Fréttir

Húnvetnsk ferðaþjónusta á fullan snúning

?Sumarið er heldur betur að fara í gang hér í Húnavatnssýslunni, hitastigið orðið gott og sumarilmur í lofti,"segir Haukur Suska-Garðarsson, ferðamálafulltrúi og starfsmaður atvinnuþróunar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. "Ég tek eftir því að erfiðara verður að fá sætið sitt í Essóskálanum á Blönduósi í hádeginu,? bætir hann við í léttum tón.  Menningarferðaþjónusta eflist stöðugtAð sögn Hauks eru rúturnar farnar að koma fyrr en var og að sjálfsögðu bílaleigubílarnir sem alltaf er að fjölga. ?Ferðaþjónustan fer hér á fullan snúning einmitt þessa daga. Mér finnst verulega gaman að nefna hvað menningarferðaþjónustan er að festa vel rætur hér í héraði. Ferðamenn sýna menningunni meiri áhuga en áður, kannski af því að nú er líka mun meira í boði. Við eigum t.d. hér eina perluna í safnaflóru Íslendinga, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi sem margir þekkja. Þar er einmitt opnunarhátíð á sýningu Hildar Bjarnadóttur myndlistarkonu 2. júní kl. 14 og allir velkomnir. Hún er mjög áhugaverð listakona,  er m.a. handhafi sjónlistarorðunnar 2006. Við hlökkum mikið til að sjá sýningar safnsins í sumar, en það er opið daglega frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10 til 17, segir Haukur. Annar menningarstaður héraðsins, Þingeyrakirkja, hefur eignast gestastofu. Nefnist hún Klausturstofa og hefur breytt allri mótttöku gesta við Þingeyrakirkju til hins betra. Þar er boðið upp á fría leiðsögn um kirkjuna í allt sumar. ?Hafíssetrið á Blönduósi verður opnað núna 1. júní líkt og staðirnir sem ég nefndi áðan. Setrið var sett á laggirnar á síðasta ári. Mjög faglegt og vel upp sett sýning um allt sem lýtur að hinum landsins forna fjanda en það var Þór Jakobsson verðurfræðingur sem vann faglega efnisvinnu fyrir sýninguna. Hafíssetrið er jú líka í einu sögufrægasta húsi héraðsins, Hillebrandtshúsi, sem er pakkhús frá árinu 1733. Nýr veitingastaðurStaðsetning Blönduós við þjóðveginn gerir það að verkum mikil umferð er í gegn allt árið og stundum hefur verið haft á orði að lítið sé hægt að borða á leið sinni um þjóðveginn á Íslandi annað en hamborgara. Slíkt á þó ekki við um Blönduós og á næstu dögum eykst fjölbreytnin enn frekar þegar opnaður verður veitingastaðurinn Potturinn og pannan í húsinu við hliðina á Essóskálanum. "Þar er stefnt að opnun 16. júní og eru ekki síst við heimamenn farnir að hlakka mikið til,? segir Haukur.
Lesa meira

Skráning hafin á Vest Norden

Nú er hafin skráning á Vest Norden kaupstefnuna. Hún fer að þessu sinni fram dagana 10.-12. september næstkomandi í Þórshöfn í Færeyjum. Verður þetta  í 22 sinn sem kaupstefnan er haldin. Skráning fer fram á netinu www.vestnorden.com Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu verður fyrirkomulagið svipað og verið hefur undanfarin ár. Sýnendur frá Íslandi bera ábyrgð á því að skrá sig sjálfir á vefnum og einnig að hafa samband við Atlantic Airways símleiðis og panta flug á sérverði vegna Vest Norden. Sjá nánar www.atlantic.fo Kostnaður vegna þátttöku er frá DKK 8.500 og síðasti dagur skráningar er 16. júlí. Mögulegt verður að óska eftir fundum við kaupendur í byrjun ágúst.
Lesa meira

