Könnun meðal ferðaþjónustufyrirtækja
Ferðamálastofa gerði ítarlegar kannanir haustið 2020 og 2021 meðal forsvarsfólks íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja til að varpa ljósi á rekstur fyrirtækja á tímum Covid-19. Um er að ræða nokkurs konar stöðugreiningu á því hvernig rekstur ferðaþjónustunnar gekk sumrin 2020 og 2021 í samanburði við sumarið 2019 (f.Covid-19) og hvernig fyrirtæki mátu horfurnar framundan. Könnunin náði til fyrirtækja í gistiþjónustu, veitingaþjónustu, afþreyingaferðaþjónustu og samgönguþjónustu.
Úrtakið var fengið úr gagnagrunni Ferðamálastofu og náði til fyrirtækja sem falla í hóp þeirra sem voru með 75% mestu ársveltuna árið 2019. Gallup sá um framkvæmd kannananna fyrir Ferðamálastofu.
- Niðurstöður 2021
- Niðurstöður 2020