Fréttir

Fimmtíu sækja um embætti ferðamálastjóra

Fimmtíu umsóknir bárust um embætti ferðamálastjóra en umsóknarfrestur rann út í byrjun vikunnar. Í gær var listi yfir umsækjendur birtur á vef samgönguráðuneytisins. Þar kemur fram að farið verður yfir umsóknir næstu daga og vikur. Eins og fram hefur komið verður ráðið í embætti ferðamálastjóra til fimm ára frá 1. janúar næstkomandi. Málefni ferðaþjónustunnar hafa heyrt undir samgönguráðuneytið en flytjast um áramótin til iðnaðarráðuneytis. Umsækjendur í stafrófsröð eru: Andrés Zoran Ivanovic, ferðamálafulltrúi Arnar Már Ólafsson, ferðamálafræðingur Auður Inga Ólafsdóttir, kennari Auður Ólafsdóttir, skráarritari Áki Guðni Karlsson, markaðssérfræðingur Ársæll Harðarson, forstöðumaður Ásbjörn Björgvinsson, forstjóri Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Bergný Jóna Sævarsdóttir, verkefnastjóri Birna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur Birna Lind Björnsdóttir, forstöðumaður Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Bjarni Sigtryggsson, alþjóðatengsl Björn Sigurður Lárusson, framkvæmdastjóri Bryndís Garðarsdóttir, kennari Brynja Þorbjörnsdóttir, verkefnisstjóri Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Friðrik Ásmundsson Brekkan, fararstjóri Friðrik Haraldsson, ritstörf og þýðingar Guðrún H. Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri Guðrún Helga Jóhannsdóttir, MA nemi Halla María Halldórsdóttir, heimilisstörf Hlín Sigurbjörnsdóttir, MA Evrópufræðum Ingibjörg Björgvinsdóttir, aðstoðarmaður Jakob Þorsteinsson, sölustjóri Jón Gunnar Borgþórsson, framkvæmdastjóri Jón Ólafur Gestsson, hagfræðingur B.Sc. Jónatan Vernharðsson, tæknimaður Kristín Hafsteinsdóttir, lífeindafræðingur Lovísa Ólafsdóttir, MS nemi Magnús Ásgeirsson, aðstoðarforstjóri Ólafur Örn Haraldsson, fyrrv. forstjóri Ólöf Ýrr Atladóttir, framkvæmdastjóri Óskar Sævarsson, forstöðumaður Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Sigríður Arna Arnþórsdóttir, ritstjóri Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Silja Jóhannesdóttir, kennari Stefán Helgi Valsson. leiðsögumaður Steingerður Hreinsdóttir, ráðgjafi Súsanna Svavarsdóttir,  Svanlaug Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Tómas Þór Tómasson, ráðgjafi Unnur Elva Arnardóttir, viðskiptastjóri Unnur Svavarsdóttir, deildarstjóri Þorvaldur Daníelsson, ráðstefnustörf Þórdís Yngvadóttir, MBA Þórður B. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri
Lesa meira

Farþegar Keflavíkurflugvöll 157 þúsund fleiri

Í nóvember síðastliðnum fóru tæplega 143 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við tæplega 134 þúsund í nóvember í fyrra. Fjölgunin nemur 7% á milli ára. Fjölgunin í nóvember er í takt við þróun farþegafjölda fyrir árið í heild en frá áramótum hefur farþegum fjölgað um 8,2% eða um 157 þúsund farþega. Á sama tímabili í fyrra fjölgaði farþegum um 188 þúsund farþega á milli ára. Tölurnar eru greindar niður eftir því hvort farþegar eru á leið til landsins, frá landinu eða hvort um áfram- og skiptifarþega (transit) er að ræða. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.   Nov.07. YTD Nov. 06. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 64.506 885.270 58.879 819.045 9,56% 8,09% Hingað: 63.367 892.863 59.823 817.927 5,92% 9,16% Áfram: 1.753 37.878 2.575 21.681 -31,92% 74,71% Skipti. 13.333 245.031 12.312 245.469 8,29% -0,18%   142.959 2.061.042 133.589 1.904.122 7,01% 8,24%
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um tæp 11% í október

