 13:45  Þjóðtrú sjómannaHlíf Gylfadóttir, mannfræðingur 14:00  Kveðið við haf og ströndGunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður   14:15  Pallborðsumræður: Hvernig er best að koma arfleiðinni til skila?Fyrirlesarar, ásamt Þorvaldi Friðrikssyni, fréttamanni og Guðmundi Páli Ólafssyni, rithöfundi14:45  Kaffihlé Tækifæri bragðlaukannaUmræðustjóri Laufey Haraldsdóttir, Háskólanum á Hólum 15:15 Súrt og kæstGuðmundur Guðmundsson, matvælafræðingur 15:30  Úr faðmi hafsinsGunnar Karl Gíslason, matreiðslumeistari Vox restaurant 15:45  Pallborðsumræður: Tækifæri bragðlaukannaFyrirlesarar, ásamt Guðrúnu Hallgrímsdóttur frá Matur, saga, menning og  Pétri Ágústssyni, útgerðarstjóra Sæferða i Stykkishólmi 16:15 Samantekt: Guðrún Helgadóttir, Háskólanum á Hólum16:30 Ráðstefnuslit
Lesa meira

Rekstur hafinn undir merkjum Hilton Reykjavík Nordica

Í gær voru fánar Hilton Reykjavík Nordica hótels dregnir að húni í fyrsta skipti í hlaðvarpa þess sem áður hét Nordica hótel. Hefst þá rekstur hótelsins undir alþjóðlegum merkjum. Í frétt frá hótelinu kemur fram að Hilton keðjan sé ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, með öflugt tengslanet um heim allan. ?Í Vildarklúbbi Hilton keðjunnar eru skráðir um 11 milljónir meðlima. Það er því einstakt sóknarfæri fólgið í því að tengjast viðskiptaneti Hilton, ekki síst tækifæri til þess að festa Reykjavíkurborg enn frekar í sessi sem spennandi áfangastað alþjóðlegra ráðstefnu- og hvataferðahópa sem og annarra ferðalanga sem leita til Hilton keðjunnar um gistingu.  Innleiðing Hilton vörumerkisins markar jafnframt tímamót í hótelrekstri á Íslandi. Sú þekking og reynsla sem starfsfólki hótelsins er nú veittur aðgangur að er ómetanleg, og mun reynast vel í samkeppni Hilton Reykjavík Nordica við sína helstu keppinauta í öðrum ört vaxandi ferðamannaborgum í Evrópu,? segir m.a. í fréttatilkynningu. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, segir samninginn við Hilton Corporation vera til marks um metnaðarfullan og kröftugan rekstur Icelandair Hotels. "Á undanförnum árum hefur orðið algjör viðsnúningur í hótelrekstri samstæðunnar og hér hefst nýr spennandi kafli.  Við vinnum stöðugt að því að renna fleiri sterkum stoðum undir reksturinn, og íslenska ferðaþjónustu, og það er okkur mikilvægt að fá jafn sterk vörumerki og Hilton í okkar lið". Nordica hótel var opnað á ný fyrir þremur árum eftir miklar breytingar. Það er 252 herbergja, fjögurra stjörnu hótel, með veitingastaðnum, VOX, líkamsræktaraðstöðu, Nordica Spa, og ráðstefnuaðstöðu með 11 fundarsölum sem rúma allt að 650 manns í stærsta salnum. Fyrsta Hilton hótelið var stofnað í Cisco í Texas í Bandaríkjunum af Conrad Hilton árið 1919, en þau eru nú um 500 talsins um allan heim. Auk þess rekur Hilton fyrirtækið aðrar hótelkeðjur, sem saman telja meira en 2.800 hótel
Lesa meira

Alþjóðaferðamálaráðið ræðir áhrif loftlagsbreytinga á ferðaþjónustu

Alþjóðaferðamálaráðið (UNWTO), sem er ein af alþjóðastofnunum Sameinuðu þjóðanna, heldur sérstakan fund í næstu viku um áhrif loftslagsbreytinga á ferðaþjónustu. Þar verða rædd sérstaklega þau áhrif sem nú þegar eru komin fram og hafa kallað á breytingar í vöruþróun og framboði víða um heim. Einnig verður horft til framtíðar og reynt að sjá hvaða hættur og tækifæri liggja í væntanlegum breytingum varðandi þróun greinarinnar á mismunandi svæðum heimsins. Þessi mál komu til umræðu á sumarfundi framkvæmdastjórnar ferðamálaráðs Evrópu í júní síðastliðinn en Magnús Oddsson ferðamálastjóri situr í framkvæmdastjórninni sem fulltrúi N- Evrópu. ?Á þeim fundi var m.a. rætt um áhrifin á ýmis ferðamannasvæði í Mið-Evrópu sem hafa byggt sína afkomu t.d. á skíðamennsku og hvernig þau verða að bregðast við með nýrri vöru?, sagði Magnús. Þó Ísland sé ekki aðili að Alþjóðaferðamálaráðinu tekur Magnús þátt í fundi ráðsins í næstu viku um þessi mál. ?Það er í framhaldi af þessum umræðum í júní og talið mikilvægt að fylgjast með þróuninni og hvernig talið er að vöruframboðið muni þróast miðað við þessar loftlagsbreytingar. Ýmsir hafa bent á að þessar breytingar hafi ekki síst áhrif hér á norðurslóðum og þá ekki eingöngu neikvæð. Einnig kunni að felast í þessum breytingum ákveðin tækifæri bæði hvað varðar núverandi vöruframboð og til nýrrar vöruþróunar í okkar heimshluta og þá hér á landi?, segir Magnús.
Lesa meira

