Fara í efni

Stjörnurnar mæra Ísland

Jodie Foster
Jodie Foster

Stórleikkonan Jodie Foster var meðal þeirra þúsunda Bandaríkjamanna sem ákváðu að verja fríinu sínu á Íslandi í sumar með fjölskyldu sinni. Hún var gestur spjallþáttakonungsins David Letterman ekki alls fyrir löngu og fór þá mörgum fögrum orðum um Íslandsheimsókn sína.

En Jodie Foster er ekki sú eina úr hópi stjarnanna vestan hafs sem gefið hafa Íslandi ókeypis kynningu upp á síðkastið. Will Forte úr Saturday Night Live´s var t.d. nýverið að monta sig af heimsókn sinni til landsins er hann var í heimsókn í spjallþætti Conan O´Brien Show. Á vef Ferðamálastofu í Bandaríkjunum má horfa á spjall Letterman við Jodie Foster.