Fara í efni

Fundur um Vest Norden Travel Mart 2008

Vestnorden_logo
Vestnorden_logo

Nú er Vest Norden í Færeyjum er lokið og við stöndum frammi fyrir skipulagningu á Vest Norden Travel Mart á Íslandi næsta ár. Á fundi sem Ferðamálastofa stóð að 7 ágúst síðastliðinn um kaupstefnuna var ennfremur ákveðið að halda annan fund í október til skrafs og ráðagerða um þetta verkefni.

Boðað er til fundar um fyrirkomulag og skipulag VNTM næsta ár og verður hann haldinn þriðjudaginn 9. október kl 15:30 á Nordica Hótel (Hilton).