Breytingar á lögum um skipan ferðamála ?hægt að senda inn umsagnir

Breytingar á lögum um skipan ferðamála ?hægt að senda inn umsagnir
hestareidleidir

Að undanförnu hafa verið í vinnslu drög að breytingum á lögum um skipan ferðamála nr. 73/2005. Frumvarpsdrögin hafa nú verið birt á vef samgönguráðuneytisins og gefst þar einnig kostur á að koma á framfæri umsögnum.

Breytingarnar eru unnar í samráði við Ferðamálastofu og eru einkum lagfæringar á nokkrum atriðum sem komið hefur í ljós við framkvæmd laganna að betur megi fara. Auðbjörg Gústafsdóttir, lögfræðingur Ferðamáalstofu, segir breytingarnar einkum snúa að því að afmarka betur starfsemi sem fellur undir ferðaskipuleggjanda, kveða á um skyldu til notkunar á auðkenni Ferðamálastofu og úrræði sem hægt er að grípa til þegar leyfisskyld starfsemi er stunduð án leyfis.

Þeir sem óska eftir að koma á framfæri umsögnum geta send erindi sín á tölvupóstfang samgönguráðuneytisins, postur@sam.stjr.is, fyrir 14. september næstkomandi.
Frumvarpsdrögin er að finna á vef Samgönguráðuneytisins


Athugasemdir