Fara í efni

Safn um íslenska refinn í bígerð

Refur
Refur

Fyrirhugað er að stofna félag um söfnun muna og sýningu á munum er tengjast íslenska refnum. Refurinn, eða melrakkinn, var eina landspendýrið sem hér var þegar landnám hófst.

Safnið verður til húsa í Eyrardalsbænum í Súðavík. Stofnfundurinn verður haldinn í Samkomuhúsi Súðavíkur þann 15. september næstkomandi kl. 14:00

Tilgangur félagsins er söfnun muna, utanumhald og sýning á munum er tengjast melrakka (tófu). Í því felst rekstur á sýningaraðstöðu í Súðavík og önnur skyld starfsemi. ?Melrakkasetri er ætlað að vera fræðasetur um íslenska melrakkann þar sem safnað verður á einn stað þeirri þekkingu sem honum viðkemur í fortíð og nútíð. Á setrinu verður m.a. sett upp sýning fyrir ferðamenn. Þar mun verða á boðstólum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar," segir í tilkynningu.