Fara í efni

Vestnorden hefst í kvöld

vestnorden 2007 vefur
vestnorden 2007 vefur

Vestnorden ferðakaupstefnan verður sett í Þórshöfn Færeyjum í kvöld og hefur þá verið haldin 22 sinnum. Að kaupstefnunni standa ferðamálayfirvöld í Færeyjum á Grænlandi og Íslandi og að þessu sinni er framkvæmdin á hendi Færeyinga.

Um 130 fyrirtæki frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi eru nú skráð og 227 starfsmenn þeirra munu kynna vöru og þjónustu fyrir kaupendum. Íslensk fyrirtæki eru flest eins og jafnan áður eða um 70 talsins að þessu sinni. Á morgun hefst hin eiginlega kaupstefna með fundum kaupenda og seljanda, eða ferðaheildsala. Þeir eru um 80 talsins og koma frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og boðsgestir. Vestnorden lýkur á miðvikudag.