Fréttir

Magnús Oddsson lætur af embætti ferðamálastjóra

Í dag er síðasti vinnudagur Magnúsar Oddssonar sem ferðamálastjóra. Magnús var fyrst skipaður ferðamálastjóri 1. janúar 1994, en hafði áður verið settur í embættið í 15 mánuði. Hann hefur því gegnt störfum ferðamálastjóra í 15 ár og 3 mánuði. Magnús hefur raunar tengst stofnuninni mun lengur. Hann var ráðinn markaðsstjóri 1990 og svo sat hann í ferðamálaráði árin 1983-1990 sem einn af fulltrúum greinarinnar en hann hafði unnið á  16 ár við ferðaþjónustu í einkageiranum áður en hann kom til starfa í opinbera þætti hennar. Fyrst hjá ferðaskrifstofu og síðan 10 ár við markaðmál flugreksturs. Í embætti hefur hann setið í fjölda stjórna, ráða og nefnda um málefni ferðaþjónustunnar  innan lands og utan. Í lok ársins sendi hann starfsfólki áramótakveðju ,sem var í lengra lagi að þessu sinni og þar er aðeins horft til baka og fram á veginn. Áramótakveðja til starfsfólks Ferðamálastofu  með ívafi  
Lesa meira

Country Hótel Anna hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2007

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru afhent í dag í 13. sinn. Að þessu sinni var verðlaunahafi Country Hótel Anna á Moldnúpi undir Eyjafjöllum. Magnús Oddsson ferðamálastjóri afhenti verðlaunin á skrifstofu Ferðamálastofu. Líkt og undanfarin ár óskaði Ferðamálastofa eftir tilnefningum til umhverfisverðlaunanna, ásamt því að innan stofnunarinnar er fylgst með því sem ferðþjónustuaðilar eru að gera í umhverfismálum. Í ár bárust 6 tilnefningar. Í rökstuðningi með vali Country Hótel Önnu segir m.a. að ?Frá árinu 2003 hefur fyrirtækið unnið að því að aðlaga starfsemi sýna umhverfisstjórnun og árið 2004 var skrefið stigið og farið að vinna eftir viðmiðum Green Globe 21. Árið 2006 fékk hótelið vottun Green Globe 21 á umhverfisstefnu sinni?. Um Contry Hótel ÖnnuCountry Hótel Anna er staðsett undir Eyjafjöllum á jörðinni Moldnúpi og er í eigu hjónanna Eyju Þóru Einarsdóttur og Jóhanns Frímannssonar, ábúanda á Moldnúpi. Hótelið var opnað í byrjun júlí árið 2002 og ber nafn Sigríðar Önnu Jónsdóttur, verkakonu, vefara og fjósakonu með meiru. Að auki var Anna mikill ferðalangur og ferðaðist víða um heiminn, oft á tíðum ein síns liðs og af litlum efnum. Hótelið er í gömlu húsi, byggt 1927, það er talið minnsta þriggja stjörnu hótel á landinu, með 5 tveggja manna herbergjum. Í samræmi við umhverfisstefnu fyrirtækisins eru innréttingar og húsgögn í stíl við aldur hússins einnig er lögð áhersla á að hráefni í veitingum taka mið af hefðum úr sveitinni og sé sem mest úr héraði. Mikil áhersla er lögð á að veita persónulega þjónustu og skapa þægilegt umhverfi fyrir gesti, fræðsla um sögu og menningu er í hávegum höfð og saga ferðalangsins Önnu haldið á lofti. Í næsta nágrenni staðarins er fjölbreytt úrval af gönguleiðum og áhugaverðum stöðum. Láta til sín taka á fleiri sviðumLandeigendur að Moldanúpi láta til sín taka á fleiri sviðum varðandi umhverfis- og náttúruvernd m.a. taka þau þátt í samvinnuverkefni með nágrönnum um uppgræðslu Ásólfsskálaheiðar ?Bændur gæða landið?, Eyja Þóra leiðir samstarf sveitafélaga í Rangárvalla- og Skaftafellssýslu ásamt Skaftafellsþjóðgarði um að gerast vottað samfélag s.kv. stöðlum Green Globe 21. Á myndinni eru Eyja Þóra og Jóhann á Moldnúpi, fyrir framan, ásamt Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra og Val Hilmarssyni, umhverfisfulltrúa Ferðamálastofu.
Lesa meira