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í október síðastliðnum. Þar kemur fram að þær voru þá 108.300 samanborið við 97.900 október 2006. Fjölgunin nemur 10.400 nóttum eða tæplega 11%. Gistinóttum fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi og samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða. Hlutfallslega varð fjölgun mest á höfuðborgarsvæðinu þar nam hún rúmum 16%, en gistinóttum fjölgaði þar úr 71.500 í 83.000 milli ára. Á Norðurlandi var aukning gistinátta um 3%, þar fóru gistinætur úr 6.300 í 6.400. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða var fjölgun gistinátta um 4%, þar fjölgaði gistinóttum úr 7.100 í 7.400. Á öðrum landsvæðum fækkaði gistinóttum á hótelum í október milli ára. Samdrátturinn var mestur á Austurlandi en gistinóttum fækkaði úr 3.600 í 2.100, 41%. Á Suðurlandi var lítil breyting milli ára, eða um 1% samdráttur. Fjölgun gistinátta á hótelum í október má bæði rekja til Íslendinga 24% og útlendinga 6%.
Lesa meira

Nýr sérfræðingur hjá Ferðamálasetri

Ferðamálasetur Íslands hefur í samvinnu við ferðamáladeild Háskólans að Hólum, ráðið til starfa dr. Martin Gren í stöðu dósents við Hólaskóla. Martin mun sinna kennslu við Hólaskóla en sinna rannsóknum í samvinnu við Ferðamálasetur. Martin lauk skipulagsgráðu (B.Sc.) frá háskólanum í Gautaborg 1984 og vann í framhaldinu við skipulag heilsugæslu. Eftir að hafa lokið PhD ritgerð við háskólann í Gautaborg 1994 í mannvistarlandfræði fékk hann lektorsstöðu við land og ferðamálafræði deild háskólans í Karlstad. Þar hefur hann kennt félagsvísindi og menningarfræði en einnig kennslufræði og ferðamálafræði. 2004 fór hann frá Karlstad og aftur til Gautaborgar þar sem hann fékk stöðu við rannsóknir á menningarminjum, sögu og arfleið. Eftir að ljúka verkefnum þar haustið 2007 fékk hann stöðuna við Hólaskóla. Hægt er að ná í Martin í síma: 455-6336 eða netfang: martin@holar.is
Lesa meira

