Fréttir

Rekstarumhverfi ferðaþjónustu hagstæðara á Íslandi en hinum Norðurlöndunum

Rekstrarumhverfi ferðaþjónustu er hagstæðara á Íslandi en í nágrannalöndum okkar og samkeppnishæfni greinarinnar þannig betri. Þetta er meginniðurstaða nýrrar skýrslu sem kynnt var í gær þar sem rekstrarumhverfi ferðaþjónustu á Íslandi er borið saman við Danmörku, Noreg  og Svíþjóð. Skýrslan var unnin fyrir Ferðamálastofu sem hluti af ferðamálaáætlun 2006-2015. Skýrslan er byggð upp með þeim hætti að varðandi rekstrarumhverfi var horft á þátt ríkisvaldsins í að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði fyrir ferðaþjónustu, efnahagsástand skoðað, skattaumhverfi, tekjur starfsmanna, verðlag og samkeppnishæfni. Í markaðsumhverfinu var horft á markhópinn ferðamenn, hver þróunin er í fjölda ferðamanna, á hvaða árstíma þeir ferðast og hvernig þeir dreifast um löndin. Atvinnugreinin nýtt sér það umhverfi sem stjórnvöld hafa skapað?Niðurstöðurnar staðfesta að mínu mati  að stjórnvöld hafa á undanförnum árum skapað íslenskri ferðaþjónustu betra rekstrarumhverfi á flestum sviðum en er  í samkeppnislöndum  okkar. Enda hefur atvinnugreinin nýtt sér það umhverfi sem stjórnvöld hafa skapað þannig að íslensk ferðaþjónusta er að ná hlutfallslega mun meiri árangri í vexti en samanburðarlöndin og verulega umfram meðaltalið á heimsvísu?, segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. ?Það vakti sérstaka athygli mína í niðurstöðunum að þegar litið er til íbúafjölda og þar með vinnuafls að Höfuðborgarsvæðið er með um 64% íbúanna en um 40% gistinátta og þá landsbyggðin með 36% íbúa landsins er með um 60% af umfanginu. Það er mun meiri jöfnuður í þessu í samanburðarlöndunum en hér er landsbyggðin að ná hlutfallslega mun meiri árangri miðað við íbúafjölda en dreifbýli samanburðarlandanna?, segir Magnús. Mesti vöxturinn á ÍslandiÍ helstu niðurstöðum skýrslunnar er fyrst vakin athygli á samanburði World Economic Forum árið 2006 þar sem metnir voru 13 þættir sem snúa að samkeppnishæfni 124  landa í ferðaþjónustu. Eins og fram hefur komið var Ísland samkeppnishæfast af löndunum fjórum. Var í 4. sæti í heildinni, Noregur númer 11, Svíþjóð í 17. sæti og Danmörk  23. Þá komast skýrsluhöfundar að því að umfang í ferðaþjónustu hefur aukist hlutfallslega mest á Íslandi af samanburðarlöndunum þegar skoðuð eru árin 1999-2005 eða um 32,5% í gistinóttum talið. Vöxtur í Svíþjóð er 12,8%, í Noregi 7,5% en í Danmörku er engin aukning á þessu tímabili. Hagstæðasta skattaumhverfiðSkattaumhverfið á Íslandi er betra til fyrirtækjarekstrar en í samanburðarlöndunum. Skattur á hagnað fyrirtækja sem og skattur af arðgreiðslum er umtalsvert lægri. Þá er virðisaukaskattur á Íslandi er á öllum stigum með lægri skattprósentu en samanburðarlöndin. Hærra hlutfall hagnaðar helst því í rekstrinum á hverju ári og það þarf lægri launagreiðslur til starfsmanna til að ná upp í hærri ráðstöfunartekjur.  