Farþegar um áætlunarflugvelli yfir hálfa milljón

Í dag fór fjöldi farþega um íslenska áætlunarflugvelli, að Keflavíkurflugvelli frátöldum,  í fyrsta skipti yfir 500 þúsund á ársgrundvelli. Þetta er um 17% aukning á milli ára en á árinu 2006 fóru 426.785 farþegar með innanlandsflugi.  Það var þriggja manna fjölskylda á leið frá Þórahöfn til Reykjavíkur, með viðkomu á Vopnafirði og Akureyri, sem varð þess heiðus aðnjótandi að fylla hálfu milljínina. Í frétt frá Flugstoðum kemur fram að fjölgun  á farþegum í innanlandsflugi á árinu hefur einkum oðið á Reykjavíkurflugvelli, Akureyri, á Ísafirði og Egilsstöðum.  Mynd: Akureyrarflugvöllur.
Lesa meira

Mæling á framkomu gagnvart viðskiptavinum

Samtökin International Mystery Shopping Alliance, sem eru alþjóðasamtök fyrirtækja á sviði ?Mystery Shopping? (eða hulduheimsókna), hafa nú gefið út skýrslu um framkomu fyrirtækja gagnvart viðskiptavinum. Heildarniðurstöður úr könnuninni 2006 byggja á svörum við yfir 1,8 milljón spurninga sem taka til brosmildi (smile), kveðju (greeting) og sölutækni (add on sale) starfsmanna. Niðurstöður eru fyrir árið 2006. Ísland lendir í 6. sæti fyrir brosmildi þar sem viðskiptavinir fá í 81% tilvika bros frá starfsmönnum viðkomandi fyrirtækja. Hins vegar lendir Ísland í neðsta sæti með 61%, þegar skoðað er hvort starfsmenn kveðji viðskiptavini sína sérstaklega og einnig þegar kemur að sölutækni (add on sale). Samkvæmt þessum mælingum fáviðskiptvinir á Íslandi í aðeins 22% tilvika ábendingar um viðbótarkaup. Þriðja árið í röð koma Kanadísk fyrirtæki best út varðandi bros starfsfólks þar sem prósenta þeirra er 98%. Ítalía og Frakkland eru fremst Evrópulanda með 85% og 83%. Neðst í röðinni eru svo Litháir, þar sem einungis 37% starfsmanna þar í landi brostu til viðskiptavina. Eins og árið 2005 voru viðskiptavinir í Frakklandi og Grikklandi oftast kvaddir sérstaklega af starfsmönnum, að meðaltali í 92% tilfella í Frakklandi og 91% tilfella í Grikklandi. Sölutækni var best í Úkraínu af Evrópulöndum þar sem starfsfólk stakk upp á viðbót við sölu í 91% tilfella. Á heildina litið kom Asía best út í sölutækni en Bandaríkin og Evrópa voru betri varðandi það að brosa og kveðja viðskiptavini sína. Ísland tók þátt í þessari könnun í fyrsta skipti 2006 í gegnum fyrirtækið Better Business ehf sem sérhæfir sig í svokölluðum ?Mystery Shopping? heimsóknum og er aðili að IMSA. Niðurstöður fyrir Ísland byggja á tæplega 2000 svörum, segir í frétt frá Better Business á Íslandi.
Lesa meira

