Fréttir

60 skip með farþegaleyfi Siglingastofnunar

Samkvæmt lögum um eftirlit með skipum eru farþegaflutningar í atvinnuskyni með skipum sem lögin gilda um, háðir leyfi Siglingastofnunar Íslands. Þar með eru taldar skoðunar- og veiðiferðir ferðamanna. Skal slíkt leyfi gefið út þegar leitt er í ljós að fullnægt er ákvæðum laganna og reglugerða settra samkvæmt þeim, svo og ákvæðum annarra laga og reglugerða sem gilda um skip í farþegaflutningum. Fyrir farþegaskip skal fjöldi í hverri áhöfn ákveðinn af Siglingastofnun Íslands með hliðsjón af gerð skips, fyrirkomulagi þess og búnaði, svo og farsviði þess og útivist, þannig að fjöldi í áhöfn og skipting starfa fullnægi skilyrðum um að unnt sé að sinna öllum þáttum sem tryggja öryggi farþega, skipverja og skips. Skipstjóri skal varðveita um borð í skipi skjal er sannar gildi leyfisins. Á vefsíðu Siglingastofnunar er listi yfir skip sem hafa leyfi Siglingastofnunar til að stunda farþegaflutninga. Þar koma fram upplýsingar um nafn skips, skipaskrárnúmer, gildistími leyfis, farsvið, öryggismönnun og hámarksfjöldi farþega. Óheimilt er að stunda farþegaflutninga í atvinnuskyni á öðrum skipum en þeim sem hafa farþegaleyfi Siglingastofnunar Íslands samkvæmt fyrrnefndum lista. Á vef Siglingastofnunar má einnig nálgast upplýsingar um lög og reglur sem gilda um rekstur farþegaskipa
Lesa meira

Lundinn skoðaður í rauntíma

Í Ystakletti í Vestmannaeyjum hefur nú verið komið fyrir vefmyndavél þar sem m.a. er hægt að fylgjast með lundabyggðinni. Þannig getur nú fólk hvar sem það er statt í heiminum fylgst með búskap þessa skemmtilega fugls. Vefmyndavélin er þannig gerð að hún sendir út í rauntíma, lifandi myndir, ólíkt flestum vefmyndavélum sem taka ljósmynd með ákveðnu millibili. Sá sem fer á vefslóð myndavélarinnar getur að auki stjórnað henni, þ.e. snúið og breytt aðdrætti. Notandinn hefur stjórn á vélinni í eina mínútu í hvert sinn og þá er næsta gesti hleypt að. ?Þessi vél hefur verið til í nokkurn tíma og hægt að fylgjast með útsendingum hennar á Náttúrugripasafninu. Það var síðan Einar Gústavsson hjá Ferðamálstofu í New York sem hvatti okkur áfram við að koma útsendingunum á Netið þannig að allir fengju notið þeirra. Þegar upp var staðið var það raunar minna mál en við ætluðum,? segir Kristín Jóhannsdóttir, ferða- og markaðsfulltrúi í Vestmannaeyjum. Hún segir að gestum sem heimsækja vélina fjölgi stöðugt og því ljóst að þetta sé komið til að vera. Opna vefmyndavél í Ystakletti  
Lesa meira

Farþegar tæp 1 milljón á fyrri helmingi ársins

Í nýliðnum júnímánuði fóru rúmlega 257 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll sem er 7,2% fjölgun á milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá flugvellinum. Á fyrri helmingi ársins, eða til loka júní, hafa rúmlega 943 þúsund farþegar farið um völlinn. Er þetta tæplega 9% fjölgun á milli ára. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.     Júní 07. YTD Júní 06. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 106.921 406.106 99.464 371.928 7,50% 9,19% Hingað: 111.212 411.549 104.267 374.191 6,66% 9,98% Áfram: 3.914 16.214 2.363 7.796 65,64% 107,98% Skipti. 35.169 109.331 33.802 115.170 4,04% -5,07%   257.216 943.200 239.896 869.085 7,22% 8,53%
Lesa meira

Iceland Express hefur flug til Luxemborgar í haust

Iceland Express bætir Luxemborgar við leiðakerfi sitt í haust. Flogið verður á þriðjudögum og föstudögum, á tímabilinu frá 28. september til 9. nóvember, og verður farið frá Keflavík síðdegis en frá Luxemborg að kvöldi. Luxemborg verður fjórtándi áfangastaðurinn sem Iceland Express býður upp á ferðir til.
Lesa meira