Það er aðeins gjald á áfengi sem er hærra á Íslandi en í samanburðarlöndunum. Meira vægi fyrir þjóðarbúiðHlutfall ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu er hæst á Íslandi og hefur því atvinnugreinin meira vægi í íslensku hagkerfi en í hagkerfi samanburðarlandanna. Í Noregi er hlutafallið lægst 2,4%, Svíþjóð 2,7%, í Danmörku 3,0%, en á Íslandi er  hlutfallið 6,3%. MarkaðsumhverfiðÝmislegt áhugavert kemur einnig í ljós þegar markaðsumhverfið er skoðað. Meðal annars er hlutfall erlenda markaðarins mest á Íslandi af samanburðarlöndunum um 70%, í Danmörku 50% um 30% í Noregi og rúm 20% í Svíþjóð. Á meðan megnið af erlendum ferðamönnum í samanburðarlöndunum koma frá fáum löndum eru erlendir ferðamenn á Íslandi frá fleiri markaðssvæðum en hinna landanna og dreifir það áhættu, þar sem ekkert eitt markaðssvæði er yfirgnæfandi. Árstíðarsveiflan í ferðaþjónustu þegar litið er til gistinátta er mest á Íslandi, næst  er Danmörk, þá Noregur og minnst er sveiflan í Svíþjóð. Þetta helst í hendur við hlutfall  heimamarkaða af heildinni sem nýtist til jöfnunar sveifunnar Lágt hlutfall gistinátta á höfuðborgarsvæðinuHöfuðborgarsvæðið á Íslandi er með mjög lágt hlutfall af heildarfjölda gistinátta er litið er til hlutfalls íbúafjölda og það lægsta samanburðarlöndunum. Höfuðborgarsvæðin er alls staðar með hærra hlutfall gistinátta en landsbyggð þegar litið er stærðar landsvæðis, en hvergi eins hátt og á Íslandi. Þetta skýrist að mestu leyti af því að meirihluti íslensku þjóðarinnar er samankomin á höfuðborgarsvæðinu meðan íbúar samanburðarlandanna dreifast meira og þar með vinnuafl og möguleiki til þjónustu. Þeir þættir sem koma ver út í samanburðinumGengissveiflur eru örari og meiri á Íslandi, en þær virðast hafa lítil áhrif á komur ferðamanna til landsins. Stýrivextir eru verulegra hærri en í samanburðarlöndum. Áfengisgjaldið er umtalsvert hærra á Íslandi, þó Noregur sé einnig með há áfengisgjöld.  Árstíðarsveiflur eru meiri á Íslandi í gistinóttum talið en það má skýra með örum vexti í komum ferðamanna til Íslands yfir háannatímann sem dvelja að meðaltali lengur þrátt fyrir góðan vöxt allt árið.  Almennt verðlag er hærra, en bilið hefur minnkað undanfarið ár.  Samandregnar niðurstöðurÍ samandregnum niðurstöðum segja skýrsluhöfundar meðal annars: ?Þar sem ferðaþjónustan á Íslandi telur hærra hlutfall af vergri landsframleiðslu atvinnugreinin  mikilvægari fyrir íslenskt efnahagslíf en fyrir efnahagslíf samkeppnislandanna, og því frekar að rekstrarskilyrði séu hagstæðari.  Því má gera því skóna að meiri hlutfallsleg aukning í ferðaþjónustu hér á landi en í samanburðarlöndunum sé einmitt í samræmi við þau rekstrarskilyrði sem atvinnugreininni eru búin og eru að mörgu leyti betri en í umræddum löndum. Þegar á heildina er litið er umhverfi ferðaþjónustu hagstæðara á Íslandi en í samanburðarlöndunum, þó hægt sé að finna einstaka þætti sem mætti bæta á Íslandi til að gera íslenska ferðaþjónustu enn samkeppnishæfari.? Skýrslan í heild (PDF 0.8 MB)
Lesa meira

