Fréttir

Samkeppniseftirlitið taki starfsemi booking.com til athugunar

Ferðamálastofa hefur sent ábendingu til Samkeppniseftirlitsins um starfsemi bókunarsíðunnar booking.com. Telur Ferðamálastofa álitamál hvort skilmálar fyrirtækisins standist samkeppnislög þar sem þeir feli mögulega í sér íþyngjandi skilyrði fyrir viðskiptavini þess og hindri þar með eðlilega samkeppni. Í því ljósi bendir margt til að markaðshlutdeild booking.com hafi náð yfir 50% á umræddum markaði og á þeirri forsendu er líklegt að fyrirtækið teljist hafa markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Lesa meira

5,4% fjölgun erlendra farþega í júní

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í júní síðastliðnum voru tæplega 234 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um tólf þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Fjölgunin nemur 5,4% á milli ára sem er mun minni fjölgun en hefur mælst milli ára í júní síðastliðin ár.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun Norðurlands birt

Markaðsstofa Norðurlands hefur birt Áfangastaðaáætlun Norðurlands sem var unnin í samvinnu við Ferðamálastofu. Markmið verkefnisins var að greina stöðu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og skerpa á framtíðarmarkmiðum, en í áætluninni má finna helstu forgangsverkefni í ferðaþjónustu á Norðurlandi næstu þrjú árin.
Lesa meira

Ný löggjöf á sviði ferðamála

Nú hafa verið birt í Stjórnartíðindum tvenn ný lög á sviði ferðamála, en Alþingi samþykkti lögin á síðustu dögum þingsins í nýliðnum mánuði: Lög um Ferðamálastofu og lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Bæði lögin taka gildi 1. janúar 2019. Viðamestu breytingarnar snúa að aukinni neytendavernd og öryggismálum.
Lesa meira

Adventure Vikings er nýr þátttakandi í Vakanum

Adventure Vikings er afþreyingar- og ferðaþjónustufyrirtæki sem hefur verið starfrækt síðan 2008. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt síðastliðin ár og eru starfsmenn átta talsins í dag. Adventure Vikings býður upp á dagsferðir með sérstaka áherslu á ævintýraferðamennsku, fámenna hópa og persónulega þjónustu.
Lesa meira

13% fjölgun erlendra farþega í maí

Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll í maí síðastliðnum voru um 165 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 19.200 fleiri en í maí á síðasta ári. Fjölgunin nemur 13,2% á milli ára, sem er meiri hlutfallsleg aukning en aðra mánuði ársins. Sé litið til tímabilsins frá áramótum, eða janúar-maí, dregur úr aukningu í samanburði við fyrri ár.
Lesa meira

Hvert fóru ferðamenn og hvað gerðu þeir?

Niðurstöður fleiri spurninga úr landamærarannsókn Ferðamálastofu eru nú orðnar aðgengilegar í Mælaborði ferðaþjónustunnar. Meðal þess sem bæst hefur við er hvaða landshlutar og staðir voru heimsóttir og nú er t.d. í fyrsta sinn hægt að skoða hvernig heimsóknir í einstaka landshluta og staði þróast frá mánuði til mánaðar. Einnig hvernig bókunarferlinu var háttað, hvað hafði áhrif á ákvörðun um að heimsækja landið og hvaða afþreying var nýtt. Gagnasöfnun hófst í júlí og liggja niðurstöður fyrir til og með apríl síðastliðnum.
Lesa meira

Ný könnun um fjölda sjálftengifarþega sýnir minni frávik í ferðamannatalningum

Á morgunfundi Isavia í dag voru birtar niðurstöður nýrrar úrtakskönnun meðal farþega Keflavíkurflugvallar. Tilgangurinn er að meta vægi sjálftengifarþega og erlends vinnuafls í brottfarartalningum og er um er að ræða endurtekningu á samskonar könnunum frá því í nóvember og fyrrasumar. Niðurstöður eru áþekkar og í nóvember en þó sýnir nýja könnunin enn minni áhrif þessara hópa á talninguna en áður.
Lesa meira

Gunnþóra Ólafsdóttir ráðin forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs

Ráðið hefur verið í starf forstöðumanns rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu. Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir var ráðin að loknu ítarlegu valferli og mun hún hefja störf í júní. Alls bárust 20 umsóknir um starfið, af þeim hópi margir hæfir einstaklingar og þakkar Ferðamálastofa þeim fyrir áhugann og umsóknirnar.
Lesa meira

Go West nýr þátttakandi í Vakanum

Go West /Út og vestur, ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur að Arnarstapa, er nú þátttakandi í Vakanum og hefur einnig uppfyllt gullviðmið umhverfiskerfis Vakans fyrir vistvæna ferðaþjónustu. Það eru hjónin Þuríður Maggý Magnúsdóttir og Jón Jóel Einarsson sem reka Út og vestur ehf. og eru þau að halda upp á tíu ára afmæli fyrirtækisins þetta árið. Þau hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á líkamlega hreyfingu og umhverfismál í sinni þjónustu.
Lesa meira