Fara í efni

Spálíkan fyrir ferðaþjónustuna

ReynisfjaraHaustið 2020 samdi Ferðamálastofa við ráðgjafarfyrirtækið Intellecon ehf. um að þróa spálíkön fyrir ferðaþjónustu hér á landi, bæði til skemmri og lengri tíma. Tilgangur verkefnisins er m.a. að styrkja forsendur áætlanagerðar og stefnumótunar í greininni og búa til tæki til greiningar á áhrifum áfalla/búhnykkja og aðgerða stjórnvalda. Um er að ræða fyrsta áfanga í viðameiri spágerð fyrir ferðaþjónustuna.  

Verkefnið er hluti af rannsóknaráætlun Ferðamálastofu en tilgangur hennar er fyrst og síðast að efla þekkingu á ferðaþjónustu sem lykilatvinnugrein og samspili hennar við aðrar megingreinar í íslensku efnahagslífi. Slík þekking og samsvarandi greiningartæki eru mikilvægur grundvöllur stefnumótunar og ákvarðanatöku stjórnvalda, fyrirtækja í greininni og fjármögnunaraðila þeirra.  

Vinna Intellecon miðar að því að búa til heildstætt spákerfi með viðeigandi tíðni fyrir stærðir er lýsa umfangi ferðaþjónustunnar og koma því fyrir í notendavænum hugbúnaði sem auðvelt er fyrir Ferðamálastofu og eftir atvikum aðra aðila að nýta sér.

Hér að neðan er hægt að nálgast skýrslur og kynningar sem tengjast verkefninu: