Fréttir

Framkvæmdasjóður Ferðamannastaða: Bylting í aðstöðu og innviðum á fjölmörgum stöðum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti í morgun nýja skýrslu um stöðu og þróun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Sjóðurinn tók til starfa vorið 2011 og hefur frá upphafi verið í vörslu Ferðamálastofu sem annast rekstur hans.
Lesa meira

Tímaferðir ehf. - Time Tours

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Tímaferðir ehf., með skráð hjáheitið Time Tours, kt. 470803-2580, Barmahlíð 35, 105 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem félagið hefur verið úrskurðað gjaldþrota.
Lesa meira

Tæplega hálf milljón farþega árið 2020

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 480 þúsund árið 2020 eða um 1,5 milljón færri en árið 2019, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkunin milli ára nemur 75,9%. Leita þarf tíu ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega.
Lesa meira

Friðheimar fyrirmyndarfyrirtæki Ábyrgrar ferðaþjónustu

Á degi Ábyrgrar ferðaþjónustu í dag veitti forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu. Verðlaunin að þessu sinni féllu í skaut Friðheima í Reykholti.
Lesa meira

Gildistími ferðagjafarinnar framlengdur út maí

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um ferðagjöfina sem felur í sér að gildistími þeirra ferðagjafa sem ekki hafa verið nýttar eða ekki nýttar til fulls er framlengdur til 31. maí 2021, eða um fimm mánuði.
Lesa meira

Vöktun á ferðaáformum Evrópubúa

Í gær kom út skýrsla á vegum Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) um niðurstöður könnunar á ferðaáformum Evrópubúa.
Lesa meira

Dyngja Travel ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Dyngja Travel ehf., kt. 7008160870, Álaugarvegi 2, 780 Höfn í Hornafirði, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Hidden Iceland til liðs við Vakann

Hidden Iceland fékk nýverið gæða- og umhverfisvottun Vakans. Þetta fjölskyldurekna ferðaþjónustufyrirtæki er stofnað árið 2017 og sérhæfir sig í dagsferðum og pakkaferðum. Áherslan er á sérsniðnar ferðir fyrir fjölskyldur og litla hópa um land allt t.d. gönguferðir á jökli, íshellaskoðun, norðurljósaskoðun eða heimsókn í einhverja af fjölmörgum náttúrulaugum landsins.
Lesa meira

Um þrjú þúsund brottfarir erlendra farþega í nóvember

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um þrjú þúsund í nýliðnum nóvembermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 97,5% færri en í nóvember 2019, þegar brottfarir voru um 131 þúsund talsins. Langflestar brottfarir má rekja til Pólverja eða um fjórðung (24,3%).
Lesa meira

Kynningarfundur um Hreint og öruggt / Clean & Safe

Búast má við að Covid – 19 muni breyta ferðavenjum og þörfum fólks með öðrum áherslum og breyttu viðhorfi sérstaklega hvað varðar sóttvarnir og þrif. Ferðamálastofa býður ferðaþjónustuaðilum að taka þátt í Hreint og öruggt / Clean & Safe. Verkefninu er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan og öruggan hátt á móti viðskiptavinum í kjölfar Covid-19. Fyrirtæki í gagnagrunni Ferðamálastofu ættu þegar að hafa fengið boð um þátttöku.
Lesa meira