Endurskoðun ferðamálaáætlunar senn að ljúka

Stýrihópurinn sem vinnur að endurskoðuninni vinnur nú að lokagerð hennar. Hér að neðan er hlekkur þar sem skoða má markmið og leiðir hvað varðar endurskoðunaina í heild eins og hún lítur út á þessu stigi. Óskað hefur verið eftir ábendingum og athugasemdum og verður tekið við þeim til mánudagsins 9. júlí 2007.  Endurskoðun ferðamálaáætlunar.  
Lesa meira

Endurskoðun ferðamálaáætlunar

Eins og fram hefur komið stendur nú yfir endurskoðun á ferðamálaáætlun 2006-2015. Stýrihópurinn sem vinnur að endurskoðuninni hefur farið yfir næstu þrjá málaflokka áætlunarinnar, sem eru alþjóðasamstarf, rannsóknir og menntun. Hér að neðan er linkur þar sem sjá má markmið og leiðir auk aðgerða- og framkvæmdaáætlanir málaflokkana en þannig líta þeir út á þessu stigi. Óskað hefur verið eftir ábendingum og athugasemdum og verður tekið við þeim til sunnudagsins 3. júlí 2007. Endurskoðun ferðamálaáætlunar.        
Lesa meira

Beinu Kaupmannahafnarflugi Iceland Express frá Akureyri vel tekið

Beinu flugi Iceland Express frá Akureyri til Kaupmannahafnar hefur verið mjög vel tekið. Iceland Express hóf beint flug milli þessara staða í fyrrasumar og nú hefur þráðurinn verið tekinn upp aftur. Flogið er tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum, frá júníbyrjun til ágústloka. Þegar er orðið uppselt í sex brottfarir og í 15 til viðbótar hafa 90% sæta þegar verið seld. Nú er svo komið að einungis á eftir að selja um fjórðung allra miða í sumar, segir í frétt frá Iceland Express. Töluverð söluaukning er milli ára, þrátt fyrir að sætanýting hafi verið góð síðastliðið  sumar. Mest er aukningin í júlí, þar sem nær fjórðungs aukning er í seldum sætum milli ára. Seldum sætum í ágúst hefur einnig fjölgað umtalsvert frá því í fyrra, eða um rúm 14%. Enn sem komið er eru Íslendingar í meirihluta þeirra sem ferðast á þessari leið en þó hefur erlendum ferðamönnum sem nýta sér þennan möguleika farið ört fjölgandi. Sem dæmi má nefna að þegar hafa vel á annað þúsund Danir ferðast með Iceland Express til Akureyrar eða pantað sér miða á flugleiðinni í sumar. ?Iceland Express hefur ráðist í umfangsmikla kynningu á Akureyri og Norðurlandi almennt í Danmörku að undanförnu sem virðist hafa skilað sér í auknum áhuga á þessum nýja valkosti í ferðaþjónustu þar í landi;? segir m.a. í frétt Iceland Express.
Lesa meira

Veðurfarsbreytingar kalla á breytt vöruframboð yfir vetrartímann

Sumarfundur í framkvæmdastjórn Ferðamálaráðs Evrópu (ETC) er nú haldinn í Brussel. Magnús Oddsson ferðamálastjóri situr fundinn en hann situr í framkvæmdastjórninni sem kjörinn fullrúi Norður-Evrópu. ?Meginverkefni þessa sumarfundar í framkvæmdastjórninni er að fara yfir aðgerða- og markaðsáætlun til ársins 2010 og hvaða breytingar þyrfti að gera á því,? segir Magnús. Hlutirnir breytast hrattHann segir ljóst að hlutirnir breytist hratt, bæði vegna breytinga á mörkuðum, breytinga í dreifileiðum og einnig vegna breytinga í vöruframboði. ?Til dæmis var umræðan í dag um hvernig aðalvetrarvara Mið-Evrópu, sem byggist á snjó og er stór hluti af ímynd þess svæðis, kallar nú á þróun og ef til vill algerlega nýja vetrarvöru á þessu svæði, þegar snjórinn er að hverfa hratt. Þetta var mikil umræða um hvernig veðurfarsbreytingar geta kallað á nauðsyn þess að endurskoða vöruframboð víða í Evrópu fyrr en okkur grunaði,? segir Magnús. Þá var umræða á fundinum um viðræður ETC og Evrópusambandsins um möguleika á mikilli 3ja ára herferð á nýjum mörkuðum í Asíu. Þær tillögur sem koma frá þessum fundi framkvæmdastjórnarinnar verða svo lagðar fyrir fund alls ráðsins í haust.
Lesa meira