Fleiri stefna á Green Globe vottun

Í haust var sett af stað verkefni innan Ferðaþjónustu bænda sem miðaði að því að auðvelda ferðaþjónustubændum að öðlast hina alþjóðlega umhverfisvottun Green Globe. Verkefnið var unnið í samstarfi Ferðaþjónustu bænda, Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og umhverfisráðgjafarfyrirtækisins UMÍS ehf. Environice. Haldnir voru vinnufundir og ýmislegt fleira gert til þess að styðja við félagana við að taka næstu skref til að ná Green Globe vottun. Þó nokkur hópur sýndi áhuga á að taka þátt í vottunarferlinu, að sögn Berglindar Viktorsdóttir, gæðastjóra ferðaþjónustu bænda. ?Verkefninu er nú formlega lokið en við höldum nú áfram með þessum áhugasama hópi ferðaþjónustubænda að ná markmiðinu ? þ.e. að ná vottuninni. Nokkrir eru búnir að skila inn gögnum og bíða úrvinnslu og aðrir eru að enn að vinna í að safna saman þeim gögnum sem þarf. Síðan á eftir að koma í ljós hversu margir ganga alla leið en ég er bjartsýn á að fleiri Green Globe vottaðir ferðaþjónustubæir muni bætast í hópinn fyrrihluta næsta árs. Eins og staðan er í dag eru aðeins þrjú fyrirtæki Green Globe vottuð, þ.e. Hótel Hellnar, Hótel Anna og skrifstofa Ferðaþjónustu bænda en það er mikilvægt að fjölga vottuðum fyrirtækjum til að styrkja umhverfisstarfið bæði innan samtakanna og ekki síður til að styrkja trúverðugleika okkar á Íslandi sem við viljum að sé til fyrirmyndar í þessum málum,? segir Berglind. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá þátttakendur sem tóku þátt í vinnufundinum: Kjartan - Háskólanum á Hólum, Stella - Heydal, Rósa - Hólum í Hjaltadal, Anne Maria - Umís ehf - Environice, Hulda - Gistihúsinu Egilsstöðum,Hafdís Jóna- Brunnhóli, Anna Birna - Gauksmýri, Arndís - Smáratúni, Björg - Efsta-Dal, Birna - Hjalla og Berglind - Ferðaþjónustu bænda. Á myndina vantar Eyju Þóru - Hótel Önnu á Moldnúpi og Erlu - Geirlandi.  
Lesa meira

Jarðskjálftasetur undirbúið á Kópaskeri

Skjálftafélagið, félag áhugafólks um jarðskjálftasetur á Kópaskeri, var stofnað nýverið. Hugmyndin setrið byggir á því að skapa aðdráttarafl fyrir ferðafólk með því að nýta sér jarðfræðilegar aðstæður og merka sögu svæðisins í tengslum við jarðskjálfta. Forsendur þess að staðsetja jarðskjálftasetur á Kópaskeri eru m.a. staðsetning Kópaskers á skilum Ameríku- og Evrasíuflekanna og sögufrægur jarðskjálfti, Kópaskersskjálftinn, sem varð árið 1976. Þá er horft til nálægðar við Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum, sem dregur til sín tugþúsundir gesta árlega. Einnig er gert ráð fyrir samstarfi við aðrar stofnanir og félög á svæðinu sem tengjast ferða- og menningarmálum og að virkja stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga í sýslunni sem kostur er til samstarfs. Hugmyndin er að starfsemi setursins muni fyrst og fremst felast í uppbyggingu og rekstri sýningar sem byggir á Kópaskersskjálftanum, afleiðingum hans og jarðfræði nærsvæðisins. Formaður Skjálftafélagsins er Benedikt Björgvinsson á Kópaskeri. Mynd: Frá Kópaskeri af vefnum dettifoss.is
Lesa meira

Dateline Iceland til 200 þúsund áskrifenda

Desemberútgáfa af Dateline Iceland, mánaðarlegu veffréttabréfi Ferðamálastofu í Bandaríkjunum, er nú komin út og hefur verið send í tölvupósti til rúmlega 200 þúsund áskrifenda. Eins og við er að búast er fréttabréfið í jólabúningi og það prýðir meðal annars mynd af vígalegum jólasveini á kajak. Öll eintök af Dateline Iceland eru aðgengileg á vef Ferðamálastofu í Bandaríkjunum og hér má einning skoða tölublaðið fyrir Desember.
Lesa meira