Experience Iceland haldið í 7. sinn

Í dag hefst Experience Iceland sem nú er haldið í 7. sinn. Sem fyrr er skipulagning og framkvæmd í umsjón Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Icelandair. Experience Iceland er beint að aðilum sem starfa á markaði fyrir fundi, ráðstefnur og hvataferðir. Væntanlegir er 16 kaupendur til landsins og munu þeir kynna sér þá aðstöðu sem hér býðst, helstu nýjungar á funda, ráðstefnu- og hvataferðamarkaðinum hérlendis, sem og upplifa hvað landið hefur upp á að bjóða. Experience Iceland var einnig haldið í mars á þessu ári og er nýbreytni að halda viðburðinn tvisvar á ári. Áður var tekið á móti stærri hóp einu sinni á ári. Um 9 aðildarfélagar Ráðstefnuskrifstofu Íslands koma að heimsóknunum með einu eða öðrum hætti en Experience Iceland er eitt af stærri verkefnum sem Ráðstefnuskrifstofan stendur fyrir ár hvert, að sögn Önnu Valdimarsdóttur, verkefnisstjóra.  
Lesa meira

Vefur Iceland Express valinn sá besti

Vefur Iceland Express var valinn besti vefur lággjaldaflugfélaga á heimsráðstefnunni World Low Cost Airlines Congress sem fram fór í síðustu viku en vefsvæði yfir hundrað lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali. Á ráðstefnunni eru veitt ýmis verðlaun til þeirra lággjaldaflugfélaga sem hafa þótt skara fram úr á ýmsum sviðum. Við val á besta vefsvæði lággjaldaflugfélaga var lögð áhersla á að vefsvæðin væru stílhrein og að upplýsingar væru settar fram á skýran hátt. Sérstaklega mikilvægt var að bókunarferli væri einfalt og þægilegt í notkun. Jafnframt var tekið tillit til útlitshönnunar, mynda, textagerðar og hugmyndaauðgi við framsetningu efnis, segir í frétt frá Iceland Express. Fyrir ráðstefnuna voru tilnefnd sjö vefsvæði sem þóttu skara fram úr og voru þar auk Iceland Express flugfélögin AirAsia, Wizz Air, Oasis Hong Kong, Silverjet, Tiger Airways og FlyNordic. Sérstök dómnefnd valdi síðan einn sigurvegara og þótti henni vefsvæði Iceland Express skara fram úr fyrir skýra framsetningu og góða hönnun. ?Þetta er frábær viðurkenning á þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í þróun vefsvæðisins okkar. Það er algert lykilatriði fyrir Iceland Express að vanda uppbyggingu vefsvæðisins því það er ekki bara andlit fyrirtækisins út á við heldur er það grundvöllur samskipta okkar við langflesta viðskiptavini. Að slá við öllum alþjóðlegum lággjaldaflugfélögum sem mörg hver eru með risastórar vefþróunardeildir er mikið afrek og full ástæða til að hrósa vefdeild okkar fyrir árangurinn,? segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express í fréttinni.
Lesa meira

Ísland í kastljósi heimspressunnar

Ísland var í sviðsljósinu á CNN í dag, einum mest lesna frétatvef heims. Um tíma í dag var aðalfrétt CNN um íslensk orkumál og hreina íslenska orku. Talað er um að Ísland hafi e.t.v. verið best þekkt fyrir Björk Guðmundóttur en nú sé ört rísandi stjarna að beina kastljósinu að Íslandi - hrein orka,? segir í inngangi fréttarinnar.  Meðal annars er rætt við Braga Árnason, fyrrverandi prófessor, Ásdísi Kristinsdóttur, verkfræðing og verkefnisstjóra hjá Orkuveitu Reykjavíkur, og Petru Sveinsdóttur hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Lögð er sérstök áhersla á umfjöllun um vetnisvæðingu og að Íslendingar, sem noti eingöngu jarðefnaeldsneyti á bíla og farartæki, séu í fararbroddi þjóða sem vinna að því að knýja farartæki með vetni eða vistvænum orkugjöfum. Í gær var einnig sýnt myndband á vef CNN með viðtali við Braga og Ásdísi. Skoða frétt CNN
Lesa meira

Farfuglaheimilið Ósar meðal þeirra bestu

Í septemberhefti fréttabréfs alþjóðasamtaka farfuglaheimila kemur fram að Farfuglaheimilið að Ósum á Vatnsnesi er á lista yfir 10 bestu farfuglaheimili í heimi, í flokki meðalstórra farfuglaheimila. Byggt er á mati gesta sem gistu þar á tímabilinu júní-ágúst sl. Allir sem bóka gistingu á farfuglaheimilum gegnum bókunarvél alþjóðasamtakanna fá tækifæri til að segja álit sitt á þjónustunni sem veitt er og fékk Farfuglaheimilið að Ósum alls 91 stig af 100 mögulegum á þessu tímabili. Tvö önnur íslensk farfuglaheimili eru tengd bókunarvélinni; Farfuglaheimilið í Reykjavík og Ytra Lóni á Langanesi. ?Fyrir næsta sumar vonumst við til þess að fleiri heimili munu tengjast bókunarvélinni,? segir Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla. Að sögn Markúsar hefur á undanförnum árum verið unnið ötullega að uppbyggingu Farfuglaheimilisins að Ósum og er sú uppbygging greinilega að skila sér. ?Farfuglaheimilið er einstaklega vel staðsett. Í göngufæri er m.a. að finna fjölbreytt fuglalíf og eitt fjölskipaðasta sellátur hér á landi. Þá er kletturinn Hvítserkur einnig í göngufæri við heimilið,? segir Markús.
Lesa meira