Styrkir til úrbóta í umhverfismálum

Ferðamálastofa hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2008. Úthlutað verður um 50 milljónum króna og skiptist upphæðin í þrjá meginflokka. Eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna, innlendra sem erlendra, er íslensk náttúra. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest eftir hugmyndafræði um sjálfbæra ferðaþjónustu. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar á íslenskri náttúru. Samhliða fjölgun ferðafólks og auknu álagi á hina hefðbundnu náttúruskoðunarstaði hafa ferðamálayfirvöld lagt áherslu á að styðja við uppbyggingu á nýjum svæðum, verkefni sem tengjast meira þjónustu og menningu viðkomandi sveitarfélaga. Tilgangurinn með þeirri áherslubreytingu er að draga úr álagi á náttúruna og auka efnahagslegan ábata af ferðaþjónustu. Aðgengi fyrir allaÍ ár verður áfram lögð áhersla á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi allra að áningastöðum. Markmiðið er að auðvelda fólki að skipuleggja ferðalög um landið m.t.t. aðgengis. Þrír meginflokkarSem fyrr segir verður um 50 milljónum króna úthlutað að þessu sinni og skiptist upphæðin í þrjá meginflokka. 1. Styrkir til minni verkefna:Úthlutað verður til minni verkefna í umhverfismálum. Aðallega verða veittir styrkir til efniskaupa. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund kr. Til ráðstöfunar eru um 10 milljónir króna. 2. Stærri verkefni á fjölsóttum ferðamannastöðum:Veittir verða styrkir til  stærri verkefna þar sem umsækjendur stýra framkvæmdum og svæðin verða í umsjón eða eigu styrkþega eftir að framkvæmdum lýkur. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnureglur: a) Um er að ræða svæði eða staði sem verulegur fjöldi ferðamanna sækir heim.b) Megináhersla verður lögð á að styrkja svæði þar sem fullnaðarhönnun og framkvæmdaleifi liggur fyrir. Þó getur hluti af styrkupphæðinni farið til vinnu á deiliskipulagi.c) Hluti af styrkupphæð Ferðamálarstofu getur farið til verkhönnunar á viðkomandi svæði, þó aldrei meira en sem nemur 25% af styrkupphæð.d) Ferðamálarstofa áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki.e) Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum.f) Standi styrkþegi ekki við ákvæði (e) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu.g) Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samningi milli Ferðamálastofu og styrkþega.. 3. Uppbygging á nýjum svæðum:Veittir verða styrkir til uppbyggingar á nýjum svæðum sem skipulögð hafa verið þannig að þau nýtist ferðamönnum. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnureglur: a) Styrkupphæð getur aldrei orðir hærri en sem nemur 75% af framkvæmdakostnaði. b) Megináhersla verður lögð á að styrkja svæði þar sem samþykkt deiliskipulag liggur fyrir. Þó getur hluti af styrkupphæðinni farið til vinnu á deiliskipulagi.c) Hluti af styrkupphæð Ferðamálarstofu getur farið til verkhönnunar á viðkomandi svæði, þó aldrei meira en sem nemur 25% af styrkupphæð.d) Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki.e) Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum.f) Standi styrkþegi ekki við ákvæði (e) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu.g) Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samning milli Ferðamálastofu og styrkþega. Hverjir geta sótt um?Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Við úthlutun verður m.a. tekið mið af ástandi og álagi svæða og mikilvægi aðgerðanna með tilliti til náttúruverndar. Einnig verður tekið tillit til þess hvort viðkomandi verkefni nýtur þegar fjárstuðnings opinberra aðila. Ekki verður sérstaklega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum. UmsóknarfresturUmsóknarfrestur er til 28. janúar 2008 Meðfylgjandi gögn:Með öllum umsóknum skal skila inn gögnum er sýna fram á mikilvægi framkvæmdarinnar sem og skriflegt samþykki hlutaðeigandi aðila, svo sem landeigenda, sveitarfélags og umhverfisyfirvalda ef með þarf. Hvernig er sótt um?Umsóknir berist á rafrænu umsóknareyðubaði sem aðgengilegt hér á vefnum á meðan umsóknarfrestur er í gildi. Einnig er hægt að skila inn skriflegum umsóknum á eyðublöðum sem fást á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri. Frekari upplýsingar um styrkina veitir umhverfisfulltrúi stofnunarinnar í síma 464-9990 eða í gegnum vefpóst: valur@icetourist.is Umsóknareyðublað um umhverfistyrki
Lesa meira

Landkynningarsvæði tekið í notkun í Leifsstöð

Landkynningarsvæði hefur verið tekið í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Svæðið var formlega opnað síðastliðinn fimmtudag og klipptu Kristján L. Möller samgönguráðherra og Jón Gunnarsson, formaður stjórnar FLE, á borða því til staðfestingar. Svæðið er á neðri hæð í brottfararsal við enda ranans í stöðinni. Þar er á stórum skjá sýnd mynd um náttúru Íslands og undir er tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar. Í ávarpi Kristjáns L. Möller við opnunina kom meðal annars fram að tilgangurinn með landkynningarsvæðinu er að gefa ferðamönnum sem hafa viðdvöl í Leifsstöð á leið yfir hafið tækifæri til að kynnast broti af náttúru Íslands og með því ef til vill fá þá til að stöðva lengur í næstu ferð, segir m.a. í frétt á vef samgönguráðuneytisins. Flugstöð Leifs Eiríkssonar og kynningarátakið Iceland Naturally greiddu kostnað við verkið en hönnun var í höndum Gagaríns, Árna Páls Jóhannssonar og Karls Óskarssonar. (Mynd af vef samgönguráðuneytisins)
Lesa meira

Ferðaverðlaun BMI publications afhent

Á World Travel Market á dögunum fékk Ferðamálastofa afhent ferðaverðlaun BMI publications útgáfufyrirtækisins. Eins og fram hefur komið er það sölufólk á ferðaskrifstofum og sjálfstæðir söluaðilar sem sendir inn tilnefningarnar og var Ferðamálastofa valin best í flokknum “Tourist Office offering best assistance to agents for Scandinavia & and the Baltics 2007.” Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu fyrir Bretland, veitti verðlaununum viðtöku og á meðfylgjandi mynd er hún með verðlaunagripinn, ásamt Martin Steady framkvæmdastjóra BMI. Undir hatti BMI publications eru ýmsir miðlar tengdir ferðaþjónustu þar sem verðlaunin verða rækilega kynnt og er því auglýsingagildið umtalsvert. Jafnframt má Ferðamálastofa nota merki (logo) verðlaunanna. Vert er að minna á í þessu sambandi að í byrjun ársins fékk Ferðamálastofa Finnsku gæðaverðlaunin í ferðaþjónustu sem afhent voru á MATKA ferðakaupstefnunni í Helsinki. Loks má benda á að myndir frá íslenska sýningarsvæðinu á World Travel Market eru nú komnar hér inn á vefinn.
Lesa meira

