Fara í efni

Starfsnám í ferðaþjónustu

íslenskir eftirlætisstaðir
íslenskir eftirlætisstaðir

Innritun stendur nú yfir í starfsnám í ferðaþjónustu sem kennt er í Menntaskólanum í Kópavogi, þ.e. í Ferðamálaskólann og Leiðsöguskólann. Meðal nýjunga í vetur er nám í leiðsögn með Íslendinga.

Þær námleiðir sem boðið er uppá eru fimm:

  • Hótelstjórnun ? nám á háskóalstigi sem kennt í í samstarfi við César Ritz Colleges í Sviss.
  • Flugþjónustunám - Undirbúningsnám fyrir verðandi flugfreyjur og flugþjóna.
  • Hagnýtt ferðafræðinám, fjarnám - Sérsniðið fyrir þá sem starfa við ferðaþjónustu á landsbyggðinni.
  • Starfstengt ferðafræðinám - Hagnýtt nám fyrir þá sem vilja starfa í ferðaþjónustufyrirtækjum.
  • Leiðsögunám - Eins árs kvöldnám.

Leiðsögunám tekur eitt skólaár og er kennt á kvöldin, þrjú kvöld í viku. Að loknu námi í kjarna stendur nemendum skólans til boða fjögur ólík kjörsvið: Afþreyingarleiðsögn, Almenn leiðsögn, Gönguleiðsögn og Leiðsögn með Íslendinga. Er hið síðasttalda nýjung í starfseminni. Sjá nánar