Kaupendur hvataferða á Experience Iceland

Erlendir kaupendur sem leita að nýjum áfangastöðum til hvataferða fjölmenntu hingað til lands í síðustu viku til að taka þátt í verkefninu Experience Iceland, Incentive Seminar, sem er samstarfsverkefni Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Icelandair. Verkefnið var nú haldið í sjötta sinn og alls komu hingað 17 þátttakendur frá 7 löndum. Gengið á Sólheimajökul.Að sögn Önnu R. Valdimarsdóttur verkefnastjóra er Experience Iceland orðið fastur punktur hjá þeim fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem starfa á ráðstefnu-, funda- og hvataferðamarkaðinum. ?Þátttakendum var boðið að kynnast því sem Ísland hefur upp á að bjóða í þessum efnum; þeir fóru í sannkallaða ævintýraferð, kynntust íslenskri veðráttu af eigin raun og komust að því að hér er vel hægt að upplifa frábæra skemmtun þó svo að veðrið sé ekki upp á sitt besta.  Kaupendurnir hittu einnig aðildarfélaga að Ráðstefnuskrifstofunni og kynntust því sem þau hafa upp á að bjóða.  Þetta er verkefni þar sem fólk sameinast um að kynna fyrir þessum hópi hvað Ísland hefur að bjóða ? og það tókst vel í þessu sameiginlega hagsmunamáli okkar allra.  Þátttakendurnir voru mjög hrifnir og ánægðir eftir stífa dagskrá sem endaði svo uppi á efstu hæðinni í nýja turninum á Grand Hótel.?  Experience Iceland, Convention Seminar verður svo haldið í síðustu vikunni í september en þar verður áherslan lögð á að kynna fyrir kaupendum það sem Ísland hefur upp á að bjóða er kemur að fundum og ráðstefnum.  
Lesa meira

Aðalfundur SAF haldinn í gær

Aðalfundur SAF var haldinn á Akureyri í gær og var Jón Karl Ólafsson endurkjörinn formaður samtakanna. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var meginþema fundarins ímynd Íslands, hvernig ferðaþjónusta kemur vöru sinni á markað og hver varan er. Jón Karl Ólafsson, formaður SAF, lagði í ræðu sinni aðaláherslu á samstarf atvinnulífs og stjórnvalda í landkynningarmálum og varð tíðrætt um umhverfismál sem er veigamikill þáttur innan ferðaþjónustunnar. Þá flutti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ávarp og kom víða við. Kynnti meðal annars niðurstöður nýrrar skýrslu um samanburð á rekstrarumhverfi ferðaþjónustu á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, sem er  Íslandi mjög í hag. Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, sagði frá starfi ráðsins nýlega varðandi ímynd Íslands. Þrír félagsmenn SAF; Karl Ingólfsson, Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Benedikt Jóhannesson fjalla um síðari hluta dagskrár undir yfirskriftinni ?frá vöru til viðskipta?. Í kjölfarið voru pallborðsumræður. Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Jón Karl Ólafsson var endurkjörinn formaður SAF. 
Lesa meira

