Fara í efni

Íslenska sendiráðið í Peking hefur útgáfu vegabréfsáritana samkvæmt ADS samningi

VidHraunfossa
VidHraunfossa

Samkomulag milli Íslands og Kína um vegabréfsáritanir og tengd málefni er varða ferðamannahópa frá Kína (ADS) var undirritað þann 12. apríl 2004. Með samkomulaginu voru sett ströng og ítarleg skilyrði fyrir því hvaða aðilar í ferðaþjónustu í Kína geta haft umsjón með og fengið vegabréfsáritanir fyrir hópa kínverskra ferðamanna til Íslands og þar með inn á Schengen-svæðið.

Það er hins vegar ekki fyrr en nú sem reynir á samninginn því fram til þessa hafa engar ADS áritanir verið gefnar út af íslenskum stjórnvöldum, eða fyrir Íslands hönd. Nú hefur íslenska sendiráðið í Peking hafið útgáfu vegabréfsáritana í samræmi við ADS samninginn

Leyfishöfum Ferðamálastofu gefst nú kostur á að skrá sig á lista yfir íslenskar ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur sem óska eftir því að vera í samstarfi við kínverskar ferðaskrifstofur. Hér á vefnum er að finna skráningarblað og nánari upplýsingar varðandi samstarfið. Skráningu lýkur þann 21. september nk.