Endurskoðun ferðamálaáætlunar - Óskað eftir athugasemdum

Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun á ferðamálaáætlun 2006-2015. Sami stýrihópur og vann áætlunina upphaflega vinnur að endurskoðuninni en í honum sitja Magnús Oddsson ferðamálastjóri, formaður hópsins; Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF og Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri ferðamála í samgönguráðuneytinu. Sunna Þórðardóttir er starfsmaður verkefnisins. Samkvæmt skipunarbréfi ráðherra skal opnuð gátt á heimasíðum ráðuneytis, Ferðamálastofu og SAF, þar sem hagsmunaaðilar geta sett inn athugasemdir. Stýrihópur hefur tekið þá ákvörðun að óska eftir viðbrögðum við afmörkuðum þáttum verkefnisins eftir því sem fram vindur. Stýrihópurinn hefur þá skoðun að í endurskoðaðri áætlun skulu vera sömu meginmarkmið og í fyrirliggjandi áætlun. Þau eru; Náttúra Íslands, menning þjóðarinnar og fagmennska verði ráðandi þættir í þróun íslenskra ferðamála. Tryggð verði samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar sem stuðli að hámarksafrakstri í greininni. Álag vegna ferðaþjónustu verði jafnað á landið og íbúa þess og verði innan þolmarka í samræmi við niðurstöður rannsókna. Ímynd Íslands sem ferðamannastaðar verði byggð upp og varin. Í ferðamálaáætlun 2006-2015 voru níu flokkar sem lutu að megin markmiðum áætlunarinnar. Þeir eru; Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar. Kynningarmál. Nýsköpun og þróun. Menntun. Rannsóknir. Grunngerð. Fjölþjóðasamstarf. Gæða- og öryggismál. Umhverfismál. Hr með er óskað eftir ábendingum og athugasemdum varðandi markmiðin, s.s. hvort hagsmunaaðilum þyki þörf á að breyta þeim. Einnig er óskað eftir viðbrögðum varðandi málaflokkana níu s.s. hvort þeir eigi að standa, hvort þörf sé á nýjum eða hvort skuli sameina þá og/eða fækka þeim. Tekið er á móti ábendingum varðandi þetta til sunnudagsins 10. júní. Allar ábendingar eru vel þegnar og munu verða teknar til umfjöllunar og skoðunar hjá stýrihóp. Ábendingar sendist til: sunna@icetourist.is Skoða Ferðamálaáætlun 2006-2015 PDF 1,5 MB
Lesa meira

Nýr ráðherra ferðamála í heimsókn

Í dag kom nýr ráðherra ferðamála, Kristján L. Möller samgönguráðherra, í heimsókn á skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík. Með í för voru m.a. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri ferðamála í ráðuneytinu. Hjá Ferðamálastofu tóku á móti ráðherra þeir Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Ársæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs. Fóru þeir yfir hlutverk stofnunarinnar og kynntu starfið sem þar fer fram. Þá heilsaði ráðherrann upp á starfsfólk. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Magnús Oddsson ferðamálastjóri, Kristján L. Möller samgönguráðherra og Ársæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu. Ferðamálastjóri afhenti ráðherra bókina "Vikings Guide to Good Business"Myndir: Jóhannes Tómasson
Lesa meira

Nordica verður Hilton Nordica

Icelandair Hotels hefur gengið frá samkomulagi um að Nordica Hótel verði hluti af hinni heimsfrægu Hilton keðju. Ekki er um að ræða breytinga á eignarhaldi heldur verður Nordica hluti af þeim fjölda hótela um allan heim sem eru kynnt og markaðssett undir þessu heimsþekkta merki. Viðurkenning á gæðum?Þó Íslendingar hafi náð miklum árangri á sviði ferðaþjónustu þá er það okkur mjög mikilvægt að þekkt og viðurkennd vörumerki séu sýnileg í markaðssetningu okkar,? segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. ?Fyrir þá sem ekki hafa neina þekkingu á viðkomandi áfangastað þá er það ákveðin viðurkenning og gefur ákveðnar upplýsingar um gæði þess staðar að þar sé að finna Hilton eða annað álíka heimsþekkt merki sem stendur fyrir ákveðin gæði. Nú erum við með fjögur hótel sem hafa tengst slíkum alþjóðlegum, þekktum vörumerkjum og þeim á eftir að fjölga á næstunni, m.a. með tilkomu nýs hótels við Reykjavíkurhöfn,? bætir hann við. ?Við óskum Icelandair Group til hamnigju með að hafa náð þessari viðurkenningu á gæðum í alþjóðlegu samhengi sem er enn ein staðfestingin á að íslensk ferðaþjónusta er að byggja sig upp samkeppnishæfa í gæðum á alþjóðavísu sem er forsenda áframhaldandi árangurs?, segir Magnús að lokum.
Lesa meira

Kristján L. Möller nýr ráðherra ferðamála

Við stjórnarskiptin sl. fimmtudag tók Kristján L. Möller við embætti samgönguráðherra. Samkvæmt fréttum var sagt að verkefni tengd ferðamálum yrðu færð úr ráðuneytinu en ekki vitað hvenær eða hvernig. Nú er komið fram að það verður ekki fyrr en um næstu áramót. Nýr ráðherra ferðamála er því Kristján L. Möller og býður Ferðamálastofa hann velkominn til starfa og hlakkar til samstarfsins næstu mánuði.
Lesa meira