Skrifað undir samninga um 5 stærstu verkefnin til úrbóta í umhverfismálum 2007

Líkt og undanfarin ár auglýsti Ferðamálastofa í desember slíðastliðnum eftir umsóknum um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum. Í dag var skrifað undir samninga við þá 5 aðila sem hlutu hæstu styrkina. Alls barst 131 umsókn, styrkbeiðnirnar hljóðuðu samtals upp á tæpar 218 milljónir króna en til ráðstöfunar voru um 48 milljónir króna. Til viðmiðunar við úthlutun styrkja var stuðst við reglur um forgangsröðun sem fylgt hefur verið síðustu ár. Mikilvægi verkefna er vegið eftir því hver áhrif framkvæmdarinnar eru á náttúru og umhverfi. Í meginatriðum er flokkunin eftirfarandi: 1. Náttúruvernd2. Upplýsinga- og öryggismál3. Áningarstaðir4. Annað Verkefni sem stuðla að náttúruvernd eru því forgangsverkefni. Einnig er reynt að fylgja eftir því opinbera markmiði sem kemur fram í Ferðamálaáætluninni 2006 - 2015 að uppbygging ferðaþjónustunnar skuli taka mið af sjálfbærri þróun í samfélaginu.Auk ofangreindra atriða varðandi forgangsröðun er lögð sérstök áhersla á bætt aðgengi fyrir alla að náttúrulegum áningastöðum. Verkefnin fimm Ferðaþjónustan Brunnhóli og Ferðaþjónustan í Hólmi hafa unnið að því að byggja upp gönguleiðir og áningastaði við Fláajökul ásamt öðrum landeigendum á svæðinu. Verkefnið fær 2 milljónir til framkvæmdanna. Hörgárbyggð og Minjasafnið á Akureyri, hafa hafið samstarf um kynningu og uppbyggingu á uppbyggingar á Gásum við Eyjafjörð. Ferðamálastofa hefur styrkt verkefnið vegna kaupa á snyrtiaðstöðu og í ár fær verkefnið 2 milljónir til frágangs við aðkomu, vatnsöflunar fyrir hreinlætisaðstöðuna og gönguleiðir um svæðið. Sóknarnefnd Þingeyrarklaustursóknar, hefur verið að vinna að úrbótum á aðstöðu fyrir ferðafólk sem sækir Þingeyrarkirkju heim. Ferðamálastofa leggur til 3 milljónir í þjónustuhús sem er í byggingu og þjónar bæði sem safnaðarheimili og móttaka fyrir ferðafólk. Hveravallafélagið ehf. hefur séð um rekstur þjónustuaðstöðu við Hveravelli í um áratug og vinnur nú að endurnýjun á húsakosti á staðnum. Félagið fær 3 milljónir króna frá Ferðamálastofu vegna uppbyggingar hreinlætisaðstöðu. Skútustaðahreppur, stendur fyrir vinnu við deiliskipulag við náttúruperluna Dimmuborgir. Í Borgirnar komu á annað hundrað þúsund manns á þriggja til fjögurra mánaða tímabili árið 2006 og jaðrar við að staðurinn sé kominn að þolmörk. Ferðamálastofa leggur til 5.5 milljónir til að vinna deiliskipulag og bæta hreinlætisaðstöðu á svæðinu. Áður hefur Ferðamálastofa stutt við endurbætur á aðgengi um svæðið. Listi yfir alla styrkþega Skrifað undir samninga um styrkina. Talið frá vinstri: Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu; Böðvar Pétursson frá Skútustaðahreppi vegna Dimmuborga; Sigurlaug Gissurardóttir frá Ferðaþjónustunni Brunnhóli og Ferðaþjónustunni í Hólmi; Sturla Böðvarsson samgönguráðherra; Magnús Oddsson ferðamálastjóri; Erlendur G. Eysteinsson frá Sóknarnefnd Þingeyrarklaustursóknar; Björn Þór Kristjánsson frá Hveravallafélaginu og Guðmundur Sigvaldason frá Hörgárbyggð.
Lesa meira

Ásborg fékk Afrekshornið

Búnaðarfélag Biskupstungna veitir árlega afrekshorn félagsins. Að þessu sinni varð fyrir valinu Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, fyrir störf sín að ferðamálum.  Uppsveitir Árnessýslu ná yfir fjögur sveitarfélög frá Þingvöllum að Þjórsá;  Grímsnes- og Grafningshrepp, Bláskógabyggð, Hrunamannahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp.  Uppsveitirnar starfa saman í ýmsum málaflokkum þar á meðal ferðamálum og stefnumótun á þeim vettvangi og embætti ferðamálafulltrúa átti 10 ára afmæli á síðasta ári. Mynd: Formaður Búnaðarfélags Biskupstungna, Óttar Bragi Þráinsson, veitti Ásborgu verðlaunin.
Lesa meira

