Fréttir

Auglýst eftir umsóknum um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Mánudaginn 25. september verður opnað fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2018. Umsóknarfrestur er til 25. október næstkomandi. Vakin er sérstök athygli á að í kjölfar lagabreytinga er nú í fyrsta sinn auglýst í samræmi við nýjar reglur sem um sjóðinn gilda.
Lesa meira

Offjölgun ferðamanna: Hvað getum við lært af Barselóna?

Rannsóknamiðstöð ferðamála stendur fyrir opnu málþingi 30. september kl. 9:00-12:00 í Hannesarholti um það hvernig yfirvöld í Barselóna kljást við þau vandamál sem skapast hafa vegna ágangs ferðamanna í borginni og hvaða lærdóm megi draga af því. Málþingið er haldið í samstarfi við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Samtök um ábyrga ferðamennsku og Háskólann í Plymouth.
Lesa meira

Sameiningar ferðaþjónustufyrirtækja: Nauðsynlegt að gera Ferðamálastofu aðvart

Með vísan í fréttir fjölmiðla undanfarna daga um auknar sameiningar ferðaþjónustufyrirtækja, er vert að minna á mikilvægi þess að aðilar geri Ferðamálastofu viðvart þegar í hlut eiga ferðaskrifstofur eða ferðaskipuleggjendur. Um er að ræða leyfisskylda starfsemi þar sem gera þarf breytingar á tryggingum og fleiri þáttum, í kjölfar sameiningar eða annarra grundvallarbreytinga á starfseminni.
Lesa meira

Viðhorf til ferðamanna á Höfuðborgarsvæðinu

Nú í sumar lét Höfuðborgarstofa framkvæma viðhorfskönnun meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í þriðja sinn sem Höfuðborgarstofa mælir viðhorf íbúa á svæðinu til ferðamanna og ferðaþjónustu.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Ný lög, reglugerð og stjórn

Í vor voru samþykkt á Alþingi breytingar á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Nú hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, einnig gefið út nýja reglugerð um sjóðinn, sem tekur mið af breyttum lögum. Þá hefur ný stjórn einnig verið skipuð.
Lesa meira

284 þúsund brottfarir erlendra farþega í ágúst

Brottfarir erlendra farþega* frá Íslandi voru 284 þúsund talsins í ágúst síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 42 þúsund fleiri en í ágúst á síðasta ári. Aukningin nemur 17,6% milli ára. Um er að ræða svipaða hlutfallslega aukningu milli ára og í maí (17,5%), júní (18,9%) og júlí (15,2%) en mun minni en mældist í janúar (75,3%), febrúar (47,3%), mars (44,9%) og apríl (61,9%).
Lesa meira

Upplýsingamiðstöðin á Seyðisfirði í Vakann

Upplýsingamiðstöðin á Seyðisfirði er nýjasti meðlimur Vakans. Upplýsingamiðstöðin er staðsett í Ferjuhúsinu við höfnina og gegnir því mikilvægu hlutverki þegar skipið Norræna kemur til hafnar með farþega sína. Einnig kemur fjöldinn allur af fólki með skemmtiferðaskipum á sumrin sem og á eigin vegum en allflestir leggja leið sína á Upplýsingamiðstöðina.
Lesa meira

Opið fyrir skráningu á alþjóðlega ráðstefnu um ábyrga ferðamennsku á áfangastöðum

Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) stendur að undirbúningi 13. alþjóðlegu ráðstefnunnar um ábyrga ferðamennsku á áfangastöðum (e. 13th International Conference on Responsible Tourism in Destinations; RTD-13) sem haldin verður í Reykjavík dagana 29.-30. september 2017.
Lesa meira

Niðurstöður úr könnun á fjölda sjálftengifarþega

Í kjölfar umræðu sem skapaðist fyrr á árinu um áreiðanleika talninga á farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll, og þá sérstaklega óvissu um hlutfall farþega sem tengja á eigin vegum í gegnum flugvöllinn en lenda í brottfarartalningum, ákváðu Isavia og Ferðamálastofa að láta gera úrtakskönnun á tímabilinu 24. júlí til 6. ágúst á meðal brottfararfarþega til að meta vægi þessa í heildarfjölda ferðamanna samkvæmt talningum.
Lesa meira

Námskeið um lagfæringar á mosaskemmdum

Landgræðsla ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands og Orka náttúrunnar efna til sameiginlegs námskeiðs í samstarfi við Kötlu jarðvang, Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarð um lagfæringar á mosaskemmdum.
Lesa meira