Svanhildur Konráðsdóttir skipuð formaður Ferðamálaráðs

Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur skipað Svanhildi Konráðsdóttur formann Ferðamálaráðs. Ráðherra hefur einnig skipað Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmann iðnaðarráðherra, sem varaformann ráðsins. Ferðamálaráði var fengið nýtt hlutverk með lögum um skipan ferðamála sem tóku gildi í ársbyrjun 2006. Helstu verkefni þess eru að gera, einu sinni á ári eða oftar, tillögu til ráðherra um markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar. Jafnframt er það ráðherra til ráðgjafar um áætlanir í ferðamálum og veitir umsagnir um breytingar á lögum og reglum er varða ferðamál. Í Ferðamálaráði eiga sæti tíu fulltrúar. Formaður og varaformaður eru skipaðir af samgönguráðherra án tilnefningar en aðra fulltrúa skipar ráðherra eftir tilnefningu eftirtalinna: Samtaka ferðaþjónustunnar sem tilnefna þrjá fulltrúa, Sambands íslenskra sveitarfélaga sem tilnefnir tvo fulltrúa, Ferðamálasamtaka Íslands sem tilnefna tvo fulltrúa og Útflutningsráðs Íslands sem tilnefnir einn. Skipunartími ferðamálaráðs skal vera fjögur ár en skipunartími formanns og varaformanns skal þó takmarkaður við embættistíma ráðherra. Ferðamálastjóri og fulltrúi ráðuneytisins sitja fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétt. Nýr formaður Ferðamálaráðs, Svanhildur Konráðsdóttir, er sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Hún situr meðal annars í stjórn Austurhafnar er stendur fyrir byggingu tónlistar- og ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík og í stjórn Ráðstefnuskrifstofu Íslands.
Lesa meira

Ljósmyndasamkeppni og hvatningarherferð Ferðamálastofu og Umferðarstofu

Hafin er hvatningarherferð Ferðamálastofu um ferðalög innanlands. Eins og áður er herferðin hvatning til Íslendinga að ferðist sem mest um eigið land og flýta sér hægt. Í ár hefur Ferðamálastofa fengið til samstarfs Umferðastofu og munu auglýsingar taka nokkuð mið af því samstarfi. ?Með þessu átaki erum við að hvetja íslenskar fjölskyldur til að staldra við, og skoða fagra staði sem eru hvarvetna í íslenskri náttúru. Ferðaþjónustan hefur þróast hratt síðustu árin og það er í boði ógrynni af þjónustu og aðstöðu á öllu landinu. Afþreying er í ríkum mæli miðuð bæði fyrir Íslendinga sem og erlenda ferðamenn. Svo erum við að kynna ferdalag.is sem er stærsti gagnagrunnur íslenskrar ferðaþjónustu á vefnum,? segir Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu. Ný leið til að fá fólk til að endurskoða afstöðu sína til hraðaksturs?Þegar Umferðarstofu bauðst að vera með í þessari auglýsingaherferð sáum við ákveðið tækifæri á að nálgast viðfangsefni okkar á ögn jákvæðari nótum en við höfum gert fram að þessu. Hingað til hefur Umferðarstofa beitt nokkuð hörðum aðferðum til að fá fólk til að endurskoða afstöðu sína til hraðaksturs, sem vissulega hefur reynst vel, en það er líka gaman að fá að nálgast þetta frá öðru sjónarhorni. Langflest alvarleg umferðarslys verða á þjóðvegum landsins og oftast þegar aðstæður til aksturs eru hvað bestar. Það sem Umferðarstofa er fyrst og fremst að leggja áherslu á með þessari auglýsingarherferð er að ferðamenn njóti íslenskrar náttúru en komi jafnframt heilir heim.Það er ljóst að upplifun okkar af landinu og ferðalaginu öllu hlýtur að vera sterkari og ánægjulegri því minni hættu sem sköpum sjálfum okkur og samferðafólki. Með því að stilla hraðanum í hóf og aka samkvæmt aðstæðum minkar stressið og ánægjan eykst um leið og við aukum líkurnar á því að komast heil heim,? segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggsviðs Umferðarstofu LjósmyndasamkeppniSamtímis átakinu fer fram ljósmyndasamkeppni, þar sem senda má ljósmyndir til okkar og í boði verða vegleg ferðaverðlaun. Allar myndir þurfa að vera teknar í sumar. Taka þátt í ljósmyndasamkeppnni á ferdalag.is  
Lesa meira