NATA auglýsir eftir umsóknum um styrki

Nú í byrjun árs 2007 tók gildi nýr samningur um samstarf Íslands, Grænlands og Færeyja í ferðamálum. Meðal annars er hægt að sækja um styrki til ýmissa verkefna og hefur nú verið auglýst eftir styrkumsóknum í fyrsta sinn. Skilafrestur er til 10. apríl næstkomandi. North Atlantic Tourist AssociationHið nýja samstarf nefnist Norh Atlantic Tourist Association, skammstafað NATA. Tók það við hlutverki Vestnorræna ferðamálaráðsins, svo og tvíhliða ferðamálasamningunum SAMIK og FITUR, sem verið hafa í gildi frá 1995 við Grænland og Færeyjar. Umsóknir um styrkiAllir sem áhuga hafa á að efla samstarf í ferðamálum milli Grænlands, Íslands og Færeyja geta sótt um styrk til fjármögnunar verkefna, hugmynda, vöruþróunar, ferða eða annarra sambærilegra verkefna.  Umsóknirnar þurfa að lágmarki að fela í sér þátttöku aðila frá a.m.k. tveimur löndum af löndunum þremur, þ.e. Grænlands, Íslands og Færeyja. Hægt er að sækja um styrk vegna heildarkostnaðar verkefna, einstakra verkþátta eða ferðakostnaðar  m.a. á eftirfarandi sviðum: Menntun- starfstengt nám, nám í ferðamálafræðum o.þ.h.Þróun ferðaþjónustumöguleika milli landanna- siglingar, þemaferðir, skemmtiferðir o.þ.h.Markaðssetning og greining á ferðaþjónustuAlþjóðlegt samstarf- skólaferðir, menningarferðir o.þ.h. Verkefnum sem sótt er um styrk til þarf að vera lokið fyrir 31. desember 2007. Hægt er að sækja um styrk til heildakostnaðar verkefna, einstakra verkþátta eða ferðakostnaðar. Allar umsóknir verða að berast á þar til gerðum eyðublöðum og skal ítarleg verkefnislýsing og fjárhagsáætlun fylgja með.  Umsóknir skulu fyllast út á dönsku eða ensku og sendast til: NATA co/Ferðamálastofa  Lækjargata 3   101 Reykjavík       Skilafrestur umsókna er til 10. apríl 2007-Hægrismellið á tenglana hér fyrir neðan og veljið "Save Target As" til að vista umsóknareyðublöðin á eigin tölvu. Umsóknareyðublað á ensku (Word) Umsóknareyðublað á dönsku (Word) Mynd: Merki Vestnorden ferðakaupstefnunnar.
Lesa meira

Hugmynda- og hvatningarþing um ferðaþjónustu í Austur Húnavatnssýslu

Laugardaginn 24.mars heldur sveitarfélagið Húnavatnshreppur hugmynda- og hvatningarþing um ferðaþjónustu í Austur Húnavatnssýslu. Þingið verður haldið á Húnavöllum og hefst klukkan 13:15. Ráðgert er að því ljúki kl 16: 30. Í fréttatilkynningu segir að ferðaþjónusta í Austur Húnavatnssýslu hafi farið vaxandi síðustu ár líkt og í öðrum landshlutum. Svæðið er þekkt fyrir fjölbreytta möguleika í stangveiði, frábærar reiðleiðir og aðra  útivistarmöguleika. Ein mesta útivistarparadís hálendisins, Hveravellir, er í sýslunni og þar stefna Húnvetningar á uppbyggingu og  bætta þjónustu við ferðamenn á næstu misserum.   Einnig er menningarferðaþjónustan að sækja á. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Hafííssetrið í gamla Hillebrandtshúsinu, Kántrýþemað á Skagaströnd, Söguslóð Vatnsdælasögu, Þingeyrakirkja og Klausturstofa eru dæmi um menningarferðaþjónustu sem kveðið hefur að. Mjög áhugaverðir fyrirlesarar munu halda tölu um þá möguleika sem ferðaþjónustan felur í sér.  Eftir að sveitarstjóri Húnavatnshrepps setur þingið mun Kjartan Bollason frá ferðamálabraut Hólaskóla fjalla um tækifæri í náttúrutengdri ferðaþjónustu. Þór Hjaltalín mun fjalla um ferðaþjónustuna frá sjónarhóli menningarferðaþjónustu . Elín Aradóttir og Sigurður Steingrímsson frá Imrpru Nýsköðunarmiðstöð munu kynna fyrir gestum þann stuðning sem Impra veitir atvinnulífinu. Inger Helgadóttir á Indriðastöðum í Skorradal mun segja frá sinni reynslu af uppbyggingu og rekstri ferðaþjónustu. Eftir framsöguerindi verða pallborðsumræður. Að hætti Húnvetninga má gera ráð fyrir fjörugum umræðum og efnilegum hugmyndum.  Þingið er öllum opið og kaffiveitingar verða í boði Húnavatnshrepps. Þingeyrakirkja og Klausturstofa eru dæmi um menningarferðaþjónustu sem kveðið hefur að. Hveravellir. Þar stefna Húnvetningar á uppbyggingu og  bætta þjónustu við ferðamenn á næstu misserum.
Lesa meira

