Fara í efni

Diplomanám í viðburðastjórnun

Fiskidagurinn
Fiskidagurinn

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum mun í vetur bjóða upp á diplomanám í viðburðastjórnun. Námið er boðið í fjarnámi, það er 60 einingar og tekur eitt ár.

?Hátíðum og viðburðum fjölgar um allt land og allan ársins hring. Jafnframt eru gerðar vaxandi kröfur til skipuleggjenda hátíða bæði með aukinni samkeppni og kröfum um öryggi og góða þjónustu við gestina. Ferðamáladeild Háskólans á Hólum svarar þörfinni fyrir fólk með menntun til að skipuleggja og halda hvers kyns viðburði með eins árs námi (60 einingar), sem lýkur með diploma í viðburðastjórnun,? segir í kynningu á náminu.

Sjá nánari lýsingu á http://www.holar.is/fr458.htm eða hafið samband við Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur deildarstjóra Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, netfang: ggunn@holar.is. Umsóknarfrestur er til 3. október nk. Námið hefst með fjögurra daga staðarlotu á Hólum 15.-18. október.