05.08.2022
Ferðamálastofa vill að gefnu tilefni ítreka við ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða upp á ferðir á gossvæðið við Fagradalsfjall að fara að öllu eftir fyrirmælum og leiðbeiningum lögreglu og björgunarsveita á staðnum.
Lesa meira
02.08.2022
Erlendir brottfararfarþegar voru 78,2% af heildarbrottfararfarþegum. Bandaríkjamenn voru þriðjungur brottfararfarþega og farþegar frá Þýskalandi 7,3%
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir hlutfallsskiptingu tíu stærstu þjóðerna en samtals voru brottfarir þeirra 77,7%.
Ítarlegri tölfræði verður birt á vefsíðu Ferðamálastofu 10. ágúst þegar staðfest tala liggur fyrir hjá Isavia um heildarfjölda brottfarafarþega frá Íslandi í júlí.
Lesa meira
29.07.2022
Ferðamálastofa hefur lokið endurmati á fjárhæðum iðgjalds og trygginga ferðaskrifstofa og ættu ákvarðanir þess efnis að hafa borist ferðaskrifstofum í tölvupósti.
Lesa meira
27.07.2022
Skýrsla með niðurstöðum úr könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna árið 2021 hefur verið gefin út. Um er að ræða heildarsamantekt á svörum ferðamanna sem heimsóttu Ísland á tímabilinu júní til desember 2021. Könnunin hefur verið í gangi frá því í júlí 2017 eftir aðstæðum á hverjum tíma en vegna kórónaveirufaraldursins lá könnunin niðri stóran hluta ársins 2020 og fyrstu fimm mánuði ársins 2021. Sambærilegar skýrslur hafa komið út tvisvar og byggja á svörum ferðamanna sem heimsóttu landið 2018 og 2019.
Lesa meira
14.07.2022
Til þess að auðvelda ferðamönnum að skipuleggja ferðalög um Ísland á rafbílum fór Ferðamálastofa í það verkefni fyrr á árinu að að kortleggja staðsetningu hleðslustöðva, með það fyrir augum að miðla þeim til innlendra og erlendra ferðamanna. Fyrsta afrakstur verkefnisins má nú sjá á ferðavefjunum visiticeland.com og ferdalag.is
Lesa meira
11.07.2022
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 176 þúsund í nýliðnum júnímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fimmta fjölmennasta júnímánuðinn frá því mælingar hófust.
Brottfarir í júní voru um 75% af því sem þær voru í júní 2018 þegar mest var og um 90% af því sem þær voru í júnímánuði 2019. Tæplega þriðjungur brottfara var tilkominn vegna Bandaríkjamanna.
Lesa meira
08.07.2022
Verkefnastjórn sem skoðaði hvaða fjölsóttu ferðamannastaðir eru til þess fallnir að ógna öryggi fólks umfram aðra, við vissar kringumstæður, hefur skilað menningar- og viðskiptaráðherra niðurstöðum sínum. Í frétt á vef menningar- og viðskiptaráðuneytisins kemur fram að verkefnastjórnin leggur til nokkrar aðgerðir þar á meðal að hafin verði vinna við að skilgreina tilgreind áhættusvæði og gert að skyldu að áhættumeta umrædd svæði með reglubundnum hætti.
Lesa meira
07.07.2022
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur vegna næstu úthlutunar rennur út á miðnætti 5. september 2022. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira
05.07.2022
Ákveðið hefur verið að flýta ferlinu við auglýsingu og úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023. Einnig á að lengja þann frest sem umsækjendur hafa til að sækja um. Markmiðið með breytingunni er að auka svigrúm þeirra sem hyggjast sækja um styrki úr sjóðnum fyrir næsta ár og auðvelda þeim að undirbúa framkvæmdir í tíma.
Lesa meira
04.07.2022
Erlendir brottfararfarþegar voru 72,8% af heildarbrottfararfarþegum. Bandaríkjamenn voru 30,3% brottfararfarþega og farþegar frá Þýskalandi 12,1%
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir hlutfallsskiptingu tíu stærstu þjóðerna en samtals voru brottfarir þeirra 72,8%.
Ítarlegri tölfræði verður birt á vefsíðu Ferðamálastofu 11. júlí þegar staðfest tala liggur fyrir hjá Isavia um heildarfjölda brottfarafarþega frá Íslandi í júní.
Lesa meira