650-700 milljarða gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu á Íslandi á næstu 10 árum?

Vert er að benda á nýjan pistil hér á vefnum eftir Magnús Oddsson ferðamálastjóra. Hann bendir á að gangi spár um aukin umsvif eftir megi gera ráð fyrir að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu hérlendis verði 650-700 milljarðar á næstu 10 árum. 650-700 milljarða gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu á Íslandi á næstu 10 árum? Magnús Oddsson ferðamálastjóri skrifar: Í ljósi þeirra upplýsinga frá Seðlabanka Íslands, sem birtar voru nýlega um beinar gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu á árinu 2006 má eðlilega velta fyrir sér mikilvægi þessarar greinar fyrir gjaldeyrisöflunar á næstunni. Gjaldeyristekjurnar voru um 47 milljarðar á síðasta ári og var bara aukningin á milli ára um 7 milljarðar eða nær 18%. Þetta er ótrúleg aukning en samt í ákveðnu samræmi við aukin umsvif greinarinnar hvað varðar erlenda gesti. Þegar litið er til baka yfir þróunina og síðan til þeirra áætlana sem eru um aukningu í umfangi ferðaþjónustu, í fyrsta lagi á heimsvísu, í okkar heimshluta og áætlana um uppbyggingu hér landi og fleiri breyta  hlýtur það að teljast nokkuð eðlilegt að gera ráð fyrir að aukning gjaldeyristekna sem ferðaþjónustna skilar í þjóðarbúið muni að meðaltali aukist um 6-7% á ári til ársins 2015. Það þýðir að við ættum að öllu óbreyttu að geta gert ráð fyrir að íslensk ferðaþjónusta skili gjaldeyristekjum í þjóðarbúið á bilinu 650-700 milljarða króna á næstu 10 árum. Tekjuaukinn miðað við óbreytt ástand væri því 180-230 milljarðar á næstu 10 árum. Hér er eingöngu verið að tala um tekjur sem skila sér vegna erlenda hluta ferðamennskunnar í landinu. Þegar litið er til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þar sem rætt er um efnahagsáhrif útgjalda erlendra ferðamanna , bæði bein áhrif og óbein og afleidd áhrif að þá mætti gera ráð fyrir að þessar gjaldeyristekjur skapi heildarumsvif í hagkerfinu sem nema um 2600-2800 milljörðum á næstu 10 árum. Allar þessar tölur og ýmsar fleiri sýna mikilvægi þessarar atvinnugreinar í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins og allri atvinnuuppbyggingu á næstu árum og áratugum.  
Lesa meira