Áning 2008 komin út

Gistibæklingurinn Áning er nú kominn út fjórtánda árið í röð.  Í bæklingnum er að finna upplýsingar um næstum því þrjú hundruð gististaði, tæplega 100 tjaldsvæði og um 75 sundlaugar um land allt, segir í frétt frá útgefenda. Áning kemur út í 55 þúsund eintökum á íslensku, ensku og þýsku. Bæklingnum er dreift ókeypis á öllum helstu ferðamannastöðum innanlands, á upplýsingamiðstöðvum, hótelum og gistiheimilum og víðar. Áningu er einnig dreift á meginlandi Evrópu frá skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt og frá dreifingarmiðstöð í Frakklandi. Þá er Áningu einnig dreift um borð í Norrænu. Netútgáfu bæklingsins er að finna á www.heimur.is/world og www.icelandreview.com Útgáfufélagið Heimur hf. gefur bæklinginn út, ritstjóri er Ottó Schopka.
Lesa meira

Tekjuaukning hjá hótelum í október

Í nýjasta fréttabréfi Samtaka ferðaþjónustunnar er meðal annars greint frá niðurstöðum tekjukönnunar SAF og  Hotelbenchmark.com fyrir októbermánuð. Fram kemur að í samanburði Norðurlandanna er niðurstaðan fyrir Ísland nokkuð góð. Meðalherbergjanýting var ívið hærri í Reykjavík nú , alls 72,6% en var 72,1 % í október í fyrra.  Á landsbyggðinni var nýtingarhlutfallið 39,6% nú en var 38,6% í október 2006. Tekjur hafa aukist verulega á landsbyggðinni og hækkuðu tekjur fyrir framboðið herbergi (RevPAR) um 36%. Tekjur fyrir framboðið herbergi hjá hótelum í Reykjavík hafa hins vegar aukist um 10,9%.  Tekjukönnunin er framkvæmd meðal hótel innnan SAF og byggir á upplýsingum um nettó gistitekjur, þ.e. án morgunverðar og virðisaukaskatts, og fjölda seldra herbergja.  Sjá nánar um tekjukönnun gististaða á vef SAF
Lesa meira

Málstofur um ferðamál á ráðstefnu í HÍ

Árlega stendur Háskóli Íslands fyrir ráðstefnu um félagsvísindi sem nefnd er Þjóðarspegill. Að þessu sinni verður ráðstefnan haldin á nýju Háskólatorgi föstudaginn 7. desember næstkomandi og verða tvær málstofur sérstaklega um ferðamál og ferðamálafræði. Báðar verða málstofurnar í stofu 105 á fyrstu hæð nýs Háskólatorgs og hefst sú fyrri kl. 11.00 og stendur til 13.00, sú síðari hefst þá og líkur 15.00. Þeir sem kynna eru taldir hér að neðan og munu kynna í þessari röð. Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræðum við HÍNýting náttúruperlu - Viðhorf hagsmunaaðila á Lakasvæðinu  Anna Karlsdóttir, lektor í ferðamálafræðum við HÍAð hafa heiminn í hendi sér!  Skemmtiferðaskip í hnattvæðingarsamhengi  Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs ÍslandsNýsköpun í íslenskri ferðaþjónustu ? hlutverk einstaklinga og hið opinbera Katrín Anna Lund, lektr í ferðamálafræðum við HÍÞýðing og gildi gönguferða fyrir náttúru, landslag, sál og líkama Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamálabrautar HólaskólaForsíða Íslands: athugun á landkynningarbæklingum Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við ferðamáladeild HólaskólaFræðsla og þjálfun í ferðaþjónustu Margrét Víkingsdóttir, verkefnisstjóri við Ferðamálasetur ÍslandsSvæðisbundin hagþróun og hlutverk ferðaþjónustu Rannveig Ólafsdóttir, dósent í ferðamálafræðum við HÍ og starfsmaður Ferðamálaseturs Íslands Íslensk víðerni: hrein ímynd eða ímyndun? - Kortlagning og mat ósnortinna víðerna með GIS ?
Lesa meira