Málstofur um ferðamál á ráðstefnu í HÍ

Árlega stendur Háskóli Íslands fyrir ráðstefnu um félagsvísindi sem nefnd er Þjóðarspegill. Að þessu sinni verður ráðstefnan haldin á nýju Háskólatorgi föstudaginn 7. desember næstkomandi og verða tvær málstofur sérstaklega um ferðamál og ferðamálafræði. Báðar verða málstofurnar í stofu 105 á fyrstu hæð nýs Háskólatorgs og hefst sú fyrri kl. 11.00 og stendur til 13.00, sú síðari hefst þá og líkur 15.00. Þeir sem kynna eru taldir hér að neðan og munu kynna í þessari röð. Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræðum við HÍNýting náttúruperlu - Viðhorf hagsmunaaðila á Lakasvæðinu  Anna Karlsdóttir, lektor í ferðamálafræðum við HÍAð hafa heiminn í hendi sér!  Skemmtiferðaskip í hnattvæðingarsamhengi  Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs ÍslandsNýsköpun í íslenskri ferðaþjónustu ? hlutverk einstaklinga og hið opinbera Katrín Anna Lund, lektr í ferðamálafræðum við HÍÞýðing og gildi gönguferða fyrir náttúru, landslag, sál og líkama Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamálabrautar HólaskólaForsíða Íslands: athugun á landkynningarbæklingum Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við ferðamáladeild HólaskólaFræðsla og þjálfun í ferðaþjónustu Margrét Víkingsdóttir, verkefnisstjóri við Ferðamálasetur ÍslandsSvæðisbundin hagþróun og hlutverk ferðaþjónustu Rannveig Ólafsdóttir, dósent í ferðamálafræðum við HÍ og starfsmaður Ferðamálaseturs Íslands Íslensk víðerni: hrein ímynd eða ímyndun? - Kortlagning og mat ósnortinna víðerna með GIS ?
Lesa meira

BA hættir áætlunarflugi til Íslands

British Airways mun hætta áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Lundúna 28. mars 2008 þegar vetraráætlun félagsins lýkur á flugleiðinni. Verða þá liðin tvö ár frá því að flug félagsins hófst á þessari leið. Í frétt mbl.is kemur fram að haft verði samband við viðskiptavini sem bókað hafa flug með British Airways til og frá Keflavík eftir 28. mars 2008. Verður þeim boðin breyting á bókun eða full endurgreiðsla farseðilsins.
Lesa meira

Japönsk útgáfa af Evrópuvefnum

Evrópuvefurinn visiteurope.com heldur áfram að sækja í sig veðrið. Vefurinn er eins og fram hefur komið einkum hugsaður fyrir fjærmarkaði og nýjasta viðbótin er japönsk útgáfa sem opnuð var nú í vikunni. Vefurinn inniheldur annars vegar síður þar sem fjallað er um Evrópu almennt og hins vegar er um að ræða síður einstakra landa. Hvert og eitt land ber ábyrgð á að koma upplýsingum inn á sinn hluta vefsins og sér Ferðamálastofa um það sem að Íslandi snýr. Umsjón og rekstri vefsins er á hendi Ferðamálaráðs Evrópu, ETC. Ísland hefur verið aðili að ETC í um 40 ár og ber ekki sérstakan kostnað af vefnum umfram það vinnuframlag sem flest í vinnslu og innsetningu efnis sem viðkemur Íslandi, auk þýðingavinnu. Við njótum hins vegar til jafns við aðra góðs af því markaðs- og kynningarstarfi sem Ferðamálaráð Evrópu sinnir vegna verkefnisins. Í myndinni er japanska útgáfan af forsíðu Íslands á Evrópuvefnum.
Lesa meira