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði stofnað

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði var stofnað á fundi ferðaþjónustuaðila sem haldinn var á Hótel Varmahlíð fyrr í mánuðinum. Kosið var í stjórn og starfsreglur félagsins samþykktar. Í fréttatilkynningu segir að á fjölmennum fundi ferðaþjónustunnar sem haldinn var 28. febrúar sl. var settur á laggirnar undirbúningshópur sem ætlað var að leggja grunninn að stofnun félagsins og kynna sér hvernig staðið er að ferðamálum á opinberum vettvangi í Skagafirði.  Undirbúningshópurinn lagði til að stofnað yðri  Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði og lagði fram tillögu að starfsreglum þess sem samþykktar voru á stofnfundinum þann 14. mars sl. Félagið er hagsmuna- og samstarfsvettvangur ferðaþjónustunnar í Skagafirði og meðal helstu markmiða þess er að:? virkja og hvetja til samstarfs ferðaþjónustuaðila í Skagafirði? virkja stoðkerfi atvinnugreinarinnar betur og markvissar? hvetja til vöruþróunar í ferðamennsku í Skagafirði? vinna að ímyndarsköpun fyrir Skagafjörð í samstarfi við aðra aðila.? vera sameiginlegur málsvari ferðaþjónustuaðila í Skagafirði Kosin var þriggja manna stjórn og hana skipa Svanhildur Pálsdóttir Hótel Varmahlíð,  Steinn L. Sigurðsson frá Hópferðabílum Skagafjarðar og Magnea K. Guðmundsdóttir á Varmalæk.  Eitt af fyrstu verkefnum stjórnar verður að ná til þeirra ferðaþjónustuaðila sem ekki sáu sér fært að mæta á stofnfundinn og hvetja þá til þess að ganga í félagið.  Áhugasamir geta nálgast nánari upplýsingar um félagsskapinn og/eða skráð sig í félagið með því að senda tölvupóst á svanhild@hotelvarmahlid.is. 
Lesa meira

Veruleg fjölgun fyrstu tvo mánuði ársins

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 20,5% fyrstu tvo mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð. Í ár voru ferðamennirnir 36.484 en 30.276 fyrstu tvo mánuði ársins 2006. Fjölgun er í báðum mánuðum ársins, 22,3% í janúar og 18,6% í febrúar. Sé litið á tölur frá helstu markaðssvæðum frá áramótum vekur athygli góð fjölgun frá Bretlandi og Skandinavíu, rúm 35% frá hvoru svæði. Ferðamenn frá Mið-Evróu eru nánast jafn margir og í fyrra en þó nokkur fækkun er frá Bandaríkjunum. Búist var við fækkun frá Bandaríkjunum í vetur vegna breyttrar vetraráætlunar Icelandair, þar sem flugi til Baltimore og Minneapolis var hætt tímabundið. Í töflunni hér að neðan má sjá skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni fyrstu tvo mánuði ársins og samanburð við árið 2006. ?Það er verulega ánægjulegt að sjá svo mikla aukningu ferðamanna yfir háveturinn,? segir Ársæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu. ?Fjöldi erlendra ferðamanna í janúar í ár er kominn í sömu tölu og hingað komu í apríl fyrir 5 árum,? bætir Ársæll við. ?Við erum bjartsýn á framhaldið. Miðað við framboð á flugsætum framundan, lækkun virðisaukaskatts á veitingar og gistingu og áframhald á öflugri markaðssetningu á Íslandi á erlendum mörkuðum, verður ekki annað séð en að búast megi við góðu vori og sumri í ár, segir Ársæll að lokum. Heildarniðurstöður má finna hér á vefnum undir liðnum Talnaefni/Fjöldi ferðamanna Frá áramótum   2006 2007 Mism. % Bandaríkin                     5.302 3.753 -1.549 -29,2% Bretland                       7.117 9.631 2.514 35,3% Danmörk                        2.834 3.732 898 31,7% Finnland                       471 637 166 35,2% Frakkland                      1.436 1.232 -204 -14,2% Holland                        936 895 -41 -4,4% Ítalía                         301 408 107 35,5% Japan                          1.243 1.242 -1 -0,1% Kanada                         258 328 70 27,1% Noregur                        2.393 3.043 650 27,2% Spánn                          283 274 -9 -3,2% Sviss                          200 367 167 83,5% Svíþjóð                        1.710 2.654 944 55,2% Þýskaland                      2.003 1.944 -59 -2,9% Önnur þjóðerni                 3.789 6.344 2.555 67,4% Samtals: 30.276 36.484 6.208 20,5%  
Lesa meira