Fara í efni

Ferðamenn upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri

Stóðréttir
Stóðréttir

Dagana 15. og 16. september verður mikið fjör í Austur Húnavatnssýslu, stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Heimamenn bjóða gestum og gangandi að slást í för og upplifa ósvikna gangna- og réttarstemmningu.

Hátíð heimamanna og ferðafólks
?Stóðréttarhelgi Skrapatunguréttar er hátíð heimamanna og ferðafólks þar sem er spilað sungið og skemmt sér að sið Íslendinga. Við bjóðum gestum að slást í för með gangnamönnum á eyðidalnum Laxárdal og upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri. Þátttakendur geta hvort heldur sem er leigt hesta hjá heimamönnum eða mætt með sína eigin hesta,? segir Haukur Suska-Garðarsson, ferða- og atvinnumálafulltrúi, sem tekur við bókunum í stóðsmölunina. Að hans sögn dregur þessi viðburður að sér sívaxandi fjölda ferðafólks sem sé afar ánægjulegt á jaðartíma í ferðaþjónustu.

Stóðhrossin verða rekin til byggða á laugardeginum 15. september. Lagt er af stað frá Strjúgsstöðum í Langadal kl. 10. og síðan riðið sem leið liggur um Strjúgsskarð og norður Laxárdal. Á laugardagskvöldið skemmtir fólk sér saman á Blönduósi og daginn eftir er síðan réttað í Skrapatungurétt. Nánari upplýsingar (word-skjal)

Mynd:
Ferðamenn fjölmenna á Skrapatungurétt.