Nám á háskólastigi í hótelstjórnun

Í haust hefst nám í hótelstjórnun í Menntaskólanum í Kópavogi. Um er að ræða nám á háskólastigi og er það kennt í samstarfi við César Ritz Collages í Sviss. Verður fyrsta árið af þremur kennt hér á landi og munu nemendur síðan eiga þess kost að ljúka BA-námi sínu í Sviss. Á heimasíðu MK kemur fram að hér er á ferðinni spennandi námsmöguleiki fyrir nemendur sem lokið hafa iðnnámi í matvælagreinum og/eða stúdentsprófi. Nemendur sem ljúka fyrsta árinu útskrifast með Diplóma í hótel- og veitingarekstri. Innritun stendur yfir. Nánari upplýsingar hjá Baldri Sæmundssyni áfangastjóra í síma 594-4000 eða á bs@mk.is . Nánar á heimasíðu MK.
Lesa meira

Sturla Böðvarsson kveður ráðuneyti ferðamála

Við ríkisstjórnarskiptin í dag hverfur Sturla Böðvarsson úr stóli ráðherra ferðamála en því embætti hefur hann gegnt í átta ár. Ferðamálastofa þakkar Sturlu fyrir árangursríkt og farsælt samstarf þennan tíma varðandi uppbyggingu og eflingu íslenskrar ferðaþjónustu og óskar honum alls hins besta á nýjum vettvangi. Nú verður ekki eingöngu breyting hvað varðar ráðherra málaflokksins því samkvæmt fréttum um verkaskiptingu í nýrri ríkisstjórn er ferðaþjónustan ekki aðeins að fá nýjan ráðherra heldur færast málefni ferðaþjónustu og þá Ferðamálastofa í annað ráðuneyti. Ferðamál hafa verið vistuð í ráðuneyti samgöngumála í 43 ár frá því fyrst voru sett lög um stjórnsýslu hennar árið 1964. Það mun skýrast á næstunni með hvaða hætti og hvenær þessi breyting verður á högum okkar. Á myndinni er Sturla með Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra.
Lesa meira

Morgunflug til Bandaríkjanna hefst í dag

Fyrsta morgunflug Icelandair til Bandaríkjanna verður í dag klukkan 10:30. Áfangastaðurinn í þessari fyrstu ferð er  New York og er uppselt í fyrsta flugið að sögn félagsins. Hér er um viss tímamót í samgöngum og ferðaþjónustu að ræða en til þessa hefur jafnan verið flogið til Bandaríkjanna síðdegis. Þessu tengist einnig að í sumar verður boðið upp á morgunflug frá Evrópu til Keflavíkur að morgni og þaðan er haldið strax áfram til Bandaríkjanna að morgni. Þá eru vélar félagsins að koma til Íslands frá Bandaríkjunum um miðnætti og halda áfram að næturlagi til Evrópu. Í sumar verður boðið upp á þessi morgunflug frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi til Íslands og frá Íslandi til New York og Boston. Samkvæmt áætlun félagins verður boðið upp á um 160 ferðir á viku hverri frá Íslandi, sem er það langmesta í sögu félagins.  
Lesa meira

72 umsóknir um starf markaðsstjóra Ferðamálastofu í Bandaríkjunum

Fyrir stuttu auglýsti Ferðamálastofa laust starf markaðsstjóra í Bandaríkjunum. Umsóknarfrestur er liðinn og eru umsækjendur 72. Fyrirtækið Hagvangur sá um að auglýsa starfið og tók við umsóknum. Þegar nafnalisti barst Ferðamálastofu kom í ljós að meðal umsækjenda var aðili sem að mati ferðamálastjóra gerði hann samkvæmt stjórnsýslulögum mögulega vanhæfan til að fjalla um ráðninguna og ráða í starfið. Ef ferðamálastjóri er vanhæfur með vísan til stjórnsýslulaga verða jafnframt allir aðrir starfsmenn vanhæfir. Því hefur ferðamálastjóri skrifað samgönguráðuneytinu bréf og gert grein fyrir mögulegu vanhæfi og óskað leiðbeiningar eða aðkomu ráðuneytisins ef stjórnsýsluákvæði vanhæfis á við í þessu máli. Af þessum ástæðum hefur tafist að ganga til viðræðna við umsækjendur og að ráða í starfið, en vonandi styttist í að niðurstaða liggi fyrir.
Lesa meira