Fara í efni

Ferðamönnum fjölgar um 15% fyrstu tíu mánuði ársins - Ferðamannatímabilið lengist

Nordurljos - gif
Nordurljos - gif

Erlendum ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um 6,5% í október síðastliðnum miðað við október í fyrra, samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þegar tveir mánuðir eru eftir af árinu hafa 413 þúsund erlendir ferðamenn komið til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll, fleiri en nokkru sinni fyrr og 15,6% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Í október munar mest um fjölgun á meðal Norðurlandabúa og Frakka á meðan fækkun er frá flestum öðrum mörkuðum miðað við sama tímabil í fyrra. Frá áramótum nemur fjölgun erlendra ferðamanna um Leifsstöð 15,6% eins og fyrr segir. Frá áramótum er góð fjölgun frá öllum helstu mörkuðum nema Bandaríkjunum og Japan. Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu er ánægjulegast að sjá að vormánuðir og haustmánuðir halda áfram að vaxa, sem er frumskilyrði fyrir aukinni arðsemi í ferðaþjónustu. ?Mikil fjárfesting hefur átt sér stað í nýjum áfangastöðum flugfélaganna, hótelum og öðrum þáttum afþreyingar, þá hefur á undanförnum misserum verið unnið markvisst í markaðssetingu á öllum mörkuðum í samvinu við atvinnugreinina. Það má ekki slaka á í markaðssetningunni, stöðugt fleiri nýir áfangastaðir verða áhugaverðir í augum ferðamanna og við þurfum að huga að samkeppnisstöðu okkar. Verðlag virðist hækka meira hér en í mörgum samkeppnislöndum og það vinnur gegn samkeppnishæfni okkar. En það er bjart framundan, og nú þarf að hleypa nýju blóði í þróun á nýjungum í Íslenskri ferðaþjónustu sem einkum koma landsbyggðinni til góða. Þá á ég einkum við tækifæri í menningartengdri ferðaþjónustu? segir Ársæll að lokum.

Frá áramótum
  2006 2007 Mism. %
Bandaríkin                     51.391 48.004 -3.387 -6,6%
Bretland                       58.445 64.754 6.309 10,8%
Danmörk                        34.456 37.733 3.277 9,5%
Finnland                       8.051 9.132 1.081 13,4%
Frakkland                      19.973 21.412 1.439 7,2%
Holland                        10.629 13.549 2.920 27,5%
Ítalía                         8.427 10.111 1.684 20,0%
Japan                          5.675 5.106 -569 -10,0%
Kanada                         3.804 5.711 1.907 50,1%
Kína                         0 8.597    
Noregur                        25.176 31.296 6.120 24,3%
Pólland                        0 12.953    
Rússland                        0 632    
Spánn                          7.623 9.135 1.512 19,8%
Sviss                          5.741 6.712 971 16,9%
Svíþjóð                        24.368 30.187 5.819 23,9%
Þýskaland                      36.570 38.511 1.941 5,3%
Önnur þjóðerni                 56.967 59.568 2.601 4,6%
Samtals: 357.296 413.103 55.807 15,6%